Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 26
13. SEPTEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● meistaradeild evrópu Argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur verið markahæstur í Meistara deildinni undan farin þrjú ár. Hann fær væntan lega harða samkeppni frá Cristiano Ronaldo í vetur. Messi hefur verið óstöðvandi með Barcelona undanfarin ár og er að flestra mati besti knattspyrnu- maður heims um þessar mundir. Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid er þó ekki langt undan og það var gaman að fylgjast með einvígi þeirra um markakóngs- titilinn á Spáni síðasta vetur. Ronaldo sigldi fram úr undir lokin og hafði betur með 41 mark í 34 deildarleikjum, en Messi skoraði 31 mark í 33 leikjum. Alls skor- aði Ronaldo 54 mörk í 54 leikjum í öllum keppnum en Messi skoraði 53 mörk í 55 leikjum í öllum keppn- um. Raunar eru ekki allir sáttir við talninguna og telja að Ronaldo hafi verið gefið eitt mark sem Pepe skoraði gegn Real Sociedad í deild- inni. Það var samt Messi sem hafði meiri ástæðu til að fagna í vor, enda sigraði Barcelona bæði í spænsku deildinni og í Meistara deildinni. HVOR ER BETRI? Messi er maðurinn á bak við glæsi- legan árangur Barcelona á síð- ustu árum. Hann kom fyrst inn í lið Börsunga í deildarleik gegn nágrönnunum í Espanyol í októ- ber 2004, aðeins 17 ára og 114 daga gamall. Síðan þá hefur leið- in legið upp á við og hann hefur fimm sinnum orðið spænsk- ur meistari og þrisvar sinnum Evrópu meistari. Hann lék reynd- ar ekki með í úrslita leiknum gegn Arsenal árið 2006 en hlaut verð- launapening þar sem hann lék sex leiki í keppninni og skoraði eitt mark. Messi skoraði síðan í báðum úrslitaleikjunum gegn Manchester United 2009 og 2011. Ronaldo hefur einu sinni fagn- að sigri í Meistaradeildinni en það var með Manchester United árið 2008. Hann var síðan í liði United sem tapaði fyrir Barcelona í úrslit- um 2009 og það reyndist vera síð- asti leikur hans í treyju United. Einvígi þessara mögnuðu knatt- spyrnu kappa mun halda áfram næstu árin. Þeir hófu þetta tíma- bil líkt og þeir luku því síðasta. Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta deildarleik Real Madrid, 6-0 sigri á Real Zaragoza. Messi svaraði með tveimur mörkum í 5-0 sigri Barcelona á Villarreal. Þetta er bara byrjunin á frábæru fótbolta- tímabili. MARKAKÓNGUR MEISTARADEILDARINNAR ÞRJÚ ÁR Í RÖÐ STÖÐ 2 SPORT SÝNIR ALLA HELSTU LEIKINA FRÁ MEISTARADEILD EVRÓPU OG EVRÓPUDEILDINNI Í VETUR Í BEINNI ÚTSENDINGU Tímabil Markahæstur Mörk 1992-93 Romário (PSV Eindhoven) 7 1993-94 Ronald Koeman (Barcelona) 8 1993-94 Wynton Rufer (Werder Bremen) 8 1994-95 George Weah (Paris Saint-Germain) 7 1995-96 Jari Litmanen (Ajax) 9 1996-07 Milinko Pantić (Atlético Madrid) 5 1997-98 Alessandro Del Piero (Juventus) 10 1998-99 Andriy Shevchenko (Dynamo Kiev) 8 1998-99 Dwight Yorke (Manchester United) 8 1999-00 Mário Jardel (Porto) 10 1999-00 Rául González (Real Madrid) 10 1999-00 Rivaldo (Barcelona) 10 Tímabil Markahæstur Mörk 2000-01 Rául González (Real Madrid) 7 2001-02 Ruud van Nistelrooy (Man. Utd) 10 2002-03 Ruud van Nistelrooy (Man. Utd) 12 2003-04 Fernando Morientes (Monaco) 9 2004-05 Ruud van Nistelrooy (Man. Utd) 8 2005-06 Andriy Shevchenko (AC Milan) 9 2006-07 Kaká (AC Milan) 10 2007-08 Cristiano Ronaldo (Man. Utd) 8 2008-09 Lionel Messi (Barcelona) 9 2009-10 Lionel Messi Barcelona) 8 2010-11 Lionel Messi Barcelona) 12 MARKAKÓNGAR MEISTARADEILDARINNAR FRÁ UPPHAFI Tveir leikmenn hafa náð þeim ár- angri að skora fyrir fimm mis- munandi lið í Meistaradeildinni. Þetta eru Argentínumaðurinn Hernán Crespo og Svíinn Zlatan Ibrahimovic, sem um tíma léku saman hjá Internazionale á Ítalíu. Crespo skoraði tvö mörk í níu leikjum fyrir Parma (1997–2000), fimm mörk í 13 leikjum fyrir Lazio (2000–02), tíu mörk í 15 leikjum fyrir Inter (2002-03 og 2006-07), fjögur mörk í 15 leikjum fyrir Chel- sea (2003–04 og 2005–06) og sex í tíu leikjum fyrir AC Milan (2004– 05) Ibrahimovic skoraði sex mörk í 19 leikjum með Ajax (2002–04), þrjú mörk í 19 leikjum fyrir Juven- tus (2004–06), sex mörk í 22 leikjum fyrir Inter (2006-09), fjögur mörk í 10 leikjum fyrir Barcelona (2009– 10) og fjögur mörk í átta leikjum fyrir AC Milan (2010–11). Skorað fyrir fimm lið Messi eða Ronaldo? Lionel Messi hefur skorað 37 mörk í 57 leikjum með Barcelona í Meistaradeildinni á undanförnum sjö árum. Hann er bara 24 ára og á eftir að bæta við einn fleiri mörkum. MYNDIR NORDICPHOTOS/GETTY Cristiano Ronaldo hefur skorað 29 mörk í 76 Evrópuleikjum með Sporting Lisbon, Manchester United og Real Madrid. Lionel Messi Fullt nafn: Lionel Andrés Messi Fæddur: 24. júní 1987 (24 ára) Upphafið: Kom 11 ára til Barcelona frá Newell’s Old Boys í Argentínu. Ferill: 2004–2005 Barcelona B 22 6 2004–2011 Barcelona 178 121 Landsleikir: Argentína 60 17 Cristiano Ronaldo Fullt nafn: Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro Fæddur: 5. febrúar 1985 (26 ára) Verð: £80.000.000 frá Man. Utd. Ferill: 2001–2003 Sporting 25 3 2003–2009 Man. Utd. 196 84 2009–2011 Real Madrid 64 69 Landsleikir: Portúgal 83 29 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Ritstjórn: Sævar Hreiðarsson, saevar@365.is Sterkasta deild í heimi, Meistara- deild Evrópu, hefst á ný í dag með frábærum leikjum og fram undan er skemmtilegur fótbolta- vetur. Stöð 2 Sport mun sem fyrr sýna a.m.k. sex leiki frá hverri umferð, þrjá á þriðjudögum og þrjá á mið- vikudögum. Evrópudeildin tekur síðan við á fimmtudögum en þar eru nokkrir íslenskir leikmenn í eldlínunni með félögum sínum. Það eru því fjölmörg ómissandi fótboltakvöld fram undan fyrir fótboltaaðdáendur. Í sumar framlengdi 365 miðlar samstarf við Knattspyrnu- samband Evrópu um útsendingar frá Meistaradeild Evrópu og Evr- ópudeildinni til ársins 2015. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að Meistaradeild Evrópu sé flottasta sjónvarpsefni sem völ er á. „Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eitt sinn að Meistaradeildin væri betri keppni en HM í fótbolta og það er hægt að taka undir það. Í Meistara- deildinni eru bestu leikmennirnir, bestu liðin, bestu þjálfararnir og besti fótboltinn. Vinsældir henn- ar hafa farið vaxandi með hverju árinu og leikmenn og þjálfarar telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu,” segir Ari. Íslendingar hafa átt fimm full- trúa í Meistaradeildinni frá því hún var sett á laggirnar árið 1992 og sá sjötti bætist við í ár þegar Kolbeinn Sigþórsson mætir til leiks með hollenska stórliðinu Ajax. Leikjum liðsins verða gerð góð skil í vetur. „Það verður spenn- andi að fylgjast með Kolbeini og Ajax í vetur og sjá hann spreyta sig gegn þeim bestu í heimi,“ segir Ari og bætir við að Evrópudeildin sé ekki síður spennandi með öllum Íslendingunum sem þar leika. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá öllum helstu leikjunum í deildanna tveggja og þætti með ítarlegri um- fjöllun um hverja leikviku. Besta knattspyrnukeppni í heimi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.