Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 15
Í fyrirlestri sínum mun Robert Aliber fjalla um óstöðugleika á mörkuðum
í Evrópu og Bandaríkjunum í sögulegu samhengi. Hann mun velta fyrir sér
þeirri spurningu að hversu miklu leyti sveiflur í gengi gjaldmiðla og sveiflur
hlutabréfaverðs og fasteignaverðs megi rekja til alþjóðlegra þátta, annars vegar,
og starfsemi innlendra fjárfestinga- og viðskiptabanka hins vegar.
Meðal áhugaverðra spurninga sem hann mun leitast við að svara er hvort
bankahrunið hér á landi hafi fremur átt rætur að rekja til ástands alþjóðlegra
fjármálamarkaðar eða eftirlitsleysis og áhættusækni innlendra aðila.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Málstofa á vegum
Hagfræðideildar
Hverjar eru orsakir titrings á eigna-
og gjaldeyrismörkuðum?
Robert Z. Aliber er fyrrverandi prófessor
við Chicago háskóla
Aðalbyggingu Háskóla
Íslands, Hátíðasal.
Fimmtudaginn
15. september kl. 12-14
ÞRIÐJUDAGUR 13. september 2011
Reiðin er skrýtin skrúfa, sem bæði getur hert að og losað
um tilfinningastreymi. Til eru
þeir sem gefa sig henni á vald
þegar hún bærir á sér. Aðrir
hleypa henni ekki inn. Gera
henni ekki svo hátt undir höfði.
Hún nýtur reyndar þeirrar virð-
ingar að vera tengd réttlætinu í
vitund mannsins, sem styður sig
við þá staðreynd þegar skaps-
munir fara úr böndum. Þá er
sem sagt verið að þjóna réttlæt-
inu. Munnsöfnuður sem að jafn-
aði er ekki talinn vitna um gáfur
og góða siði er tryggur fylgi-
fiskur reiðinnar. Og geri einhver
athugasemd við óheflað tungu-
tak, er því svarað með þótta:
„Ég var öskureiður, og ekki
að ástæðulausu!“ Reiðinni eru
þannig gefin þau forréttindi, að
ávirðingar, yfirgangur og jafn-
vel ofbeldi er án ábyrgðar, af því
að viðkomandi gaf sig reiðinni á
vald. Kaus það. Því að hvað sem
hver segir, þá hefur maður alltaf
val.
Kyrrum hugann
Réttlæti er ekki eina orðið sem
við tengjum við reiðina. Það
er líka talað um heilaga reiði,
þannig að upphafningin er
ekki lítil á þessum skapgerðar-
bresti, sem vísast er oft til
kominn vegna skorts á innra
öryggi og sjálfsstjórn. Ég veit
um fólk sem hefur þjálfað sig í
að kyrra hugann og ná með því
betra sambandi við eigin anda
og efni, njóta þess í dagsins önn,
en hafa samt sem áður misst
sig á vald reiðinnar við tiltekn-
ar aðstæður. Þá er sagt að það
sé eðlilegt þegar óvænt and-
streymi birtist. En það er ein-
mitt þá sem á að kyrra hugann
og láta ekki koma sér í uppnám,
sé maður á annað borð á þeirri
snúru að vilja vera í jafnvægi.
Og mörgum tekst það. Til eru
hjón og pör sem magna öðru
hvoru upp spennu á heimilinu og
koma af stað rifrildi, af því að
þeim finnst svo gaman að sætt-
ast. Þegar ég heyrði um slíkt
fyrir margt löngu hélt ég að
það væri spaug. En ég hef síðan
orðið vitni að slíku oftar en einu
sinni og er alltaf jafn forviða.
Ekki síst vegna þess að viðkom-
andi pör virðast yfirleitt ekki
átta sig á þessu mynstri sjálf.
Þetta er meinlaust ef það kemur
ekki niður á börnunum. Foreldr-
ar skulda börnum sínum heim-
ili án átaka í þeirra viðurvist.
Reiði og ávirðingar á heimili,
hver sem ástæðan er, sest í vit-
und barnanna og fylgir þeim út
í lífið.
Varasamt að hlúa að reiði
Reiðinni var gert hátt undir
höfði í búsáhaldabyltingunni og
lengst af eftir það, nema kannski
á síðustu mánuðum. Fólk er ekki
ánægt með pólitíkina sem er að
verða æ furðulegri og sundur-
lausari, en það er komið niður á
jörðina og leggur sig fram við að
una glatt við sitt. Það þýðir ekki
að almenningur sé ánægður, en
það hefur dregið úr fúkyrðum og
reiðiköstum, þó að nokkrir áhuga-
menn í faginu séu ennþá að.
Upphafning reiðinnar hér
á landi virðist vera á undan-
haldi, að minnsta kosti í bili.
Sem betur fer. Ég held að það
sé verulega varasamt að hlúa
að reiði og spennu, því að það er
beinlínis heilsuspillandi. Jafn-
vel svo að ekki verður aftur
snúið. Menn sitja uppi með lak-
ara heilsufar vegna spennunnar
og reiðinnar. Hvernig sem hún
birtist og hvað sem hún er rétt-
lætanleg, þá er hún hvorki holl
né heppileg.
Reiðin
Jónína
Michaelsdóttir
blaðamaður
Í DAG
Menn sitja uppi með lakara heilsufar
vegna spennunnar og reiðinnar. Hvernig
sem hún birtist og hvað sem hún er rétt-
lætanleg, þá er hún hvorki holl né heppileg.
Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess
getið að til Goethes mætti rekja
hugtakið heimsbókmenntir, „Welt-
literatur“. Gauti Kristmannsson
dósent er ekki á því máli. Hér í
blaðinu (1. september) benti hann
á stað í þýzkri bók frá árinu 1773
þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e.
um hálfum sjötta áratug fyrr en
Goethe tók sér það í munn í fræg-
um samræðum sínum við Ecker-
mann.
Hér fer Gauti Kristmannsson
of hratt í sakir. Það stóð hvergi í
grein minni að Goethe hefði fyrst-
ur þýzkra manna gripið til sjálfs
orðsins „Weltliteratur“ og veit
ég ekki hvort nokkur hefur ýjað
að slíku, þó kann svo að vera (og
mætti gúgla þetta!). Ég nefndi
eingöngu að Goethe hefði búið til
hugtak úr orðinu „Welt literatur“.
Það hugtak hefur síðan lifað í
umræðum manna um það hvernig
skilja beri orðið heimsbókmenntir.
Eru heimsbókmenntir saman lagðar
bókmenntir allra þjóða á öllum
tímum, merkar og miður merkar,
eða eru þær eitthvað annað og þá
hvað? Í þýzku bókarklausunni frá
1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós
hvað átt er við með „Weltliteratur“.
Ég bið Gauta Kristmannsson vin-
samlegast að lesa aftur og betur en
hann virðist hafa gert þau ummæli
sem Eckermann hefur eftir Goethe
úr samræðum þeirra í Weimar 31.
janúar 1827. Hann hlýtur þá að sjá
að Goethe býr til nýtt hugtak úr
orðinu „Weltliteratur“.
Í örstuttu máli: Samkvæmt því
sem Eckermann skrásetur lagði
Goethe á efri árum þann skilning
í orðið heimsbókmenntir að þær
væru bókmenntir á nýju og víðara
menningarsviði en fyrir var hjá
hverri þjóð um sig, en í sögu legum
tengslum við þjóðar bókmenntir
(„Nationalliteratur“, orð sem
Goethe notar í skilgreiningu sinni).
Sannra fyrirmynda sé þó ávallt að
leita hjá Grikkjum að fornu, segir
hann. Sú viðmiðun hefur sumum
þótt allþröng og vísa meðal ann-
ars til þess að Goethe dáði Shake-
speare, hafði hann í engu minni
hávegum en forngrísku stórskáldin.
Tímarnir sverfa til ýmis hug-
tök. Þannig munu heimsbókmennt-
ir tákna nú á dögum framar öðru
þann hluta heildarbókmenntanna
sem gæddur er menningarlegu
áhrifagildi í heiminum frá kyni
til kyns. En þetta breytir engu um
hitt, að Goethe bjó fyrstur til bók-
menntafræðilega skilgreiningu á
orðinu heimsbókmenntir, hugtak
sem var annars konar en bláber
orðsins hljóðan.
Orð og hugtak
Menning
Hannes
Pétursson
rithöfundur