Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 44
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR28 folk@frettabladid.is Hafðu það aðeins betra Námsmönnum í Námsvild bjóðast námsstyrkir, bókastyrkir, fríar debetkortafærslur og margt fleira. Handhöfum stúdentakortsins bjóðast einnig ýmis sértilboð og afslættir svo þeir hafi það aðeins betra. Kynntu þér Námsvild í næsta útibúi eða á www.isb.is. Skannaðu strikamerkið til að sækja „appið“ í símann http://www.islandsbanki.is/farsiminn/ Sæktu „appið“ í snjallsímann þinn á m.isb.is. Hafðu bankann með þér Kærasta Simons Cowell til tuttugu ára lýsir honum sem kynóðum hundi. Hann hafi oft haldið framhjá henni en aldrei viljað viðurkenna það. Ástamál Cowells eru enn og aftur í kastljósi fjölmiðla. Bandaríska söngkonan Sinitta ræddi á mjög opinskáan hátt um samband sitt við sjónvarps- stjörnuna Simon Cowell í nýlegu tímariti People. Tilefnið var viðtal útvarpsmannsins How- ards Stern við Cowell. Þar upplýsti sjónvarps- mógúllinn að hann hefði átt nána stund með tveimur konum í einu og að hann væri ekki viss um hvort hann væri enn trúlofaður afganska förðunarmeistaranum Mezhgan Hussainy. Tals- kona Cowells brást mjög snöggt við þegar Cowell lét þessi orð falla og sagði fjölmiðlum að Cowell væri mjög annt um einkalíf sitt. Sinitta kæmi það hins vegar ekki á óvart ef Hussainy hefði gefist upp á Cowell. Sjón- varpsmaðurinn hafi aldrei verið við eina fjöl- ina felldur. „Hann hélt oft og mörgum sinnum framhjá mér og ég fann það eiginlega strax að ég gæti ekki treyst honum,“ hefur People eftir söng konunni. Sinitta var fyrsti skjólstæðing- ur Cowells en hún varð stórstjarna á meðan Cowell var að koma sér á framfæri í umboðs- mennsku og var enn tiltölulega óþekktur. Sinitta og Cowell hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina en söngkonan lýsir honum engu að síður sem kynóðum hundi. „Hann er eins og persónan í Shaggy-laginu It Wasn‘t Me. þar er náunginn alltaf gripinn glóðvolgur við framhjáhaldið en neitar alltaf sök. Þannig var Cowell. Hann elsk- ar allar konur, af öllum stærðum og gerðum.“ Cowell hefur enn ekki viljað staðfesta að sambandi hans og Hussainy sé lokið. Daily Mirror greinir hins vegar frá því að Hussainy sé flutt í „grafreit gamalla kærasta“ eins og húsið er kallað af nánum vinum sjónvarps- stjörnunnar en það er skammt frá glæsilegri villu sjónvarpsmannsins í Beverly Hills. „Ég veit ekki hvort Simon hafi hætt með henni eða hún með honum. Maður veit aldrei með hann.“ freyrgigja@frettabladid.is KYNÓÐUR SIMON COWELL STEPHEN FRY verður kynnir bresku kvikmyndaverð- launanna, BAFTA, í sjöunda sinn í febrúar á næsta ári. Hann var kynnir á árunum 2000 til 2006 við góðar undirtektir. Leikarinn tekur við keflinu af sjónvarpsmanninum Jonathan Ross. SUNDUR OG SAMAN Sinitta og Simon Cowell voru saman í tuttugu ár. Sinitta segir að Cowell hafi haldið framhjá sér með fjölda kvenna. Ástalíf Cowells er aftur í kastljósinu eftir útvarpsviðtal en þar sagðist útvarpsmaðurinn ekki viss um hvort trúlofun hans og Mezhgan Hussainy stæði enn. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Beyonce Knowles til- kynnti á dögunum að hún eigi von á barni. Nú berast fréttir af því að hún er sólgin í afar furðulegan mat á meðgöngunni, eins og vill gerast. Knowles hefur nefnilega hámað í sig banana með tómat- sósu, Bounty-ís með chili-sósu, Oreo-kex með súrum gúrk- um og brauð með bræddu súkkul- aði. Knowles ku vera svo sólgin í matinn skrýtna að eftir að hún kom fram á mynd- banda- hátíð MTV á dögunum þurfti hún hrein- lega að hlaupa af sviðinu til að byrja að háma í sig. Sólgin í skrýtinn mat Harðjaxlinn Jason Statham getur ekki beðið eftir því að vinna aftur með Sylvester Stallone. Þeir unnu saman við The Expend ables í fyrra og núna eru tökur á framhaldsmyndinni að hefjast í Búlgaríu eftir tvær vikur. „Ég skemmti mér vel með Sly. Það verður gaman að vinna með honum aftur,“ sagði Statham. Staðfest hefur verið að Dolph Lundgren og Mickey Rourke endurtaki hlutverk sín í The Expendables 2. Orðrómur um að John Travolta, Jean- Claude Van Damme og sjálfur Chuck Norris leiki í myndinni hefur einnig verið uppi. Hlakkar til að hitta Sly FURÐULEGUR SMEKKUR Beyonce Knowles er sólgin í furðulegan mat á meðgöngunni. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.