Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 6
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 UTANRÍKISMÁL Ferðum utanríkis- ráðuneytisins og undir stofnana þess hefur fækkað um ríflega þriðjung á fjögurra ára tímabili en kostnaður við ferðalögin stend- ur svo gott sem í stað vegna hruns krónunnar. Þetta kemur fram í svari Öss- urar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins. Farnar voru 537 utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins eða stofn- ana þess árið 2007, en 336 árið 2010, sem er 37,4 prósenta fækkun á utanlandsferðum. Kostnaður við ferðalögin var 98,7 milljónir árið 2007. Hann hækkaði í 140,9 milljónir árið eftir en var kominn niður í 97,9 millj- ónir í fyrra. Meðalkostnaðurinn á hverja ferð hafði samkvæmt því aukist um ríflega 75 prósent, úr 361 þúsund krónum árið 2007 í 634 þúsund krónur í fyrra. Starfsmenn ráðuneytisins og stofnanna þess fóru til samtals 123 landa á tímabilinu í margvíslegum erindagjörðum. Ekki er sundurgreint í svarinu í hvaða erindagjörðum starfsmenn ráðuneytisins og undirstofnanna þess voru í hverju tilviki en til- greint er hvers vegna hvert af ríkj- unum 123 var heimsótt. - bj Orkuskipti í samgöngum Opinn fundur um mótun vistvænnar framtíðar í samgöngum Fimmtudaginn 15. september kl. 9.00-12.30 í húsakynnum Orkustofnunar, Grensásvegi 9 9.00 Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytisins 9.15 Hvert erum við komin og hver eru næstu skref? Sverrir V. Hauksson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar 9.50 Vinnuhópar að störfum 11.45 Kynning vinnuhópa og samantekt Allt áhugafólk um mótun vistvænnar framtíðar í samgöngum er hvatt til að mæta Skráðu þig með því að senda tölvupóst á asl@os.is Takmarkað sætaframboð Frekari upplýsingar á www.graenaorkan.is Costa del sol 20. september Frá kr. 39.900 Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Costa del Sol 20. september í 8 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 39.900 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 20. september í 8 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 79.800.- Kr. 46.500 með fullu fæði m.v. 2 í herbergi á mann á Balmoral hótelinu í 8 nætur. Verðdæmi fyrir gistingu: Kr. 21.300 m.v. 4 íbúð á Apartamentos MS Alay´s á mann í 8 nætur. Verð í tvíbýli 28.800 á mann í 8 nætur. KENÍA, AP Í það minnsta 75 létust og yfir 100 til viðbótar eru slas- aðir eftir að eldur komst í bensín sem hafði lekið úr bensínleiðslu í fátækrahverfi í Naíróbí, höfuðborg Kenía í gær. Fjöldi fólks hafði safnast við leiðsluna eftir að bensín fór að leka. Ekki er ljóst hvernig eldur komst að bensíninu, en sjónarvott- ar segja að sprenging hafi orðið um klukkan níu um morgun að staðartíma. Hluti fátækrahverfisins stóð í ljósum logum eftir sprenginguna, en húsum, kofum og tjöldum hafði verið komið fyrir alveg upp við bensínleiðsluna. Joseph Mwangi, 34 ára íbúi hverfisins, sagði fréttamanni AP að hann hefði verið að gefa kúnni sinni að éta þegar hann hefði heyrt af bensínlekanum. Hann hefði farið að sækja fat til að ná sér í bensín þegar sprengingin hefði orðið. Rétt eftir að hann ræddi við fréttamanninn fann Mwangi tvö illa brunnin lík af börnunum sínum í rústum heimilis þeirra. „Þetta voru börnin mín,“ sagði hann áður en hann féll grátandi í jörðina. - bj Fátækrahverfi stóð í ljósum logum eftir að eldur komst í leka frá eldsneytislögn í Naíróbí, höfuðborg Kenía: Að minnsta kosti 75 látnir og 100 slasaðir HARMLEIKUR Björgunarmenn flytja Joseph Mwangi af vettvangi. Hann fann brunnin lík barnanna sinna tveggja í rústum heimilis þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Utanríkisráðuneytið svarar fyrirspurn þingmanns um kostnað við ferðalög: Færri ferðir en sami kostnaður ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON VIGDÍS HAUKSDÓTTIR hækkun hefur orðið á kostn- aði við hverja utanlandsferð á vegum utan- ríkisráðuneytisins á fjórum árum. 75% KJÖRKASSINN Ferð þú í réttir? Já 17,7% Nei 82,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Finnur þú fyrir óþægindum í öndunarvegi þegar svifryk er mikið í umhverfi þínu? Segðu þína skoðun á Vísi.is NEYTENDUR Neytendastofa hefur bannað þrjár útvarpsauglýsingar í auglýsingaherferð fyrir kvikmynd- ina Algjör Sveppi og Töfraskápur- inn. Hreyfimyndasmiðjan ehf. er framleiðandi auglýsinganna og kvikmyndarinnar sjálfrar. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að auglýsingarnar eru taldar brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetn- ingu. Talið var augljóst að þær fælu í sér beina hvatningu til barna til að kaupa aðgang að kvikmyndinni. Stofnuninni hafi borist athuga- semdir frá neytendum vegna aug- lýsinganna og því hafi málið verið skoðað. Hreyfimyndasmiðjunni var send athugasemd í byrjun septem- ber vegna tveggja útvarpsauglýs- inga fyrir kvikmyndina. Voru þær teknar úr umferð í kjölfarið og ný send út. Neytendastofa taldi þriðju auglýsinguna einnig brjóta gegn lögum og var hún því einnig tekin úr umferð. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, segir þetta í fyrsta sinn sem stofnuninni berist ábend- ingar sem þessar er varða auglýs- ingar til barna. „Það eru strangar reglur er varða börn og auglýsingar og það er nauð- synlegt að vera meðvitaður um það,“ segir Þórunn. „En fyrst þess- ar þrjár auglýsingar eru ekki leng- ur í loftinu geri ég ekki ráð fyrir því að það verði nein eftirmál.“ Bragi Þór Hinriksson, fram- kvæmdastjóri Hreyfimyndasmiðj- unnar og leikstjóri kvikmyndarinn- ar, segist ekki hafa áttað sig á því að gömlu auglýsingarnar væru ekki í samræmi við lög. „Við tókum auglýsingarnar úr umferð um leið og við fengum úrskurðinn. Þær voru allar þrjár réttilega bannaðar og við fram- leiddum því nýjar auglýsingar sem ég vona og held að séu í samræmi við lögin,“ segir hann. Varðandi þriðju auglýsinguna, sem einnig var bönnuð, segir Bragi að hún hafi verið sett fram sem saklaust grín. Spilun á henni hafi verið hætt um leið og seinni úrskurðurinn kom frá Neytendastofu. sunna@frettabladid.is Sveppa bannað að tala beint til barna Neytendastofa hefur úrskurðað að útvarpsauglýsingar fyrir kvikmyndina Al- gjör Sveppi og töfraskápurinn hafi brotið gegn lögum þar sem í þeim er talað beint til barna. Framleiðandi hefur tekið umræddar auglýsingar úr umferð. SVERRIR ÞÓR SVERRISSON Auglýsingar þar sem Sveppi talar beint til barna hafa nú verið bannaðar af Neytendastofu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Mig langaði bara að se … Obobob þetta er bannað.“ Auglýsing 1. „Hæ krakkar þetta er Sveppi. Ég ætlaði bara að segja ykkur að Alger Sveppi og Töfraskápurinn, nýja myndin okkar, hún verður frumsýnd 9. september í Sambíóunum. Ég veit að það eru margir búnir að bíða spenntir eftir þessari mynd en núna getið þið hætt að bíða og bara farið í bíó. Sjáumst. Já og góða skemmtun, hún er alveg hrikalega skemmtileg, eða það finnst mér.“ Auglýsing 2. ,,Hæ krakkar þetta er Sveppi hérna mig langaði bara að se … Obobob þetta er bannað. Nú. Kæru foreldrar væruð þið til í að segja b … Þetta er bannað. Nú. Kæru Íslendingar það er mér sönn ánægja. *Hlátur* Á gráu svæði. Já. Þú sem ert að hlusta: Algjör Sveppi og Töfraskápurinn verður frumsýnd í Sambíóunum á föstudaginn næsta um land allt. Má það eða? *Tónlist*.“ Auglýsing 3. „Gagnrýnendur eru á einu máli. Þeir eru allir mega-spenntir fyrir hinni stórkostlegu ævintýra- mynd Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Komin í bíó, í Sambíóunum um land allt. Þetta var flott hjá þér. Já.“ Heimild: Neytendastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.