Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 27
meistaradeild evrópu ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 3 Það þekkja allir Messi, Rooney, Ronaldo og Torres. En hvaða leikmenn eiga eftir að koma mest á óvart í Meistaradeildinni í vetur? Arnar Björnsson, einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, bendir á 11 leikmenn sem áhorfendur ættu að taka vel eftir í vetur. „Það eru margir leikmenn sem gætu sett skemmtilegan svip á keppnina og skotið sér upp á stjörnuhimininn í vetur,“ segir Arnar. Þjóðverjinn Mario Götze var lykil maður í sigri Borussia Dort- mund í þýsku Bundesligunni síðast- liðinn vetur. „Grunnurinn er til staðar og hann er ótrúlega góður miðað við aldur og getur orðið ein af stórstjörnunum í boltanum.“ Eden Hazard, kantmaður Lille, spilaði einnig stórt hlutverk þegar lið hans tryggði sér óvæntan sigur í frönsku deildinni. „Hazard var einn heitasti leikmaðurinn á mark- aðinum í sumar og það er spurn- ing hvað hann verður lengi hjá Lille. Annar leikmaður sem áhorf- endur ættu að gefa gaum er Dan- inn Christian Eriksen. Það verður gaman að sjá hann með Kolbeini Sigþórssyni. Tveir frábærir leik- menn sem hafa alla burði til að ná enn lengra.“ Einn leikmaður sem hefur komið Arnari á óvart í vetur er Phil Jones, varnarmaður Manchester United. „Það er ljóst að Ferguson hefur veðjað á réttan leikmann og hann hefur staðið sig betur en ég reiknaði með. Smell- passar í United-liðið.“ „Juan Mata lærði fræðin hjá Real Madrid og gæti orðið einn af lykilmönnum Chelsea í vetur og Kóreumaðurinn Park Chu-Young gæti spilað stórt hlutverk hjá Arsenal. Ég sá hann spila nokkra leiki með Mónakó og hann kemur með nýja vídd inn í enska boltann.“ Einn áhugaverðasti mark- vörðurinn í Meistaradeildinni er Manuel Neuer hjá Bayern. „Það verður forvitnilegt að sjá hvort forráðamenn Manchester United eigi eftir að naga sig í handar bökin fyrir að hafa ekki keypt Neuer í sumar.“ „Giuseppe Rossi hjá Villarreal hefur ótrúlegt markanef og verð- ur gaman að fylgjast með honum kljást við stóra og sterka varnar- menn í Meistaradeildinni. Fábio Coentrão er fjölhæfur leik maður og gæti gert gæfumuninn fyrir Real Madrid. Hann var að mínu mati besti maður Portúgala hér á Laugardalsvelli gegn Íslendingum. Marek Hamšík er stórskemmti- legur sóknarmaður hjá Napoli og João Moutinho hjá Porto er alvöru- miðjumaður og gæti orðið stórt númer í Evrópuboltanum.“ Götze verður STÓRSTJARNA MARIO GÖTZE Borussia Dortmund Fæddur: 3. júní 1992 (19 ára) Staða á velli: Sóknartengiliður Næsta stórstjarna Þýskalands og efstur á óskalista Manchester United. Hefur þegar stimplað sig inn í þýska landsliðið. EDEN HAZARD Lille Fæddur: 7. janúar 1991 (20 ára) Staða á velli: Kantmaður Eldfljótur og leikinn Belgi sem Arsenal reyndi að kaupa í sumar og Liverpool freistaði þess að fá forkaupsrétt á. CHRISTIAN ERIKSEN Ajax Fæddur: 14. febrúar 1992 (19 ára) Staða á velli: Sóknartengiliður Efnilegasti Dani sem komið hefur fram í síðan Michael Laudrup sló í gegn. Yngsti leikmaðurinn á HM 2010. JUAN MATA Chelsea Fæddur: 28. apríl 1988 (23 ára) Staða á velli: Kantmaður/framherji Upp alinn hjá Real Madrid, sló í gegn hjá Valencia og seldur til Chelsea fyrir 23,5 milljónir punda. MAREK HAMŠÍK Napoli Fæddur: 27. júlí 1987 (24 ára) Staða á velli: Sóknartengiliður Besti leikmaður Slóvakíu frá upphafi. Kom til Brescia aðeins 17 ára og seldur til Napoli fyrir 5,5 milljónir evra 2007. MANUEL NEUER Bayern Munchen Fæddur: 2 7. mars 1986 (25 ára) Staða á velli: Markvörður Var frábær milli stanganna hjá Schalke og Bayern borgaði 18 milljónir evra fyrir hann í sumar. GIUSEPPE ROSSI Villarreal Fæddur: 1. febrúar 1987 (24 ára) Staða á velli: Framherji Fæddur í New Jersey í Bandaríkjunum, lék í unglingaliðum Man. Utd og er orðinn lykilmaður í ítalska landsliðinu. PHIL JONES Manchester United Fæddur: 21. febrúar 1992 (19 ára) Staða á velli: Miðvörður Hefur leikið frábærlega með United í upphafi tímabilsins. Þykir líklegur sem framtíðarfyrirliði enska landsliðsins. FÁBIO COENTRÃO Real Madrid Fæddur: 11. mars 1988 (23 ára) Staða á velli: Vinstri bakvörður Portúgalskur landsliðsmaður sem Real Madrid borgaði 30 milljónir evra fyrir í sumar. Getur einnig leikið á kantinum. PARK CHUYOUNG Arsenal Fæddur: 10. júlí 1985 (26 ára) Staða á velli: Framherji Fyrirliði landsliðs Suður-Kóreu. Kom frá Mónakó, þar sem hann skoraði 25 mörk í 91 deildarleik á þremur árum. JOÃO MOUTINHO Porto Fæddur: 8. september 1986 (24 ára) Staða á velli: Miðjumaður Leikstjórnandi Porto sem sigraði í Evrópudeildinni og ofarlega á óskalista stærstu liða Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.