Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 31

Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 31
Enginn Íslendingur hefur verið í sigurliði í UEFA-bikarnum eða Evrópukeppni bikarhafa. Þær keppnir voru sameinaðar árið 1999 undir nafni UEFA-bikarsins, sem breyttist síðan í Evrópudeild- ina (UEFA Europa League) árið 2009. Arnór Guðjohnsen komst tvisvar í úrslitaleik með Ander- lecht, einu sinni í UEFA-bikarnum og einu sinni í Evrópukeppni bikarhafa, en tapaði í bæði skiptin. Arnór var á sínu fyrsta tímabili með Anderlecht, 1983-84, þegar liðið komst í úrslitaleik UEFA- bikarins og mætti þar Tottenham. Arnór hafði glímt við meiðsli allan veturinn og lék ekki fyrri leikinn sem fram fór í Belgíu og endaði 1-1. Hann kom inná sem varamaður í leik liðanna á White Hart Lane en leikur inn endaði einnig með jafntefli og eftir fram- lengingu var gripið til vítaspyrnu- keppni. Staðan var 4-3 fyrir Tottenham þegar komið var að Arnóri að taka fimmtu vítaspyrnu liðsins en Tony Parks varði spyrn- una og Tottenham fangaði sigri. Anderlecht komst í úrslit í Evr- ópukeppni bikarhafa vorið 1990 og mætti þar Sampdoria. Leikur- inn endaði með markalausu jafn- tefli en Gianluca Vialli tryggði Sampdoria titilinn með tveimur mörkum í framlengingu. Ásgeir Sigurvinsson lék til úr- slita í UEFA-bikarnum með Stutt- gart árið 1989 en tapaði fyrir Diego Maradona og félögum hans í Na- poli. Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri Napoli á Ítalíu og sá seinni, sem fram fór í Stuttgart, endaði 3-3. evrópudeildin ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 7 Eiður Smári Guðjohnsen gekk til liðs við gríska félagið AEK í Aþenu í sumar og það mun væntanlega mæða mikið á honum í Evrópudeildinni í vetur. Fyrsti leikur liðsins í riðlakeppninni, gegn Anderlecht, verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudag. Íslendingar hafa aldrei áður sýnt grískum fótbolta eins mikinn áhuga og nú. Arnar Grétarsson var óvænt ráðinn yfirmaður knatt- spyrnumála AEK í mars 2010. en hann lék með liðinu á árunum 1997 til 2000. Í sumar fékk Arnar bæði Eið Smára og varnarmann- inn Elfar Frey Helgason til liðs við AEK og þar á bæ eru bundn- ar miklar vonir við Íslendingana. HEIMSÆKIR ÆSKUSLÓÐIR Fyrsti leikur AEK í Evrópudeild- inni er gegn Anderlecht í Belgíu á fimmtudag. Sama dag fagnar Eiður Smári 33 ára afmæli sínu, en hann er fæddur 15. september 1978. Eiður Smári ætti að þekkja vel til á þessum velli því þar gerði Arnór faðir hans garðinn frægan með Anderlecht á árunum 1983- 1990. Arnór náði hátindi ferilsins með Anderlecht veturinn 1986- 1987 þegar hann varð belgískur meistari með liðinu, markahæsti leikmaður deildarinnar og valinn besti leikmaðurinn í Belgíu. Á þessum árum steig Eiður Smári sín fyrstu skref í fótboltanum. Á meðan Arnór lék með Anderlecht spilaði Eiður Smári með drengja- liði í bænum Brussegem þar sem fjölskyldan bjó skammt fyrir utan Brussel. Hann var aðalmarka- skorari liðsins og sýndi strax mikla knattspyrnuhæfileika. Á sumrin lék hann síðan með ÍR á Íslandi. LEIKJAHÆSTUR ÍSLENDINGA Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eiður Smári mætir Anderlecht í Evrópukeppni því hann var í liði Chelsea sem lék gegn Anderlecht í Meistaradeildinni í nóvember 2005. Chelsea sigraði 2-0. Eiður Smári er langleikja- hæstur íslenskra leikmanna í Meistaradeildinni, en hann lék 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona á árunum 2003-2009. Þá eru ekki með taldir þrír leikir og eitt mark í undan- keppni Meistara deildarinnar. Hann lék einnig sjö leiki og skor- aði þrjú mörk í UEFA-keppninni með Chelsea á árunum 2000-2002. Eiður Smári er einnig eini Ís- lendingurinn sem hefur verið í sigur liði í Evrópukeppni en hann sat reyndar á bekknum allan tím- ann í úrslitaleik Barcelona og Manchester United árið 2009. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN OG FÉLAGAR HANS Í AEK FRÁ AÞENU MÆTA ANDERLECHT Í EVRÓPUDEILDINNI Á FIMMTUDAG Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT Eiður Smári Guðjohnsen verður 33 ára á fimmtudag þegar hann leikur með AEK gegn Anderlecht. Þessi lið mættust einnig í Evrópudeildinni í fyrra og þá hafði Anderlecht betur, 3-0 í Belgíu og liðin gerðu síðan 1-1 jafntefli í Aþenu. MYND AEK Mætir Anderlecht á afmælisdaginn Eiður Smári Guðjohnsen Fæddur: 15. september 1978 (32 ára) Ferill: 1994 Valur 17 7 1994-1998 PSV Eindhoven 13 3 1998 KR 6 0 1998-2000 Bolton 55 18 2000-2006 Chelsea 185 54 2006-2009 Barcelona 72 10 2009-2010 Mónakó 9 0 2009-2010 Tottenham 11 1 2010-2011 Stoke 4 0 2010-2011 Fulham 10 0 Landsleikir: Ísland 67 24 Arnór lék tvisvar til úrslita og Ásgeir einu sinni ● ÍSLENDINGARNIR Í GRÍSKA BOLTANUM Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason leika með AEK frá Aþenu í Evrópu deildinni og Arnar Grétars- son er einn af æðstu stjórnendum liðsins. ● Sigurður Grétarsson, bróðir Arnars, varð fyrstur Íslend- inga til þess að leika í gríska boltanum þegar hann gekk til liðs við Iraklis sumarið 1984. Liðið lék í efstu deild og Sigurður skoraði nokkur mörk og vakti athygli fyrir frammistöðu sína. Eftir eitt ár í Grikklandi var hann seldur til Luzern í Sviss. ● Ríkharður Daðason var lánaður frá KR til Kalamata í grísku 1. deildinni snemma árs 1997 og lék með liðinu frá febrúar til aprílloka. Hann spilaði tíu leiki og skoraði eitt mark í efstu deild áður en hann fór aftur til KR. ● Arnar Grétarsson gekk til liðs við AEK frá Leiftri sumarið 1997. Á fyrsta tíma- bili hans í Grikklandi varð liðið í 3. sæti og komst í 8-liða úrslit í Evrópukeppni bikar hafa. Tímabilið 1998-99 lenti liðið í 2. sæti og spilaði í UEFA-bikarnum og á þriðja og síðasta árinu varð liðið bikar meistari en hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Alls lék hann 67 deildarleiki og skoraði eitt mark. Hann hélt síðan til Lokeren í Belgíu sumarið 2000. ● Kristófer Sigurgeirsson fór frá Fram til Aris í október 1998 og lék þar út tímabilið, alls 15 deildarleiki. ● Helgi Sigurðsson lék í tvö ár með Panathinaikos. Hann kom til liðsins frá Stabæk í Noregi fyrir 127 milljónir króna í ágúst 1999 en átti erfitt með að festa sig í sessi hjá félaginu og á tveimur árum spilaði hann aðeins 29 deildarleiki og skoraði tíu mörk. Hann var seldur til Lyn í Noregi fyrir 30 milljónir króna sumarið 2001. Arnór Guðjohnsen (neðri röð, lengst til hægri) með leikmönnum Anderlecht fyrir úrslitaleikinn gegn Sampdoria í Evrópukeppni bikarhafa 1990. MYNDIR NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.