Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 12

Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 12
að nemendur yfirgæfu skóla sína með sama hugarfari og hann yfirgaf þennan skóla, sem á aldarafmæli núna. „Mér er það efunarlaust mál, að þau hjónin, Einar og Matthildur, voru ágætir kennarar, og ég efa það ekki heldur, að það var fyrir áhrif frá GerðaSkóla, að ég bauzt í það, umkomulaus og vesæll, að reyna að afla mér rneiri menntunar. Sennilega er það fyrir þau áihrif, að ég hef orðið þó það, sem ég hef verið“. Þegar Sveinn kom síðan aftur að þess- um skóla, eftir 38 ár, þá sem kennari, sagði 'hann, að andað hefði á móti hon- um vinsemd og hlýju. Sú vinsemd entist honum í þau 11 ár, sem hann kenndi héi og ef til vill sagði Sveinn, að honum ent- ist hún enn. „Kæru Garðbúar, ég er ykkur óum- ræðilega þakklátur fyrir alla þessa hlýju og allt sem þið gefðuð fyrir mig á meðan ég var hérna. Viljið þið muna það, að það er kennurunum einhver mesta upp- örvun og gerir þá áð betri kennurum, að eiga samúð og vináttu fólksins, og að hagur fólksins standi í kringum skólann og sé honum vinveittur“. Að lokum þakkaði Sveinn samkenn- urum sínum og öðrum þeim, sem með skólamál fóru, fyrir góða viðkynningu, og svo Garðbúum öllum. Einnig minnt- ist Sveinn á barnastúkuna og gat Unu Guðmundsdóttur þar sérstaklega fyrir hennar óeigingjarna starf í þágu Regl- unnar. ÞORSTEINN GÍSLASON, kennari og fyrrum skólastjóri, vildi ekki láta Þorstcinn Gisloson hjá líða áð þakka ágætt boð og veitingar. Rifjaði Þorsteinn upp gamlar minningar frá Gerðaskóla, þegar hann var nemandi þar og einnig frá skólastjóraárum sínum, og kom þar margt skemmtilegt fram. Af samkennurum sínum þakkaði hann Hall- dóru Ingibjörnsdóttur fyrir það fordæmi, sem hún hefur gefið í þau 28 ár, sem hún hefur starfað við Gerðakóla, með sinni ástundun, samvizkusemi og stund- vísi. Það eru beztu einkenni til eftir- breytni fyrir nemendur og kennara. Þor- steinn óskaði Gerðaskóla til hamingju á þessum tímamótum og vonaði að gæfa og gengi fylgdi honum á ókomnum árum. Frú Ásdís Kóradóttir FRÚ ÁSDÍS KÁRADÓTTIR sagði í upphafi ræðu sinnar, að hvert einasta foreldri óskaði þess að barnið sitt yrði hamingjusamt, og reyndi að leiðbeina því og gefa því það bezta sem það á, í veg- arnesti. Hún sagðist vilja minnast á það við foreldrana, að þótt skólarnir væru góðir nú, þá jafnaðist ekkert á við það nám og þau áhrif, sem börnin fá frá foreldrum sínum. Skólar og heimili þyrftu að vinna saman og koma til móts við hvort annað til þess að auðga og þroska barnið og til þess að móta það og gera það að hæfum einstaklingi. „Þegar ég lít til baka minnist ég þess, að foreldrar mínir lögðu mikla rækt við að vekja hjá okkur börnunum ættjarðar- tilfinningu, — ættjarðarástina. Þau kenndu okkur kvæði og ljóð eldri skáld- anna, sem enn eru sungin, og þessi ljóð og kvæði munum við“, sagði Ásdís, og vildi minnast á það við foreldrana, að rækta ættjarðarástina með börnum sín- um. Það væri ein dýrasta perlan, sem hægt væri að eignast. SIGURBERGUR H. ÞORLEIFSSON, hreppstjóri, sagði m.a., að atvikast hefði svo, að það hefði komið í hans hlut að taka þátt í störfum skólans, í lok hvers kennslutímabils, í um 25 ár. Á þessu tímabili sagðist hann hafa hlotið dýr- mæta reynslu og honum verið mikill á- vinningur að kynnast og starfa með skólastjórum og kennurum skólans. „Mínar ljúfustu minningar frá starfi mínu við skólann, er samstarfið og kynningin við æskuna — börnin. Það er orðinn stór hópur, sem ég hef átt samleið með öll árin. Þáð birtir yfir og vermir, að njóta áhrifa frá þessu tímabili, að finna gleðina og sakleysið. í þessu sambandi get ég tileinkað mér spakmæli, sem er á þessa leið: „Gleðibros barnsins er svipað og morgunroðinn, sem kastar geislum sín- um yfir blómskrýdd engi“. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þá menn, sem stofnuðu skólann, og þáð fólk, sem hefur lagt fram krafta sína og kennt við skólann. Sennilega er ekkert starf í þjóð- félaginu jafn vandasamt og starf kenn- ara og krefst jafn mikillar þolinmæði. Þetta byggðarlag er svo lánsamt, að hing- áð hefur valizt gott fólk til starfa við skólann". Um gildi náms sagði SigurbergUr, áð ekki þyrfti að ræða, það væri öllum ljóst. Þeir sem að byggju í Garðinum, stæðu í mikilli þakkarskuld við þá framsýnu menn, sem byggðu og stofnuðu skólann og síðan hefðu margir fetað í fótspor þeirra. Sigurbergur H. Þorleitsson 184 F A X I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.