Faxi - 01.12.1972, Page 13
Síra GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
prestur á Útsflcálum, sagðist vilja undir-
strika, a’ð það væri vissulega merkisat-
burður fyrir byggðarlagið, þegar minnzt
er hundrað ára afmælis Gerðaskóla. Bkki
sízt fyrir þá sök, eins og fram hefur kom-
ið, að hann er einn af elztu barnaskól-
um landsins.
Sr. Guðmundur Guðmundsson
Öllum verður okkur hugsað með þakk-
læti til hins merka kennimanns og menn-
ingarfrömuðar, síra Siguiðar P. Sívertsen,
sem af einskærri fyrirhyggju og atorku-
semi, lagði grundvöllinn að Gerðaskóla
fyrir einni öld — einmitt á þeim tímum,
sem alþýða manna átti þess engan kost
að njóta bóklegrar fræðslu, eða fá sval-
að fróðleiksþorsta sínum og menntunar-
þrá, sem löngum hefur verið ríkur þáttur
í fari íslendinga.
Eins og fram hefur komið, hafa marg-
ir merkir og mætir skólastjórar og kenn-
arar starfað við Gerðaskóla frá öndverðu,
en miklu fleiri eru þó þeir nemendur,
sem þáðan hafa útskrifazt með góða
undirstöðu fyrir lífið, og á þessari stundu
eru það áreiðanlega margir, sem hugsa til
baka, þegar þeir sem börn sátu á skóla-
bskk, og minnast þeirra stunda með hlý-
hug og þákklæti. Að lokum sagðist Guð-
mundur vona, að Gerðaskóli mætti sem
r. ..... —'.......- . . ...
V
fyrr veita uppvaxandi kynslóðum, góða
uppfræðslu og gott veganesti út á lífs-
brautina um langa framtíð. Megi blessun
og gifta fylgja störfum Gerðskóla um ó-
komna framtíð.
Að ræðu síra Guðmundar lokinni,
þakkaði Jón Ólafsson, skólastjóri, gest-
um fyrir komuna og hlý orð í garð skól-
ans, svo og gjafir. Einnig þakkaði hann
öllum iþeim, sem lagt höfðu hönd á plóg-
inn í sambandi við hátíðarhöldin, og
sagði samkomunni í tilefni aldarafmælis
Gerðaskóla slitið.
SUÐURNESJAMENN!
Oskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar
á Suðurnesjum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs.
Þökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum.
Byggingaverktakar Keflavíkur hf.
HEILSUVERND
Billesholm heyrnarvörn gegn hóvaða
í verksmiðjum og vélaverkstæðum er
viðurkennd af heilbrigðiseftirlitinu.
Kr. 54.00 hver pakki.
APÓTEK KEFLAVÍKUR
Minnigarspöld Krabbameinsfélagsins
fást í Apóteki Keflavíkur
GLEÐILEG JÓL!
Gott og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin
á liðna árinu.
SAMVSNNUBANKINN,
Keflavík
F A X I
185