Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Síða 24

Faxi - 01.12.1972, Síða 24
og hafa birzt eftir hann greinar í blöðuni og tímaritum. í þessu sambandi má geta þess, áð hann skrifaði óvenju vandaða rithönd. Hann var einnig mikill áhugamaður um flesta hluti er til framfara mátti horfa í byggðarlagi sínu, og sérhverju góðu málefni vildi hann leggja lið. Þann- ig studdi hann á margan veg, bæði með fjárframlögum og fjáröflunum, margvís- lega félagsstarfsemi í byggðarlaginu, svo sem starfsemi kvenfélagsins og slysa- varnadeildar kvenna, en geta má þess, að kona hans, Jórunn Ólafsdóttir, var einnig óvenju virkur og góður starfskraft- ur í þessum félögum. Þorlákur studdi ekki einungis félögin, heldur tók hann sjálfur þátt í leiklistar- starfseminni á vegum kvenfélagsins að öllum þeim stuðningi í orði og verki og fómfúsum framlögum, er hann lét í té til jólatrésskemmtana barnanna hér í byggð- arlaginu alla tíð, enda sérstaklega barn- góður maður. Mikill tónlistarunnandi var Þorlákur og jafnan minntist hann þess með mik- illi gleði og þakklæti frá barnaskólaárum sínum, þegar Bjarni heitinn Jónsson, kennari — síðar meðhjálpari i dómkirkj- unni, — kom með fiðluna sína í skól- ann, til þess að kenna nemendum sínum. Ungur eignaðist Þorlákur hljóðfæri og lærði orgelleik hjá Sigfúsi Einarssyni, tón- skáldi. Þennan mikilhæfa kennara sinn mat hann mjög mikils, enda mun hann hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá honum. Hann beitti sér einnig fyrir fjáröflun í því skyni að kaupa hljóðfæri í barnaskól- ann, því að segja mátti að tónlistin ætti hug hans og hjarta. Hann var einnig org- anisti í Útskálakirkju um árabil og raun- ar á sama tíma í Hvalsneskirkju. Varð hann oft mikið á sig að leggja í þessu starfi, þar sem ferðalög voru með all mjög öðrum hætti, frá því sem nú er orðið. Árið 1952, löngu eftir að Þorlákur hafði látið af organistastörfum við kirkj- una, varð hann söngstjóri kirkjukórsins og rækti það starf af einstakri alúð og dugnaði, svo sem öll önnur störf sem hann tók að sér. Þessu starfi gegndi hann í allmörg ár, en varð áð láta af því vegna veikinda. Þá má geta þess, að Þorlákur var lengi hringjari við Útskála- kirkju og safnaðarfulltrúi Útskálasafnað- ar var hann frá 1953 til dauðadags. Þorlákur var mikill og sannur vinur kirkjunnar, framúrskarandi kirkjurækinn og bar hag kirkjunnar mjög fyrir brjósti. Árið 1960 stofnaði hann sjóð til kaupa á pípuorgeli í kirkjuna með höfðinglegri minningargjöf um konu sína, Jórunni Ól- afsdóttur. í hreppsnefnd átti Þorlákur sæti í mörg ár. Veit ég, að þar hefur hann barizt fyrir mörgum góðum málefnum, er verða mættu byggðarlaginu til blessun- ar og framfara. Og áreiðanlega hefur þessi hjálpsami og góðhajrtaði maður ekki gleymt þeim einstaklingum eða heimilum, sem við skarðan hlut áttu að búa, eða sérstaka erfiðleika við að stríða. Sem heimilisfaðir var Þorlákur sér- staklega umhyggjusamur, og snyrti- mennska hans í allri umgengni einstök, bæði á heimilum og utan þess. Foreldra sína mat hann mikils og mikið og náið samband var á milli hans og bróðurins. Börnunum, sem hann gekk í föðurstað, reyndist hann allar stundir sérstaklega vel, svo og bamabörnum sínum, og nú síðustu árin tók hann ástfóstri við litla dóttur stjúpdóttur sinnar. ^ Gbstnsinn var hann og gláður heim að sækja, enda dvöldust oft gestir á heimili hans, einkum vandamenn, um lengri eða skemmri tíma. Hann bar venzlamenn fyrir brjósti og tryggur vinur vina sinna var hann allar stundir. Heimilislífið í Akurhúsum var að sumu leyti sérsætt. Húslestrar og passíusálmar vom lesnir á föstunni, fram á hin síðari ár, sennilega löngu eftir að slíkt var af- lagt á öðram heimlium, bæði hér og ann- ars staðar. En þetta, með öðru, sýndi hve Þorlákur stóð jafnan föstum fótum í gamla tímanum, enda þótt hann á hinn bóginn væri einnig fljótur og fús að til- einka sér tækni og nýjungar samtímans. Hjónin voru mjög samhent í því að gera heimilið fagurt og vistlegt, og geta má þess, að hér á fyrri árum, meðan fá- tækt og skortur var víða ríkjandi, voru þau vön að senda unga fósturdóttur sína með gjafir og glaðning til einstakra gam- almenna og fátækra barna hér í byggð- arlaginu. Þá má ekki gleyma því, hversu Þorlákur mat síðari eiginkonu sína og hversu frábærlega vel hún reyndist hon- um í veikindum hans og raunar allar stundir nú á hans efri árum. Þorlákur var mikill og einlægur trú- maður. Sýndi hann það ekki aðeins með sinni fórnfúsu þjónustu við kirkju sína, heldur einnig í einkalífi sínu. Þannig mun trúin oft hafa veitt honum huggun og styrk á erfiðleika- og raunastundum, ekki sízt þegar hann, fyrir tveimur ár- um missti son sinn, sem honum var ávallt svo einkar kær. Á unga aldri mun hann hafa orðið fyrir miklum og sterkum trúaráhrifum, er hann eitt sinn kom dauðþreyttur heim af sjónum, en vildi ekki láta hjá líða að ganga í guðshús. Var þetta í Reykjavík, og hlýddi hann á messu hjá síra Jóhanni Þorkelssyni í Dómkirkjunni. Hafði sú kirkjuganga og þau orð, er þar vora flutt, mótandi áhrif á allt hans líf. Trú sína rækti Þorlákur að gömlum sið — ekki aðeins með lestri Guðsorðs í heimahús- um, eins og fyrr er getið, heldur mátti aldrei vinna á sunnudögum, hvorki breiða hey né fisk. Þannig var honum í sannleika ljúft að halda hvíldardaginn heilagan. Hér hefur verið drepið á það, hversu mikið kristin trú var Þorláki bæði í at- höfn og innra lífi. Hann trúði á Drottin sinn og Frelsara, og því getum vér með sanni sagt um Þorlák Benediktsson lát- inn. Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja, þeir skulu fá hvíld erfiði sínu,' því að verk þeirra fylgja þeim. JÓRUNN SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTT- IR var fædd 16. des. 1890, í Miðhúsum á Vatnsleysuströnd. Voru foreldrar henn- ar hjónin Ólafur Þorleifsson og Valgerð- ur Björnsdóttir, er þar bjuggu. Jórunn ólst upp í foreldrahúsum ásamt systur sinni, Þóreyju, er var fimm áram yngri. Hinn 22. desember árið 1900 fór fáðir hennar að heirnan frá sér til þess að leita kinda, er hann átti á Vatnsleysu- strandarheiði, en kom aldrei heim aftur, þrátt fyrir ítrekaða leit. 30 árum síðar fannst hann í gjá í áðunefndri heiði. Eftir lát manns síns dvaldist Valgerður í eitt og hálft ár í Miðhúsum með dætur sínar, en fluttist þá suður í Njarðvíkur til Andrésar Grímssonar, er var vinnu- maður í Innri-Njarðvík, og reistu þau bú að Ólafsvöllum í Innri-Njarðvík. Reyndist Andrés Valgerði jafnan mjög vel, og dætrum hennar sem bezti faðir, nærgætinn og umhyggjusamur. Jórann fór snemma að vinna fyrir sér á ýmsum stöðum, enda snemma áhuga- sönr og dugleg að bjarga sér á eigin spýtur. En jafnan var hún heimilisföst hjá móður sinni, þar til hún fluttist haustið 1913 út í Garð, að Akurhúsum, til Þorláks Benediktssonar. Þar hófu þau búskap og giftust 14. febrúar 1914. 196 — F A X I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.