Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1972, Side 25

Faxi - 01.12.1972, Side 25
Þegar kraftar og heilsa Valger'ðar voru á þrotum, fluttist hún til dóttur sinnar og tengdasonar að Akurhúsum, og dó þar árið 1941, en Andrés fluttist til Þóreyjar að Akurgerði í Innii-Njarðvík, og var þar til dauðadags, en hann lézt árið 1946. Alla ævi var Jórunn heitin heilsu- hraust, en um það bil hálfu ári fyrir andlát sitt tók hún að kenna sjúkleika, er smátt og smátt ágerðist og varð hún tvisvar að fara á sjúkrahús í Reykjavík og dvaldi þar um hríð án þess að fá bata. Síðan kom hún heim en varð brátt aftur að fara á sjúkrahúsið í Keflavík, og þar andaðist hún eftir 7 vikna þunga sjúk- dómslegu, hinn 13. nóv. 1959, á 69. aldursári. Jórunn var aðeins 10 ára gömul er hún missti föður sinn á svo sviplegan og sorglegan hátt, eins og fyrr er frá greint. Mun þessi viðburður hafa haft djúptæk áhrif á unga sál hennar. Einnig mun hún þá, eftir að faðirinn, fyrirvinna heimilis- ins, var dáinn, hafa fundið hjá sér ennþá ríkaii hvöt til þess áð hjálpa fátækri móður sinni og létta henni störfin og þá byrði, er á hana var lögð við sviplegan missi manns hennar. Kom sér þá vel, að Jórunn var að eðlisfari mjög starfsöm og viljug til allra verka og hlífði sér aldrei að hvaða vinnu sem hún gekk. Síðar eftir að hún var farin að vinna hjá öðr- um og raunar alla hennar ævi, fylgdu henni þessir góðu eiginleikar dugnaðar, athafnasemi og starfsgleði, og auk þess var hún framúrskarandi fyrirhyggjusöm og hagsýn. Það var því ekki að ófyrir- synju að hún var rnjög eftirsótt til vinnu og þeir, sem hún vann hjá, gáfu henni bezta vitnisburð og mátu hana mikils. Og eftir að hún giftist var hún manni sínum ómetanleg stoð og styrkur í öllum hans störfum, hvort heldur var við útgerð eða búskap, ávallt reiðubúin að hjálpa og starfa af sínum alkunna dugnaði og ó- sérhlífni, svo af bar. — En hjálpsemi hennar náði vissulega lengra en til eig- inmannsins og heimilisins. Hún var hvar- vetna boðin og búin til aðstoðar og hjálpar. Það var ekki sízt að nágrannar hennar nytu þar góðs af, enda mátu þeir hana mikils og sömuleiðis það fólk, er dvaldi á heimili hennar. Þegar kvenfélagið Gefn var stofnað árið 1917, gekk hún í það, enda félags- lynd t eðli stnu. Og allan tímann frá stofnun þessa félags, vann hún því mjög vel, ávallt reiðubúin og fús til að fórna vinnu og tírna í þjónustu þess og leysti það starf setn henni var falið að vinna. hjá þessu félagi, af hendi með sérstakri árvekni, álúð og prýði. Einnig var hún einn af stofnendum slysavarnadeildlar kvenna hér í byggðarlaginu og var þar alla tíð mjög traustur og góður félagi og gjaldkeri þess í 11 ár. Eins og heimili sínu vann hún þessum félögum af ein- stökum dugnaði, fórnfýsi og ósérhlífni. Jóiunn heitin var trygglynd og vina- föst. í eðli sínu var hún glaðlynd og hreinskilin og sagði oft meiningu sína umbúðalaust, því að hún var kona ein- örð og heilsteypt í orði og verki. En inni fyrir sló þó viðkvæmt hjarta, — þannig bar hún nærna tilfinningu í brjósti fyrir smælingjunum og vildi hjálpa þeim og gera þeim gott, mun enda oft hafa gert það, þótt á fárra vitorði væri. Sömuleiðis var hún einkar barngóð og hafði yndi af börnum. A jólatrésskemmtunum kvenfé- lagsins hafði hún ávallt eitthvað meðferð- is til þess að gleðja börnin, og á þeim stundum tók hún innilega þátt í gleði þeirra. Börnunum tveimur, sem hún tók áð sér, kjörsyninum og fósturdóttuiinni, var hún ávallt mjög góð og bar mikla umhyggju fyrir þeini og reyndist þeim sem bezta móðir. Einnig lét hún sér annt uni barnabörn sín og var þeini sérstak- lega umhyggjusöm og góð. Þeir eru niargir í byggðarlagi þessara mikilhæfu sæindarhjóna, Þorláks Bene- diktssonar og Jórunnar Ólafsdóttur, sem minnast þeirra um langan aldur með virðingu og þökk. Starfsfólki okkar, til sjós og lands, sendum við BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR. Þökkum vel unnin störf ó liðnum órum. VON hf. Garð F A X 1 — 197

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.