Faxi - 01.12.1972, Side 27
„ Barnafrætíslan er fyrsta
sporití á menntabrautinni ”
RÆÐAÓLAFS SIGURÐSSONAR, SKÓLANEFNDARFORMANNS, Á 100 ÁRA AFMÆLI SKÓLANS
Við erum hér saman komin í kvöld
til að minnast aldarafmælis Gerðaskóla.
7. október 1 872 var hann settur að Gerð-
um í nýbyggðu skólahúsi, af sóknar-
prestinum að Útskálum, séra Sigurði Sí-
Olofur Sigurðsson,
(ormaðu- skólanefndar Gcrðaskólo
hér á landi.
Það fer ekki hjá því, að á 100 ára
ferli Gerðaskóla, hafa margar kynslóðir
komið við sögu, bæði nemendur og kenn-
arar. Hér hafa margir lagt hönd á plóg-
inn til þess að inóta þennan skóla sem
stofnun, allt til þessa dags. Þá eru þeir
og þó nokkrir, sem hafa verið nemendur
í Gerðaskóla og stigið þar sín fyrstu spor
á menntabrautinni, en komið svo síðar
við sögu skólans, sem kennarar, og leið-
beint yngri kynslóðum og miðlað þeirn af
reynslu og þekkingu. Þar má til dæmis
nefna fjóra fyrrverandi skólastjóra Gerða-
skóla, sem hafa skilað þar mjög góðu
starfi, og sett sinn svip á skólann. Það
eru þeir Einar Magnússon, sem starfaði
í 44 ár við skólann og hefur því átt
dijúgan þátt í að móta hann. Hann lézt
1947. Sveinbjörn Árnason, sem var í 25
ár, Sveinn Halldórsson, er starfaði í 12
ár, og Þorsteinn Gíslason, er starfaði í
7 ár við skólann.
Árið 1910 er svo hafizt handa við
byggingu skólahúss í Gerðalandi, á þeim
stað, er skólinn stendur enn í dag. Húsið
var tvær kennslustofur, gangur og lítið
geymsluherbergi. 1 þessum húsakynnum
tekur skólinn til starfa, 5. október 1911.
Á þessum áruin kemst fastara form á
barnafiæðsluna. Arið 1907 eru sett lög
um fræðslu barna. Skólaskylda 10 til 14
ára. Síðan koma 1936, ný lög um fræðslu
barna, skólaskylda frá 7 til 14 ára. Af
þessu leiðir, að börnum fjölgar í skólan-
um, og verður húsrými því brátt of lítið
til þess að geta fullnægt kröfum hinna
nýju fræðslulaga.
Stórhugur ríkir
í skólamálum
Árið 1941 er svo hafizt handa við að
byggja við skólann, og er byggt við aust-
urgafl hans stór álma til norðurs. í þeirri
byggingu var ein stór kennslustofa, gang-
ur, lúmgóður leikfimissalur, búningsher-
bergi, snyrtiherbergi og íbúð á efri hæð.
Þá var handavinnustofa í risi. Með til-
komu þessa húsnæðis gjörbreyttust allar
aðstæður við skólahaldið. Það má segja,
að það hafi verið stórátak á þeirn tíma,
að koma þessari byggingu upp, og er
leikfimisalurinn gleggsta dæmið um þann
stórhug, sem ríkti hér í skólamálum á
• þeim árum, því þetta mun vera fyrsti
leikfimisalur, sem byggður er hér á Suð-
urnesjum. Þessi bygging var tekin í notk-
un 1943.
Nú kernur unglingafræðslan til sög-
unnar, skyldunámið er lengt um tvö ár,
enn fjölgar í skólanum, og húsrýmið
veiður brátt of lítið. Árið 1966 er svo
hafizt handa um aðra viðbyggingu, og
er nú byggt við vesturgafl gamla skólans,
sú bygging var tekin í notkun 1969. í
þeirri byggingu eru þrjár rúmgóðar
kennslustofur, stór og rúmgóð handa-
vinnustofa fyrir drengi, gangur, snyrti-
herbergi, skólastjóraskrifstofa og geymsl-
ur. Það má því segja, að húsnæði það,
sem Gerðaskóli býr við í dag, sé mjög
F A X 1 — 199
vertsen, en hann var aðalhvatamaður að
stofnun hans. Ég ætla ekki að fara að
rekja sögu skólans að neinu ráði, því það
verður gert af öðrum hér á eítir. Til
þessa skóla er stofnáð af áhuga og fórn-
fýsi nokkurra manna, sem vildu leitast
við að gefa ungum samborgurum sínum
kost á aukinni fræðslu, sem á þeim tíma
var ekki almenningseign, ag engin
fræðslulög til, eins og síðar varð. En það
má segja, að barnafræðslan sé fyrsta
sporið á menntabrautinni, og er því mik-
ils um vert að vel takist til, því lengi býr
að fyrstu gerð.
Eitt hundrað ár er bæði langur og
skammur tími, allt eftir því, hvað miðað
er við. Ef við til dæmis beium saman
við mannsævina, er þetta mjög langur
tími, því það heyrir til undantekninga,
að maðurinn nái 100 ára aldri. En ef
við höfum sögu þjóðanna til hliðsjónar,
þá er þetta stuttur tími. Til dæmis eru nú
tíu hundruð níutíu og átta ár síðan ís-
land byggðist, því árið 1974 er ætlunin
að núnnast ellefu hundruð ára byggðar
Skóli ó faraldsfæti
Á hundrað ára starfstíma hafa húsa-
kynni skólans að sjálfsögðu breytzt mik-
ið, og einnig starfshættir. Fyista skóla-
húsið er byggt árið 1871 í Gerðum. Það
hús var byggt af vanefnum, en af fórnfús-
um höndum, sem hjálpuðust að, til að
koma upp nothæfu húsi til þess-að.barna-
fræðsla gæti hafizt hér í raun. Þetta mun
vera fyrsta skólahús, sem byggt er á Suð-
urnesjum. Þetta hús reyndist ekki alls
kostar vel, og var hætt að nota það til
skólahalds árið 1887. Síðar var þetta
hús notað sem samkomuhús um áraraðir.
kannast víst flestir við það sem gamla
„templarann“, og stendur það enn, en að
sjálfsögðu mikið breytt frá sinni upp-
iunalegu mynd.
Frá 1887 til 1911 er svo skólinn til
húsa að Útskálum, og var þar byggt
tiinburhús yfir hann, og stóð það yzt á
Útskálahólnum. Hef ég heyrt að það hús
hafi síðar verið flutt inn að Gerðum, og •
verið notað sem íbúðarhús í rúm 30 ár.