Faxi - 01.12.1972, Side 33
„Ástæðan til þess var sú, að í mínum
augum voru þessar þjóðir afskekktar, en
mjög sjálfstæðar. í fyllingu tímans hleypti
ég svo heimadraganum, allsendis óragur
við að geta ekki kynnzt fólkinu í við-
komandi landi, því ég hef ihvergi átt erf-
itt með að falla inn í hópinn.“
íslenzka veðráttan fellur útlendingum
mismunandi í geð, og margir hafa haft
orð á rigningu, snjó og kulda, og ekki
má gleyma blessuðum næðingnum. Mér
verður einmitt litið út um gluggann, og
sé farið er að snjóa, svo ég spyr Mars-
hall, hvemig honum líki veðurfarið.
,,Ég Kann vel við það. Þar sem ég er
fæddur og uppalinn, gerir meira frost cn
hérna, og þar kyngir niður langtum meiri
snjó. t bernsku man ég eftir, að við
byggðum tveggja hæða snjóhús í sköfl-
unum. En hérna sér varla snjó allt árið“.
Marshall talar það góða íslenzku, að
ætla má að hann hafi numið hana á
sama máta og innfæddir, — og það
gerði hann raunar, ekki sem barn, heldur
sem fullorðinn maður — af vörum fólks.
„í sjálfu sér var ekki neinum vand-
kvæðum bundið að læra orðin, ég spurði
hváð hitt og þetta héti á íslenzku og lagði
það vel á minnið. Þegar ég hafði aflað
mér dálítils orðaforða og fór í verzlan-
ir eða annað, til að spyrja um verð og
fleira til að fá æfingu að tala, greindu
menn strax á mæli mínu að ég var út-
lendingur, og ávörpuðu mig á ensku. En
með þrákelkni fór mér smám saman
fram og get núna gert mig skiljanlegan
á talmáli, en ég les íslenzkuna vanda-
lítið“.
Ása, kona Marshalls, kemur, ásamt
dóttur þeirra, sem lalar jöfnum höndum
bæði málin, að því er Ása segir
mér, og þá gellur í Marshall: „Já, en at-
hugaðu, tvíburarnir, Tryggvi og Paul,
þeir tala hvorugir ensku, íslenzkan er
henni yfirsterkari. Þetta segir sína sögu,
Þrátt fyrir nærveru enskumælandi manna,
held ég að ekki þurfi að óttast að ís-
lenzkan máist út‘..
Jörð er orðin alhvít úti og jólalegt
um að litast og krakkarnir vonast til að
eins verði á jólunum. Berst þá talið að
því, hvernig Marshall kunni við íslenzka
siði og háttu.
— Ef við tölum um jólin, þá skynj-
aði ég ekki hátíðleika þeirra, fyrr en ég
tók þátt í íslenzku jólahaldi. Ég vissi allt-
af, að eitthvað vantaði í jólin heima í
Ameríku, en ég skynjaði ekki hvað.
Maður vissi varla hvaða dagur var. Inni-
leikinn, fegurðin, hátíðarandinn, gleðin,
ég get varla orðað allt, sem óg finn í
jólunum ykkar, gagntekur mig. Ég fann
þetta ekki strax. . . . “
En nú grípur Ása frarn í fyrir honum:
„Ég þurfti fyrstu jólin að biðja hann
um að fara í dökk föt og hvíta skyrtu,
en nú þarf ekki lengur að minna ihann á
klæðnaðinn. Honum finnst hann ómiss-
andi við jólaihaldið.
„Eins og hangikjötið“, segir maður
hennar og kímir.
Tvíburarnir hafa af og til fylgzt með
samræðunum, og ja, ég vissi ekki hvor,
settist hjá mér, smeygði litlum handlegg
undir olnboga minn og sagðist vilja vera
vinur minn. Væru allir jafn vinalegir og
þessi ungi maður, þyrfti ekki áð óttast
stríð.
Marshall lcs mikið íslenzkar bókmenntir
„Eitt er það í fari íslendinga, sem
mér finnst skemmtilegt, en hefur valdið
mörgum útlendingi furðu. íslendingar
geta deilt um málefni af miklum móð, og
verið beztu vinir á eftir. í fyrstu þótti
mér þetta kyndugt, enda hafði ég frern-
ur vanizt iþví, að menn reyndu fyrst að
komast að því ,hváða skoðun viðinæl-
andinn hefði, og síðan voru þeir sam-
mála. Deilur hefðu endað með leiðind-
um“.
Nú bregðum við okkur dálítið aftur í
tímann. Eftir íslandsdvölina liggur leið
Marshalls í herþjónustu. Hann hafði að
vísu hugsað sér að spreyta sig í vcrkfræði-
námi, en að athuguðu rnáli féll hann frá
þeirri ákvörðun. Fyrstu ár hermennsk-
unnar dvaidi hann í Austin í Texas á-
samt fjölskyldunni ,sem þá stækkaði um
tvo, þegar Palli og Tryggvi fæddust.
„Þeir eru eiginlega Þingeyingár", segir
faðir þeirra og lilær við. „Einhvern tíma
heyrði ég að Texasbúum og Þingeyingum
svipaði svolítið saman“.
Þótt dvölin í Austin væri að möigu
leyti ánægjuleg, langaði þau hjónin ávallt
til gamla Fróns. Marshall skrifaði til
Herráðsins og sótti um dvöl á ísalndi.
Einnig spurðist hann fyrir um hvað marg-
ir varnarliðsmenn töluðu íslenzku þar.
„Töluna man ég ekki, og hef kannski
ekki gefið mér tínra til að lesa, því í bréf-
inu stóð „í septeinber, góða ferð til ís-
lands“. Ég tókst á loft og heppilegt var
fyrir höfuðið að ég var staddur undir
berum himni, þegar ég las svarbréfið. Við
Texas má ég ekki skilja svo, að segja þér
ekki söguna um græna slökkviliðsbílinn.
Eitt sinn þegar Lyndon Johnson var
væntanlegur til Austin, var kona hans
spurð að því, hvernig slökkviliðsbíl hún
vildi hafa á flugvellinum. Grænan, svar-
aði Lady Bird. Þetta olli miklu fjaðra-
foki hjá slökkviliðinu. Allir bílar voru
rauðir, svo einn var málaður grænn í
skndi og látinn standa við flugbrautina
til að þóknast forsetafrúnni. Síðan vita
allir borgarbúar hvenær foisetinn er
væntanlegur til Austin. Græni bíllinn sér
um það“.
Allmargir eru þeir, sem búa í frarn-
andi landi einungis til að þóknast maka
sínum, og ég drep á það atriði við Mars-
hall.
— Ég vil hvergi frekar búa en hér á
landi. Viðbrigðin voru cngin fyrir mig
að koma hingað, nerna til hins betra.
Enginn íslendingur myndi vilja búa í
þeim húsum, sem stór hluti íbúanna býr
í, í heimaborg minni. Aðeins hinir fáu
ríku búa í allt að því höllum. Slíkt sýnir
hvað stéttaskiptingin er mikil. Hér er hún
ekki til. Og veiztu það, að Reykjavík
var stærsta borgin, sem ég hafði dvalið
í, þegar ég kom þangað, og ef við t.d.
berurn hana saman við Austin, sem ég
seinna dvaldi í, og er mun stærri en
Reykjavík, þá get ég ekki líkt því saman
hvað menningin er meiri í Reykjavík, á
öllum sviðum, leikhús, söfn, myndlist,
tónlist, bókmenntir og allt til heims-
meistaraeinvígis. Á móti öllu þessu er
Austin dauð borg“.
Herþjónustureglur mæla svo fyrir, að
inenn skipti um stað á fárra ára fresti.
Eftir hámarksframlengingu verður Mars-
hall að hverfa héðan af landi brott
snenima árs 1975.
„Ég er ekki búinn að fá endanlegt
svar um lokaframlengingu, en ég vona
hið bezta. Okkur væri mikil vonbrigði ef
F A X 1 — 205