Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1972, Side 42

Faxi - 01.12.1972, Side 42
menn leikhús eru 85% atvinnulausir af um 17 þúsund meðlimum í samtökum leikará. — Fái leikarar viðurkenningu, er þeim nokkuð borgið; samt er það ekki algild regla. Margir lifa oft lengi í voninni — já, of lengi — og svelta heilu hungri, frekar en að snúa sér að öðrum störfum. Takist leikara ekki að ná einhverri viður- kenningu fyrir miðjan aldur, held ég að það sé tilgangslaust að þráast lengur. Störf eiginmanns Jónínu ber á góma — og 'hvernig honum gangi í leiklistar- heiminum. — Sem betur fer þurfum við ekki að kvarta. Hann hefur haft næga atvinnu í minni leikhúsunum, sem ég nefndi áðan, og á sl. sumri lék hann í framhaldsþátt- um fyrir skozka BBC, sem verða sýndir um allt Bretland, samtals 5 þættir. Upp- takan fór fram í Skotlandi og tók jafn marga mánuði og þættirnir eru margir. Þeir eru gerðir eftir sögu Neil Muro og fjalla um feð, sem farin var yfir hálendi Skotlands á 18. öld — verzlunarleiðang- ur með voveiflegum atburðum. Þau hjónin hafa fengið að sjá stuttan hluta af þessum BBC-þáttum og voru nokkuð bjartsýn um að vel hafi tekizt, enda þýðingarmikið upp á framann til að gera. — í þáttunum gefur ekki á að líta nafnið David Scott— vertu nú ekki undr- andi — heldur David Ashton, sem er þekkt nafn úr Ashton-þáttunum. Ástæð- an til þess er sú, að annar leikari með sama nafni var fyrir í leikarafélaginu þeg- ar eiginmaðurinn gekk í samtökin, en tveir mega ekki nota þar sama nafn. Hann tók sér því nafnið Ashton. Leiklistargagnrýnin þykir ekki einhlít í London, og leikurunum finnst hún ekki ávallt réttmæt. Sérstaklega taka þeir lof- ið varlega, þótt sumum þyki það gott. Auglýsingaskrum getur verið yfirþyrm- andi og sum blöð eru fleytifull af „pin- up“ stúlkum, sem eru að reyna að skapa sér frægð. Að mörgu leyti kann ég vel við mig í stórborg, London hefur upp á margt að bjóða, bæði fyrir erlenda og innlenda listamenn, en það getur verið dálítið þreytandi að búa þar. Lítið virðist hugs- að um svæði fyrir börn, en þess meira um bílastæði. Hávaðinn getur stundum ergt mann. Skólar eru yfirsstnir, allt að 40 börn í bekk. Húsnæði yfirleitt ó- vandáð, enda sýnist mér iðnaðarmenn heldur kærulausir með allan frágang. Sem að líkum lætur hefur Jónína oft heyrt á ísland minnst í fréttum sjón- varps og útvarps, vegna 50 mílna land- helginnar. — Það er fáránlegt að hlusta á á- róðurinn, sem rekinn er gegn íslandi í Englandi. Reynt er að telja fólki trú um að útfærslan hafi meiri áhrif á þjóðar- búskap Breta en hún geti haft á afkomu Islendinga. Og í sjónvarpi var það gefið í skyn, að við hefðum ekki rétt til að vera sjálfstæð þjóð, vegna smæðar okkar. Mitt í öllum áróðrinum hafa þó komið góðir þættir, þar sem málstaður íslands er skýrður. Annars veit fólk lítið um ís- land, segir Jónína, — og heldur að hér búi Eskimóar. Tal okkar hefur snúizt frá leiklist í landhelgismál, en svona undir lokin er bezt að brydda að nýju upp á leiklist- inni með spurningu um, hvort Jónína hefði nokikuð á móti því að stíga á fjal- irnar á Fróni, ef tækifæri byðist. — Auðvitað væri það gaman, en varla inögulegt. David kann vel við landið, en það er erfitt fyrir okkur að setjast hér að, meðan hann kann ekki tungu okkar, en hann er iðinn við að læra hana. — emm. ? r'rr\rrsrrsrsrsrsrsrsrsrsrsr PEUCEOT "Leigubílastjúrar veljið það hagstæðasta” CEv HAFRAFELL GRETTISGÖTU 21 SÍMI 2 3511 214 — F A X I

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.