Faxi - 01.12.1972, Side 46
w /
''ayc fuýurjxzó t/enf....
Langt úti í hafi er lítil skógi vaxin eyja
— og langt inni í skóginum er líti'ð og
skrýtið hús. Sumir halda að það sé á-
byggilega ekkert hús þarna, en það er
það nú samt, og þar búa meira að segja
sex litlir dvergar. Þeir eru orðnir ósköp
gamlir og hrumir og heita Júmbó, Dúm-
bó, Mambó, Zambó, Nixon og Gvendur.
En þótt dvergarnir séu nú orðnir gaml-
ir og hrumir, voru þeir ungir og fjörugir
einu sinni. Þá áttu þeir heima í allt öðru
landi, unnu í gimsteinanámu og björguðu
meira að segja fagurri kóngsdóttur, sem
hét Margrét, Mónalísa eða Mjallhvít —
eða eitthvað svoleiðis, frá ægilega
grimmri kerlingu, sem var svo stórskrýtin,
að hún talaði við spegilinn sinn í ein-
rúmi.... Þá voru þeir líka sjö talsins,
en sá sjöundi, sem hét Snati, hafði dáið
úr kransæðlastíflu, þegar hann var austur
í Indónesíu eitt sinn í viðskiptaerindum
— en það er nú reyndar allt saman önn-
ur saga.
Nú voru þeir sem sagt orðnir gamlir
og gátu ekkert unnið, nema að prjóna
vettlinga — og svo voru jólin að koma.
— Jamm, nú fara blessúð jólin að
koma, sagði Mambó dag nokkurn, — og
við erum ekki farnir að selja einn einasta
vettling.
— O, taktu þessu nú rólega, sagði
Gvendur bróðir hans. — Það eru rúmir
fjórir mánuðir til jóla ennþá — og ef við
geturn ekki selt vettlingana, þá getum við
bara gefið þá í jólagjöf.
— En þetta eru sjötíu þúsund vettl-
ingar. Hverjum eigum við að gefa þá?
spurði 'Mambó og byrjaði á nýjum vettl-
ingi.
Umsjón: Þorstcinn Eggertsson
★
Það var komið fram í miðjan desem-
ber og skógurinn, sem dvergarnir sex áttu
heima í, var allur snævi þakinn. Dverg-
arnir höfðu fengið laghentan trésmið til
að stækka húsið þeirra, því að nú kom-
ust þeir varla fyrir inni í því — fyrir
vettlingum — og einstaka sinnum sást
til manna, sem voru að höggva sér jóla-
tré í skóginum.
Þá var það dag nokkrun, að stórum,
gullbúnum skrautvagni með átta hvítum
hestum fyrir, -var-ekið upp að dvergahús-
inu og roskin kona steig út úr vagninum.
— Er það ekki hérna, sem dvergarnir
sjö eiga heima? spurði hún trésmiðinn og
dæsti, því að hún var bæði gildvaxin og
þreytt eftir langt ferðalag.
— Jú — það stemmir, þó að ekki
séu þeir sjö lengur, anzaði trésmiðurinn
og fékk sér í nefið. Svo hnerraði hann svo
hraustlega, að stórt jólatré, sem stóð við
hliðina á honum, hristist og skalf og all-
ur snjórinn af því hrundi ofan á hann og
kaffærði hann. Hann ætlaði hér um bil
að drepast úr hræðslu — en tókst þó að
grafa sig úr snjóhrúgunni í tæka tíð.
— Ajfsakið, sagði virðulega konan,
sem hafði beðið róleg meðan veslings
trésmiðurinn hafði lent í öllum ósköpun-
um, — en haldið þér að þeir séu heima
núna?
— Já, áreiðanlega, sagði trésmiðurinn
og fór að leita að fölsku tönnunum sín-
um, sem ihann hafði tapað í snjónum.
Konan gekk inn í húsið — og jafo-
218 — FAX
DVERGARNIR SEX
OG DROTTNINGIN