Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 68
SKÚLI MAGNÚSSON: DRÖG AÐ SÖGU KEFLAVÍKUR
Fimmtíu au. fyrir hvern fund kvenfél.
„Sameindarinnar" - „Skothúsið"
- fyrsta samkomuhúsið
í jólablaði Faxa 1969 í grein um
stúkurnar, getur Guðni Magnússon um
eftirfarandi: „2. júní 1895. Guðm.
Hannesson skýrði frá því að kvenfélags-
stjórnin hefði beðið um húsið (þ.e. góð-
templarahúsið) til fundahalda í sumar.
Samþ. að lána það fyrir ekki neitt“.
Þetta er glefsa úr fundargeið st. Vonar-
innar nr. 15. Er þetta elzta heimild, sem
mér er kunnug um samtök kvenna hér
suður með sjó. Ekkert meira er fyrir
hendi um starf g viðgang þessa félags.
Dettur mér helzt í hug áð hér gæti félags-
andans frá Þórði lækni Thoroddsen, þó
hann hins vegar starfi ekki innan kven-
félags. Sennilega hefur það verið kona
hans, frú Anna, sem hefur staðið fram-
arlega í röðum félagskvenna. Það er
ekki fyrr en nokkru eftir 1900, sem
heimildir eru næst til um kvenfélag.
Kvenfélagið „Samheldnin“ starfaði hér
1908.
Þann 13. desember fer stjórn „Sam-
heldninnar“ (mér er ekki kunnugt hvaða
konur voru þar) fram á við skólanefnd,
áð hún láni sér herbergi til fundahalda í
skólanum við Íshússtíg 3, tvisvar í mán-
uði. Samþykkti nefndin það fyrir sitt
leyti, að konurnar fengju inni þar með
starfsemi sína. Málinu var þó vísað til
hreppsnefndarinnar til frekari umsagnar.
1 svarbréfi sínu til stjórnar félagsins
segir Þorsteinn oddviti Þorsteinsson m.a.:
„Ég þykist vita að félag þetta muni vera
fátækt og eigi megnugt til að standast
þessi útgjöld, en þar sem húsið (skólinn)
er eign fátæks hrepps og mér í öðru lagi
ókunnugt um markmið þessa félags, þá
leyfi ég mér, f.h. hreppsnefndarinnar, að
ákvéða að félagið borgi 50 aura fyrir
hvern fund, sem þáð hefur haldið og
heldur til næstu fardaga, sem greiðist í
lok þess tímabils“.
Oddviti virðist þekkja lítið til „Sam-
heldninnar“, eins og glöggt kemur fram
í því, að honum er allsendis ókunnugt
um markmið félagsins. Þá kemur einnig
til féleysi. Benda þessi ummæli ótvírætt
til þess að félagið hefur verið búið að
starfa stutt. Má því telja að það hafi
Þorgeir Pólsson
verið jafnvel stofnað á þessu ári, 1908.
En hversu lengi félagið hefur starfað
veit ég ekki, og eftir þetta sjásl þess eng-
in merki af hreppsbókum að greidd hafi
verið húsaleiga.
Árið 1917 hefur kvenfélagið „Freyj-
an“ litið dagsins ljós. Félagið borgar 4
krónur fyrir barnaskólann það ár. Einnig
fardagaárið 1921-1922. Þá greiðir félag-
ið 30 kónur í leigu.
Árið 1925 er „Freyjan“ enn starfandi,
en þá sendi félagið áskorun til hrepps-
nefndar um að raflýsa götur kauptúns-
ins. Mun ég ræða það frekar seinna í
greinum þessum, er kemur að upphafs-
ári rafmagns í Keflavík.
Árið 1938 er félagið hætt störfum fyrir
nokkrum árum. Eru þá Ungmennafélagi
Keflavíkur afhentar 2000,00 kr., sem
safnað hafði verið í þeim tilgangi „að
efla menningu og heilbrigði“ í Keflavík.
Var það ósk nokkurra félagskvenna, að
þessi upphæð rynni til sundhallarinnar
og barnaleikvallar.
Um upphaf kvenfélags þessa hef ég
engar heimildir fundið. En heyrt hef ég,
að með tilkomu kirkjunnar 1914 hafi
risið upp kvenfélag. En hvort það er
„Freyjan“ eða ekki, skal ósagt látið á
meðan upplýsingar eru ekki fullnægj-
andi.
Seinna var gerð tilraun til að stofna
kvenfélag, líklega um 1942, en það tókst
ekki. Kvenfélag Keflavíkur er því fjórða
sinnar tegundar er hér starfar.
Skemmtanalífið á þessum árum var
hvorki mikið né fjölbrevtt. Haldin voru
böll á vertíðuin, tombólur, leiksýningar
og söngskemmtanir. Áttu Reglumenn
einna mestan þátt í skemmtanalífinu enn
sem fyrr. Strax 1886 hófu þeir að æfa
söng af krafti og gerðu það oft síðan.
Aldamótaárið 1900 er hér búsettur í
gamla skólanum Þorgeir Pálsson, organ-
leikari við Útskálakirkju. Var hann þá
nýkvæntur Kristínu Magnúsdóttur, sem
áður hafði átt Magnús Zakaríasson, bók-
haldara hjá Duus. Kristín var fædd 1868
á Vatnsnesi. Alsystur hennar voru þær
Helga og Elín Thomsen, er urðu báðar
eiginkonur Péturs Thomsen, bókhaldara
og afgreiðslumanns við félagsverzlun
Eggerts Gunnarssonar 1880-1883. Marta
Hjónin Kristin Magnúsdóttir og
Magnús Zakariasson
240 — F A X I