Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1972, Side 72

Faxi - 01.12.1972, Side 72
Guðmundur Finnbogason 60 ára Þann 8. nóv. sl. átti minn góði vinur og trausti samstarfsmaður, Guðmundur Alfreð Finnbogason, frá Hvoli í Innri- Njarðvík, sextugsafmæli. Þa'ð er ekki ætlun mín, að rekja hér ættir, lífssögu eða starfsferil Guðmundar, enda mun hann flestum lesendum Faxa svo kunnur, að þess gerist ekki þörf. Guðmundur er fæddur í Innri-Njaið- vík, sonur hinna kunnu merkishjóna, Finnboga Guðmundssonar, fyrrum út- vegsbónda í Tjarnarkoti, og Þorkelínu Jónsdóttur. Þau eru nú bæði látin. Finn- bogi andaðist á síðasta ári og Þorkelína árið 1968. Kynni okkar Guðmundar hófust fljótt eftir að ég fluttist til Keflavíkur, árið 1952. En einkum urðu þó samskipti okkar náin, eftir að hann, um 1960, gekk frarn fyrir skjöldu í kirkjulegu starfi í Innri-Njarðvík. Á þeim vettvangi hefir hann reynzt flestum farsælli — og stór- virkari. Þar hefur hann staðið fremstur í flokki, stundum fáliðaður og jafnvel mis- skilinn, og lyft þeim Grettistökum, sem fáum öðrum hefði tekizt jafn giftusam- lega. í því sambandi nægir að minna á pípuorgel kirkjunnar, sem hún eignáðist árið 1963. Þar átti Guðmundur bæði hugmyndina, sem mörgum þótti ærið djörf, og fjáröflun til kaupanna hvíldi að mestu — eða öllu leyti á hans herð- um. Og það var líka að frumkvæði Guð- mundar, að hafizt var handa um bygg- mgu safnáðarheimilis kirkjunnar í Innri- Njarðvík, vorið 1970. Byggingu þess er nú senn lokið, og má það teljast annáls- vert afreksverk, ekki sízt þegar þess er gætt, að Innri-Njarðvíkursöfnuður er fá- mennur, innan við 200 manns. Guð- mundur hefir frá upphafi verið formaður byggingarnefndarinnar og lífið og sálin í öllum framkvæmdum. Auk þessara tveggja atriða, sem hér hafa verið nefnd, hefir Guðmundur lagt bæði hug og hönd að fleiri framkvæmd- um fyrir kirkjuna sína en tölu verði á komið. í orði og verki hefir hann sýnt það, að kirkjan og boðskapur ’nennar er honum he:,lagt hjartans mál. íslenzka kirkjan gæti horft vonbjörtum augum fram á veginn, ef hún ætti marga hans líka. Á síðari árum hefir Guðmundur gefið sig mjög að fræðilegum rannsóknum. Hefir áhugi hans einkum beinzt að ætt- fræði og byggðarsögu Njarðvíkur. Hygg ég fáa menn núlifandi honum fróðari á vettvanginum þeim. Guðmundur er hagyrðingur góður, eigi síður en faðir hans var, og þeir sem hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi, að blaða í ljóðasyrpu hans, eiu á einu máli um, að þar séu bæði ljóð og stökur, sem verðs'kuldi það, að unnendur ljóða fái áð njóta þeirra. Ekki hefir Guðmundur farið varhluta af andstreymi í lífinu. Bæði hann sjálfur og kona hans hafa átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Og vafalaust var það heilsuleysið, sem öðm fremur knúði þau hjónin til að flytja búferlum til Reykja- víkur á síðasta ári, a.m.k. um stundar sakir. En hvort sem Reykjavíkurdvölin verður lengri eða skemmri, þá er það víst, að tryggðaböndin, sem tengja þau Nrrvrrvrrrrrrrrrrrrvrrrvrrvrvrrvrrvrrvrrrvrrvrvrrrr'vrrrrvrrvrrrvrvrr. ■rxrrvrrrvrrrrrrrr'rrrrrrrrrrrr Guðmundur Finnbogason, sextugur Þótt afmæliskveðjan mín síðbúin sé ég samt mun nú lóta hana flakka, því tilefnið sjélft, er mér fundið fé, ég fyrir svo margt hef að þakka, fró stopulum gleðinnar stundum þar é stöðvum Jóns Thorkels og Sveinbjarnar. Á spjöldum Sögunnar sjóst þeir nú, í sveit vorra beztu manna. Af skýrslugerð aldanna þar munt þú, vel þekkjast, er lið skal kanna. En Innri-Njarðvk, þín æskunnar slóð, ó þínar hugsjónir, verk og Ijóð. Þú vannst þinni heimabyggð hóleit störf, hugsjónamaðurinn glæstur. Við mólefni kirkjunnar þín var þörf, jó, þar varstu löngum stærstur. Við heimildasöfnun og sagnanna mól þú sveit þinni vannst af lífi og sól. Þó nú sértu farinn að frænda slóð og fluttur til Reykjavíkur, starfar þú ófram og yrkir Ijóð, af eldmóði hugans ríkur. Sveit þinni ætíð mun sæmd að þér! Þetta er síðþorin afmæliskveðja fró mér. Hallgrímur Th. Björnsson rvrrrrrrrrrrrrrvrrrrrrrvrrvrrrvrrrvrrrvrrrrrrrrrrrrvrrrvrvrvrrrvrrrvrrrrvrrrrrrrrvrrvrrrvrrrrrvrví 244 — F A X I

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.