Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1982, Page 7

Faxi - 01.12.1982, Page 7
Gísll Pálsson mannfræðingur: , ,ENGINN DREGUR ANNARS FISKÚRSJÓ“ Daglegar ákvarðanir eru ein- kennandi fyrir fiskveiðar. Hverjum róðri fylgir röð af ákvörðunum um tíma og mm. Þessi einfalda stað- reynd greinirfiskveiðarfrá flestum öðrum atvinnuháttum. Um leið skipar hún sjómönnum á bekk með öðrum veiðimönnum, sem eltast við villta og óvissa bráð. Sá sem stjórnar veiði verður að veljaámilli margrakosta. Ósenni- legt er að handahófskennd sókn beri árangur. Túlkun á þeim upp- lýsingum, sem máli skipta, krefst því ítarlegrar þekkingar. Og vegna þess að heimkynni fiska og manna eru ekki þau sömu, eru fiskveiðar sérstökum vandkvæð- um bundnar: Menn verða að gera sér í huganum kort af haffletinum, bæði svo þeir geti komist leiðar sinnarog geti ratað áfiskimið. Auk þess er einungis hægt að öðlast vitneskju um mikilvæga umhverf- isþætti — svo sem botnlag og fiskigöngur — með óbeinum hætti. Efþettaerhaftíhugaöðlast máltækið, sem eryfirskrift þessar- ar greinar, vissa merkingu. Máltækið gamla má þó eflaust skiljaámargavegu. Hætt erviðað hugmyndir samtíðarmanna okkar um merkingu þess séu nokkuð frábrugðnar skilningi fyrri kyn- slóða á þessum sömu orðum. í þessu greinarkomi ætla ég að renna nokkrum stoðum undir þessa fullyrðingu. Engum dylst að fiskveiðar landsmanna hafa tekið stakka- skiptum á þessari öld. Breyttir at- vinnuhættir hafa óhjákvæmilega umturnað öllum ytri kjörum og að- stæðum fiskveiða. En hvaða áhrif hafa breytt ytri kjör haft á skilning sjómanna á glímunni við fiskinn? Þessi áhrif eru margvísleg. Hér verður þó fyrst og fremst stað- næmst við þrjú atriði: breyttan skilning sjómanna á fiskimiðum, aðgerðir sjómanna til að hafa hömlur á samkeppni, og breyttar aðferðirvið fiskileit. Skilningur á miðum I tíð árabátanna réðu lendingar- skilyrði úrslitum um útgerð víða um land. Sandgerðisvík var að ýmsu leyti ákjósanlegur lending- arstaður. En þar eins og víða ann- ars staðar var aðgangur að hafinu og auðlindum þess háður sam- þykki þeirra sem áttu land að sjó. Eigandi jarðarinnar að Sandgerði hafði í hendi sér hvort bátar færu um víkina. Oft var nálega öll út- gerð úr víkinni á hans vegum, en stundum, einkum á vetrarvertíð, keyptu aðkomumenn lendingar- pláss fyrir báta sína. Aðgangur að miðunum var raunar ekki fyllilega frjáls fyrr en 1946, þegar Sand- gerðishöfn varð eign sveitarfé- lagsins (Jón Júlíusson 1980). Vélbátaútgerð hófst í Sand- gerði árið 1907. Athafnamennirn- ir, sem keyptu land af Sandgerðis- bónda, fóm fram á það að útgerð- armenn greiddu sérstakan ,,land- hlut“ í skiptum fyrir að fá að róa úr víkinni. Auk þess lögðu þeirýmsar kvaðir á útgerðarmenn. Sjálf- stæðum bátseigendum líkaði ,,einokun“ þessu illa, eins og sjá má af kvörtunarbréfi, sem birtist í Tímaritinu Ægi árið 1919 (bls. 77- 80). [ þessu bréfi segirm.a.: „Lifur eru menn skuldbundnir til að láta til húseigenda með gangverði í Sandgerði; en gangverðið ákveða þeir sjálfir, því aðrir komast þar varla að“. Sú staðreynd að landeigandi „úthlutaði veiðileyfum" til sjó- manna, svo notað sé nútímaorða- lag, hafði vissa þýðingu fyrir skiln- ing sjómanna á hafinu og nær- liggjandi miðum. Þótt hafið væri dularfullt sáu menn ekki ástæðu til að kanna hvað við tók handan hins þekkta. Sjókort fyrri alda, sem einungis vom geymd í huga fiski- manna, gerðu ekki ráð fyrir „óút- fylltum" reitum. Grunnmiðin úti fyrir ströndinni voru nefnd þari, og allt þar fyrir utan kallaðist utan þara. Á báðum hafsvæðum voru hinsvegar bæði ,,dauðir“ blettirog þekkt fiskimið, ,,holur“ og „bleið- ur“. Lítill eða engin leynd hvíldi yfir fiskimiðum. Nöfn þeirra vom yfir- leitt sótt í náttúruna og þau breytt- ust sjaldan. Magnús Þórarinsson (1960) skráði u. þ. b. 60 mið og flest drógu þau nafn sitt af náttúruleg- um tieknum, sem auðvelduðu mönnum að finna þau, til að mynda Tjarnarpollur, Bæjarlega og Vatnshólslega. Með vélbátaútgerðinni breyttust flest skilyrði veiðanna. Menn voru ekki jafn bundnir við eina verstöð og áður og aðgangur að miðunum varð öllum frjáls. Um leið ger- breyttist skilningur manna á haf- inu. Þaðvareinsogmönnumopn- aðist nýr heimur. Skipstjórar urðu eins konar framvarðarsveit. Þeir leituðu nýrratækifæra og námu ný lönd. Á sjókortum þeirra voru óút- fylltar og óþekktar eyður. Hafið var ekki lengur föst stærð. Eitt af þeim svæðum, sem nýlegavom „merkt inn á“ kort Suðurnesjamanna, gengur í daglegu tali undir heitinu „Villta vestrið". Nöfn helstu veiðisvæða vísa enn til landfræðilegra staðhátta, til dæmis Hraun og Kantur. Og sumar bleiður, til að mynda Bratti Kantur, draga enn nafn sitt af náttúrulegum einkennum. Þó er það svo að flestum miðum eru gefin handahófskennd nöfn, sem aðeins hafa merkingu fyrir þeim sem býr þau til. Dæmi um slík nöfn eru Sæluvík, Viðlagasjóður, Fæðingarheimili og Gildra. Rósamál af þessu tæi var svo til óþekkt fyrir tíma vélbátanna, en nú á nánast hver skipstjóri sitt eig- ið nafnakerfi. Og nöfnin eru sífellt að breytast. Sjómenn fyrri alda álitu að auð- lindir sjávar lytu yfirnáttúrulegri skipan, sem mannfólkið hefði næsta lítil áhrif á. Fiskurinn var „gjöf“ guðs. Þótt hæfileikinn til að fiska hafi verið talinn einstaklings- bundinn, varhann háðuróútneikn- anlegum æðri máttarvöldum.Með vélbátaútgerðinni kom veraldlegri skilningur til sögunnar. Auðlindir sjávar lutu ekki lengur stjórn duttl- ungarfulls skömmtunarkerfis. í huga manna varð sjórinn forða- búr, sem stóð öllum opið. Sóknin í það skipti mestu máli. Sjómaður- inn, sem áður hafði þegið gjafir guðs, varð í æ ríkara mæli ger- andi. Launung og samkeppni í byrjun þessarar aldar héldu nýir atvinnuhættir innreið sína í Miðneshreppi. Árið 1918 keyptu ungir athafnamenn land af Sand- gerðisbónda. Þeir gerðu út báta, ráku verslun, verkuðu fisk og sáu aðkomubátum fyrir þjónustu. Á nokkrum áratugum urðu „stöðv- ar“ þeirra að stórfyrirtækjum. Um 1916 gerðu stöðvareigendur í Sandgerði út á að giska 10 vél- báta, ýmist uþþ á eigin spýtur eða í félagi með bátsformanni. Um þetta leyti lönduðu 40 vélbátar í /---------------------------------------------------------- Gísli Pásson er lektor við Félagsvísindadeild Háskðla ís- lands. Síðastliðið sumar lauk hann doktorsprófl við Man- chesterháskóla. Doktorsritgerð hans fjallar um fiskveiðar frá Sandgerði, einkurn hugmyndaheim sjómanna og breytt við- horf til veiða. Ritgerðin er bæði byggð á rituðum heimildum og sjálfstæðum athugunum höfundará útvegi Sandgerðinga. Vegna.rannsóknarsinnardvaldist Gísli íSandgerði um nokk- um tíma á haustvertíð 1979 og vetrarvertíð 1981. Faxi fékk leyfi höfundar til að birta nokkm kafla úr ritgerð- inni. v____________________________________________________ y FAXI- 187

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.