Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1982, Qupperneq 16

Faxi - 01.12.1982, Qupperneq 16
JOUN UM NÆSTU ALDAMÓT á Hugleiðingar eftir Porstein Eggertsson í desembermánuði árið 1503 fæddist undar- legur hæfileikamaður suður í Frakklandi. Hann hét Michel de Nostredame og erþekkturi dag sem undraspámaðurinn Nostradamus. Hann spáði margar aldir fram í tímann og var svo nákvæmur að það erblátt áfram skelfilegt. Með því að virða fyrir sér stjörnumar og góna i vatnsfyllta koparskál gat hann séð langt inn i framtiðina (eða til ársins 4066 þegar heims- endir á að verða) og skráði sýnirnar i bundnu máli i bók sem hann kallaði ALDIRNAfí. Hann sá fyrir sér valdatíð Napóleons keisara (sem fæddist 365 árum seinna enNostradamus) og lýsti valdatíma hans og örlögum rétt. Hann stafsetti að visu nafn hans Napaulon fíoy eða Pauneytoron en stafsetning annarra nafna var mun nákvæmari hjá honum. Til dæmis segir hann um frægan efnafræðing semhann ætlaði að yrði uppi á 19. öld: ,,Pasteur mun verða hylltur sem guðleg vera. “ Árið 1555 re 'rt Nostradamus: í fjöllum Austur- ríkis, nálægt fíín, mun fæðast maður af al- múgaforeldrum. Hann mun segjast ætla að verja Pólland og Ungverjaland en um örlög hans mun alltafverða deilt. Þetta erófyrirleitinn og óréttlátur maður, dökkur á brún og brá, nefndur Hister. “ Þegar haft er í huga að hann var að spá i tuttugustu öldina þarna, næstum 400 ár fram i timann, hljótum við að fyrirgefa honum að hann stafaði nafn Hitlers ekki alveg rétt — en hann sagði rétt til um báðar heimstyrjaldirnar, endalok þeirrar síðari, minntist á borgarastyrj- öldina á Spáni og stafaði nafn Francos rétt. Hann sagðifyrirum ástarævintýri Edwards VIII Bretakonungs (sem lét af konungdómi vegna bandarískrar konu) og taldi vist að Bretar ættu eftir að ráða stórum hluta Ameriku, síðan myndu amerisku ríkin verða sjálfstæð en loks myndu þau aftur taka saman við Bretland. Við sjáum hvað setur. Hann taldi að þriðji ógnvaldur alheimsins (á eftir Napóleon og Hitler) yrði arabi: „sterkur meistari múhameðskra laga“ sem kæmi til með að ráða yfir mestum hluta Evrópu og ná tangarhaldi á vestrinu, en,, norrænt hjarta með gríska skapgerð“ mun koma aröbunum burt og endurskipuleggja trúarbrögðin frá grunni. Árið 1999, skrifaði Nostradamus, mun brjótast út allsherjarplága: hungursneyð og dauði af völdum hernaðar— en þegar21. öldin gengur í garð koma loksins betri tímarog hið góða nær endanlega yfirtökunum á hinu illa og allsherj- arfriður kemst á i fyrsta skipti frá upphafi sið- menningarinnar. Að vísu hafa ekki allir spá- dómar þessa undarlega manns ræst ennþá, þar sem ekki eru liðnar nema tæðar 5 aldir síðan hann fæddist og hann spáói 30 aldir fram í timann, en hver veit? Árið 1700, 134 árum eftirað Nostradamus dó, var gröf hans opnuð vegna lagfæringa á kirkjugarðinum sem hann hvíldi í. Þá kom íljós að hann hafði tekið lítið málmspjald með sér í gröfina. Á þvístóð einfaldlega ártalið 1700... Margirhafa orðið orðlausiryfir nákvæmninni í spádómum þessa franska spámanns — en hvað má þá segja um spádóma Biblíunnar? Sumir þeirra eru orðnir meira en 3000 ára Bæjarstjórn Keflavíkur óskar starfsmörmum sirtum svo og öllum Keflvíkingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakkar liðið ár. Bæjarstjórn Keflavíkur FAXI-196
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.