Faxi - 01.12.1982, Page 31
Sæunn Bjarnadóttirog maðurhennar Reginbaldur Vilhjálmsson.
hug, eins og til mín væri hrópaö í
gegnum storminn, síðustu orö
Flygenrings: „Ég treysti ykkur aö
gera það sem þiö getiö. “ — „Jæja,
látiö þiö kistuna þá koma upp í
herrans nafni.“
Þaö var gert, kistan var rétt upp
og við skorðuðum hana stjórn-
borðsmegin milli lestarlúgunnar
og lunningar og fyllti hún næstum
alveg í þaö bil. Ég tók seglið af
gafflinum og breiddi þaö eins vel
yfir og hægt var. Því næst kvödd-
um við mennina úr landi. Þeir
báöu okkur alls velfamaðar og
lensuðu í land, en viö héldum á
staö móti veöri og vindi og ferðinni
er heitið til Reykjavíkur.
Eftir aö báturinn er farinn í land
og menn þeir, sem á honum voru,
og mesta umstangið viö aö ganga
frá sjúkrakistunni er liöiö hjá, tek
ég eftir því aö fleiri höföu komið út
með bátnum en þeir sem í land
fóru. Það voru tvær konur og tveir
karlmenn: Oddný Guömundsdótt-
ir Ijósmóðir og Jarþrúöur Árna-
dóttir úr Garðinum, maður, sem
ég ekki þekkti og Bjarni Jónsson
maður Guðveigar Eiríksdóttur, en
það var veika konan, sem var í
sjúkrakistunni.
Stefán Sigurfinnsson var skipstjóh i
umræddri sjóferd.
Símon Kristjánsson, sem var vélstjóri i
umræddri sjóferð, varð síðar vel
þekktur hafnsögumaöur í Hafnarfirði.
Mér fannst ekkert athugavert
við komu þessa fólks, því það var
alvanalegt, þegar sjóferð féll til
Reykjavíkur, að fleiri eða færri far-
þegar fengju að vera meö.
Eins og áöur er vikið að, var
ekkert afdrep uppi á Víkingi, svo
ekki var um annað aö ræöa en
kúldra konunum niöur í lúkar.
Hann var lítill, aðeins 2 hvílur, en
konurnar treystust ekki til að kom-
ast upp í þær, heldur hreiðraði ég
um þær á gólfinu og breiddi undir
þær segldruslu, því gólfið varekki
tiltækilegt að leggjast niður á þaö.
Ég sagöi þeim aö liggja þétt sam-
an, svo þær nytu hlýju hvor af ann-
arri, en lúkarinn var óupphitaður
og uppganginum varö aö loka
alveg, vegna ágjafar. Um karl-
mennina hugsaöi ég minna; Bjarni
var kápulaus en Simon gat lánaö
honum stuttkápu. Ég sagöi honum
að fara niður í vélarrúm þó þröngt
væri, því þar væri þó hlýtt. Um
hinn manninn hugsaði ég minna,
enda var hann í kápu og hélt sig
mikið uppi þangað til honum var
orðið kalt. Tróð hann sér þá líka
niður í vélarrúm. Símon gætti vél-
arinnar af stakri alúð svo fyrir hana
kom ekkert, enda reiö allt á því. Ég
stóð í vélarrúmsgatinu svo rúm-
lega höfuðið stóð upp fyrir, og
stýrði.
Við sáum fljótt eftir að komiö var
af stað, að ekki mundi vit í því aö
taka stefnu beint á Reykjavík, bár-
an var svo kröpp og mikil, og
ágjöfin að því skapi, því veðrið fór
heldur versnandi, svo við afréöum
aö taka stefnu á Álftanes, og
reyna aö komast til Hafnarfjarðar.
Þannig lá stefnan betur við bár-
unni. Símon hugsaöi um vélina,
en ég reyndi aö verja bátinn áföll-
um.
Viö erum ekki búnir aö stíma
mjög lengi þegar ég vek máls á því
viö Bjarna, aö fara upp og vita
hvernig konunni líöi. Honum tekst
að komast til hennar og líta undir
seglið, kemur að vörmu spori aftur
til mín og segir: „Nú er ekki gott í
efni, konan er að eiga barn, og
hún er í heilum buxum.“
„Hvað er þetta, maður," svara
ég snöggt, „farðu undir eins og
skerðu utan af henni buxurnar."
Mér er í minni hvaö Bjarni færð-
ist í herðarnar, þegar hann var aö
opna sjálfskeiðing meö tömun-
um, með fingrunum gat hann það
ekki, hann var svo loppinn. Og í
munninum varð hann svo að bera
hnífinn til að geta haldið sér með
höndunum þegar báturinn hentist
til. Hann fer samt og framkvæmir
það, sem fyrir hann var lagt, og
kemur að því búnu niður í vélar-
rúm.
Eftir nokkra stund bendi ég
Bjarna á að fara og vita um kon-
una, - sem hann og gerir. Þegar
hann kemur aftur eftir litla stund,
spyr ég hann aö hvernig konunni
líði. Hann segir að konan segi að
sér líöi bærilega, og haldi að hún
sé búin að eiga barnið. Ég svara
því til, að eins og hann sjái getum
við ekkert gert í þessu veðri, viö
verðum að treysta Guði, að hann
leiði þetta allt til góðra lykta.
Nú fer ég að skilja, í hvaða til-
gangi Oddný Ijósmóöir var höfö
með í ferðinni, - og Jarþrúður,
sem var mjög nærfærin við veika
og þá einnig sængurkonut, hún
hefur átt að vera nokkurs konar
vara-ljósmóðir.
Það hefur líklega verið happ að
ég vissi ekki hvernig stóð á fyrir
konunni. Hefði ég vitað hvernig
ástatt var hefði ég aldrei lagt upp
að flytja hana, og síst í þessu
veðri. Hér var ekkert hægt að gera
-einsogástóð, núvarþaönáttúr-
an, sem tók í taumana. Viö vorum
stödd út á sjó í stormi og húöar-
ágjöf. Þetta varö alveg aö hafa
sinn gang, eins og náttúran ráö-
stafaði því. Geta má nærri hvernig
konunni hefur liðið undir seglinu
þegar bárurnar skullu á því.
Við höldum áfram eins og hægt
Verktakastarf sem i
- Vélaleiga
Höfum ávallt með litlum fyrirvara til þjónustu fyrir yður
afkastamiklar vinnuvélar, svo sem:
Jarðýtur með riftönnum,
D7E, D7F og D8H
Hjólaskóflur
Vökvagröfur, 12 til 52 tonn
Vörubíla (grjótvagna) 10 til 25 tonn
Kranabíla- Dráttarbíla
Flutningavagna allt að 60 tonnum
Stóra vatnsflutningavagna
Borvagna, víbróvaltara, loftpressur o.fl.
Önnumst alls konar jarðvinnu, svo sem sprengingar og
efnisflutninga í tima- og ákvæðisvinnu.
Höfum á að skipa sérhæfðum mönnum.
Ellert Skúlason hf.
Skrifstofa sími 3580
Áhaldahús Ellerts, Sjávargötu 4,
Njarðvík, sími 2515.
FAXI - 211