Faxi - 01.12.1982, Side 38
Gríndavikursöfnuður við vigsluguðþjónustuna.
VÍGSLA GRINDA
VÍKURKIRKJ U
Framhald af bis. 184
Ragnars Emilssonar arkitekts. Á þeim sama
fundi var kosin byggingarnefnd og voru þeir
sömu kosnir og höföu veriö í undirbúnings-
nefndinni.
Síöar var svo Almennu verkfræöistofunni í
Reykjavík faliö aö sjá um burðarþolsteikningar
ásamt miðstöðvar-, vatns- og frárennslisteikn-
ingum. Daði Ágústsson hjá Rafhönnun tók aö
sér að sjá um rafmagnsteikningar ásamt vali á
Ijósabúnaöi. Við réöum Guðmund ívarsson
trésmíöameistara til aö taka aö sér trésmíðina
ásamt aö hafa yfirumsjón meö verkinu.
Þaö var svo 5. nóvember 1972 aö tekin var
fyrsta skóflustungan viö hátíölega athöfn.
Hana tók þáverandi sóknarnefndarformaöur
Einar Kr. Einarsson fyrrverandi skólastjóri.
Kirkjukórinn söng sálminn „Kirkjan er oss
kristnum móðir“. Síöan flutti sóknarpresturinn
séra Jón Árni Sigurðsson hugvekju og aö end-
ingu söng kirkjukórinn sálminn „Geföu aö
móðurmálið mitt“, eftir Hallgrím Pétursson.
Heldur fóru framkvæmdir rólega af staö
enda litlir peningar til aö byggja fyrir. Þaö voru
víst 75.000 gamlar krónur í sjóöi þegar byrjaö
var. Þó var þetta sama haust grafiö fyrir húsinu
og slegiö upþ mótum fyrir sökklum, en ekki var
hægt aö steypa þá fyrir snjóum á því ári. Og var
þaö ekki gert fyrr en vorið eftir. Svona hefur
verkinu miöaö áfram, stundum hægt en með
góðum sprettum á milli allt eftir því hvaö fjár-
hagurinn og aörar aðstæður leyföu. Enda
höfðum viö sett okkur það markmiö aö haga
framkvæmdum eftir fjárhagnum en ekki stofna
til skulda fyrr en þá á endasprettinum.
Áriö 1976 náöum við svo þeim áfanga aö
gera húsiö fokhelt. Og áfram var haldið og er
nú svo komið að vígsla hefur fariö fram. Þaö
hefur því tekið rétt um tíu ár aö koma kirkjunni í
þaö horf sem hún er nú komin í og kostar hún í
dag kr. 2.720.649,05. En hvaðan hafa okkur
áskotnast allir þessir fjármunir? Ég vil nú skýra
ykkur frá því. Þaö er þá fyrst:
-------------------------------------------
Sálmur tileinkaður vigslu
Grindavíkurkirkju.
7/7 þin vér hefjum hug og sál,
ó, heyr þú barna þinna mál,
vor hæsti Drottinn - himni frá,
send hjálp og náð oss, jörðu á.
Efl kirk'ju þina og kristni á jörð,
lát koma frið og sáttar-gjörð
en sundrung víkja og syndafár,
slít fjötra hels og þerra tár.
Þú er, ó Guð, vor eina von,
af ást og náð þú gafst þinn son,
til frelsis þeim, er frelsun þrá,
þeim friður þinn hér veitast má.
Lát tungu mína tigna þig,
sem týndan hefur fundið mig.
Þinn Helgur Andi hjálpi mér,
í hlýðni og trú að fylgja þér.
Lát hljóma skírt þitt heilagt orð,
helga þú skírn og náðar-borð,
Ó, komið, hlýðið kalli hér,
þá Kristur segir: Fylgið mér.
Jón Árni Sigurðsson sóknarprestur.
____________I___________________________7
Gjafir og áheit kr. 910.433,77 eða 33,46%
Grindavikurbær hefur lagt fram kr. 800.000,00 eða 29,40%
Sóknargjöldnematilbyggingarinnar kr. 660.010,57 eða 24,26%
Lán, að upphæð kr. 324.000,00 eða 11,91%
Vaxtatekjur eru kr. 26.204,71 eöa 0,97%
Eða samtals kr. 2.720.649,05 eða 100,00%
Ég vil geta þess að gjaldkerar hafa verið tveir
á byggingartímanum. Fyrst var þaö Einar Kr.
Einarsson ámeöan hann varformaðursóknar-
nefndar en eftir aö hann lét af því embætti tók
Guðbrandur Eiríksson við fjármálunum. Færi
ég þeim innilegar þakkir fyrir góöa fjárvörslu.
Ég vil nú skýra frá því hverjir þaö eru sem
tekið hafa að sér hin ýmsu verkefni byggingar-
innar: Helgi Hjartarson sá um raflagnir. Jón
Guðmundsson haföi umsjón meö pípulögnum.
Haukur Guðjónsson tók aö sér málningarvinnu
og dúklagningu. Ólafur Sigurðsson sá um múr-
verk. Bekkirnir voru smíðaðir á trésmíðaverk- J
stæöi Árna Guöjónssonar í Reykjavík. Tré-
smíöaverkstæöið Geirinn í Hafnarfiröi smíðaöi
altarið og prédikunarstólinn. Innihuröir eru frá
verkstæöi Siguröar Elíassonar í Kópavogi. Úti-
hurðir eru frá Hús og Innréttingar í Sandgeröi.
Eyrinn á útihurðunum vann Þorkell Skúlason í
Kópavogi. Allar aörar innréttingar eru frá tré-
smíðaverkstæðinu Grindin hér í bæ. Teppin
eru frá Friðrik Bertelsen í Reykjavík, og lögöu
hans menn þau á gólfin. Gluggatjöldin eru frá
versluninni Áklæöi og Gluggatjöld i Reykjavík.
Og aö endingu er þaö svo altaristaflan sem
gerö er af Odmansbræðrum í Þýskalandi eftir
altaristöflunni úr gömlu kirkjunni sem Ásgrímur
Jónsson listmálari málaöi.
Ég vil svo þakka öllum þeim sem hafa unniö
aö byggingunni fyrir vel unnin störf. Ég tel aö
allir hafi reynt aö leggja sig fram um aö leysa öll
þessi verkefni sem best af hendi. Ég vil sér-
staklega þakka arkitektinum Ragnari Emils-
syni fyrir hans mikla starf og góöu samvinnu.
Því allt eru þetta hans hugmyndir hvernig kirkj-
an lítur út. Ég vil jafnframt sérsaklega þakka
Guömundi ívarssyni fyrir alla þá alúö og sam-
viskusemi sem hann hefur sýnt þessu verki
eins og reyndar öllum sínum verkum. Ég vil
þakka sóknarnefnd fyrir gott samstarf og þá
sérstaklega formanninum Svavari Árnasyni
fyrir hans stóra hlut sem hann á í því aö náöst
hefur sá árangur sem orðinn er. Ég vil einnig
þakka meönefndarmönnum mínum innilega
fyrir ánægjulegt samstarf, þar hefur aldrei
skuggi falliö á.
Ég vil svo aö endingu biöja góöan Guö að
þetta kirkjuhús megi veröa til þess aö hér eflist
kristin trú og þóttmikið safnaöarstarf.
Þegar langþráöu - og mikilvægu marki er
náö, er ekkert eðlilegra en að þeir, sem að því
hafa keppt finni til nokkurs léttis, gleði og þakk-
lætis.-----Svo er og um okkur flest, sem hér
erum samankomin á hátíöarstund í tilefni af
því, aö ný og rúmgóö kirkja errisin hér í bæ, og
hefur nú verið vígö og Guði helguð. Á slíkri
stundu væri vissulega vert margs aö minnast
og margt að þakka, svo margt, aö ætti ég að
nefna það allt og tilgreina alla þá, er þar hafa
komið viö sögu til hjálpar og styrktar með ýmsu
móti, myndi mér ekki til þess endast, þaö sem
eftir er þessa dags. Og til þess aö veröa ekki
óþoiandi og ófyrirgefanlega langoröur vel ég
þann kostinn að spyröa þetta eins mikiö saman
og mér er frekast unnt, og fer því ekki út í langa
og nákvæma upptalningu allra þeirra fjöl-
mörgu einstaklinga, félagasamtaka og fyrir-
tækja hér í bæ, sem fært hafa kirkjunni eöa
kirkjubyggingarsjóði stórhöföinglegar gjafir frá
því aö byggingarframkvæmdirhófustfyrirtæp-
um áratug.
Ég vil aðeins geta þess aö auk allra þeirra
einstaklinga, er fært hafa kirkjunni stórgjafir,
sumir kannski af litlum efnum, þá hafa velflest
félagasamtök og fyrirtæki hér í bæ komið mjög
rausnarlega til liös við þetta málefni, og auk
þessara aöila hefur bæjarstjórnin hér öll þessi
ár sýnt málinu mjög svo lofsverðan skilning og
ómetanlega fyrirgreiöslu, meiri og betri en ég
hygg aö nokkur önnur bæjarstjórn á landinu
hafi gjört, og hefur hún því, aöþessu leyti, gefið
Sr. Jón Ámi Sigurðsson
FAXI-218