Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1982, Page 39

Faxi - 01.12.1982, Page 39
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargöfu 79, sími 1114. Ritstjóri: Jón Tómasson. Blaðstjóm: Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson, Kristján A. Jónsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu-og plötugerð: Litróf Prentun og bókband: PrentstofaG. Benediktssonar öðrum bæjarstjórnum gott og fagurt fordæmi, og hafi hún ævarandi heiður og þökk fyrir. Án velvilja, hjálpar og styrktar þeirra aðila, sem ég hefi hér nefnt, án þess að tilgreina nokkurn einstakan með nafni, nema bæjar- stjórnina, væri hin nýja kirkja, sem hér er risin, ekki orðin að veruleika nú í dag, —og það er í senn undarleg og skemmtilegtilviljun, aðhægt var að tengja saman vígsludag nýju og gömlu kirkjunnar, sem gegnt hefur helgu þjónustu hlutverki sínu í þessari sókn, jafnt á hátíðar- og gleðistundum sem sorgar- og saknaðardögum í 73 ár, og það sýnir, meðal annars, að kirkjan er, þrátt fyrir allt, lifandi stofnun, sem hver kyn- slóðin af annarri gengur inn í og viðheldur, þótt ár og aldir líði. En ég verð að segja, að þaö hefur, að flestu leyti, verið mjög ánægjulegt að vinna að og fylgjast með þessari byggingar- framkvæmd. Þetta hefur allt, einhvern veginn, eins og komið af sjálfu sér, og furðanlega vel greiðst úr hverjum vanda. Byggingarnefnd tók strax þá ákvörðun að forðast í lengstu lög allar lántökur, en láta ávallt vinna jafnóðum fyrir allt handbært fé. Þannig þokaðist verkið áfram, stig af stigi, frá ári til árs. Margt hefur raunar orðið mun dýrara, en við í upphafi reiknuðum með, sumtjafnveltvisvartil þrisvar sinnum dýrara, en þrátt fyrir það hefur verið vel til alls vandað, og ekki höndum kastað til eins eða neins, og ég hygg að kirkjan öll beri þess vitni, að utan sem innan,ekki hvaðsíztað innan. Um öll verk mannanna má að sjálfsögðu deila, og er deilt. Svo er og um þessa kirkju, hvað ytra útlit áhrærir. En engan hefi ég hitt, er inn í hana hefur komið, sem ekki hefur lokið lofsorði á fyrirkomulag hennar hið innra og allt það, er þar blasir viö augum. En eigi skal um þetta fjölyrt, heldur lagt undir dóm eins og sér- hvers, er í dag hefurtekið þátt i vígslu þessarar nýju kirkju, en það er von mín og trú, að áðuren langt um líður megi Grindvíkingar verða bæði ánægðir með og stoltir af sinni nýju sóknar- kirkju. En nú verð ég að fara að stytta mál mitt. En áður en ég segi hér mitt síðasta orð, vil ég færa biskupi okkar, herra Pétri Sigurgeirssyni inni- legustu þakkir okkar allra fyrir helga vígsluat- höfn, og orð þau, er hann í sambandi við hana flutti okkur í hinni nývígðu kirkju. Og þó að það hefði vissulega verið okkur kærkomið, að það hefði verið eitt síðasta meiriháttar embættis- verk forvera hans í biskupsdómi, að vígja þessa kirkju, eins og við vonuðum um tíma, en ekki gat þó staðist, þá er mér, persónulega, það mikið fagnaðarefni að það skuli þó hafa fallið í hlut míns gamla, góða vinar, bekkjar- og deildarbróður að vinna þetta verk, og það því fremur sem ég hygg að þetta sé hans fyrsta meiriháttar kirkjuvígsla, sem hann framkvæmir i tiltölulega nýlegum biskupsdómi sínum. Ég veit að hann vill, eins og reyndar sérhver annar góður biskup, veg kirkjunnar sem mestan, og fyrir því samfagnar hann innilega þeim söfnuði, hvort heldur hann er stór eða lítill, er vinnur það afrek að koma sér upp nýrri kirkju, þegar sú gamla dugir ekki lengur eða fullnægir ekki framar kröfum tímans. Já, við þökkum biskupi fyrir kornu hans hingað í dag, fyrir helga vígslu- athöfn hinnar nýju kirkju á miklum hátíðardegi þessa safnaðar, og biðjum honum blessunar og náðar Guðs í veglegu og vandasömu starfi í þágu kristni, lands og þjóðar, og árnum hon- um, konuhans ogfjölskyldu heillaog farsældar um alla framtíð. Ég þakka einnig prófasti, séra Braga Frið- rikssyni, og viöstöddum prestum fyrir þátttöku í helgri athöfn og fyrir þann þátt, sem þeir hafa átt í því að gera þennan dag okkur minnis- stæðan og hátíðlegan, svo ogöllumöðrum, er í vígsluathöfninni tóku þátt. Já, það er okkur mikið fagnaðarefni, að hafa eignast hér nýja, stóra og vandaða kirkju, en þá skulum við líka minnast þess, að kirkjan er ekki bara húsið sjálft, skrautlegt og vandað, stórt eða lítið, gjört af manna höndum, heldur er hún eða á að vera lifandi samfélag allra þeirra, er játa Jesúm Krist, sem hinn eina sanna Drottin og Frelsara allra manna, og þess vegna eiga allir að vera eitt í honum, og því segir Páll postuli í Galatabréfinu: „Hérerekki Gyðingur né grískur, hér er ekki þræll né frjáls maður, hér er ekki karl né kona, því að þér eruð allir einn maöur í samfélaginu við Krist Jesúm.“ Þetta er gagnorð en raunsæ lýsing á hinni lifandi kirkju, og kirkjan sú ert þú og ég og við öll, er Krist játum sem Drottin og Guð, og hús hans elskum, virðum og rækjum, hvenær sem klukkurnar kalla til lofgjörðar, þakkar og bænar, og þvi segir svo í víðkunnum sálmi um kirkjuna: TILKYNNING Keflavík - Njarðvík - Grindavík Gullbringusýsla Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt aó seija skotelda eða annað þeim skyltnema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknirsínar tilyfirlögregluþjóns í Keflavík, eigi siðar en 20. desember 1982. Aó öðrum kosti veróa umsóknir ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöó fást hjá yfirlögregluþjóni á lögreglustöóinni í Keflavík. Lögreglustjórinn í Gullbringusýslu Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Brunavarnir Suðurnesja íbúar Vogum og Vatnsleysuströnd Allt í hátíðarmatinn fáið þið hjáokkur. Allt til skreytinga og mikið úrval af kert- um. Eflum eigin verslun, verslum heima. VOGABÆR - Vogum Sími6516 Bensín, olíur og smávörur Bensínsöluskáli Vogabæjar Opinfrá kl. 9 til 22 Sími 6631 FAXI-219

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.