Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 51

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 51
8. febrúar 1925: HRAKNINGAR A STRANDARHEIÐI Matthías Hallmannsson rifjar upp atburðfrá unglingsárunum Atburður sá, sem hér verður reynt að lýsa, geröist fy ri r 56 árum, nánar tiltekið þann 8. febrúar 1925, en þann dag bar upp á sunnudag. Nokkrum dögum fyrir jól, þá um haustið kom beiðni til móður minnar hvort hún vildi lána mig að Þórustöðum á Vatnsleysuströnd til margs konar starfa, aðallega til að hirða kýr og kindur. Annar piltur hafði verið ráðinn til vetrarins, en slasaðist og varð að hætta. Ég var því ráðinn frá áramótum til 14. maí. Að morgni 6. jan. kl. 10 lagði ég af stað með bíl sem Sigurgeir Ólafsson í Nýjabæ í Garði átti og stundaði bæði fólks og vöruflutn- inga, svokallaöur hálfkassabíll. Um hádegisbilið komst ég að Þórustöðum. Mér var vel tekið af fólkinu, en heimilisfólkið var 6 manns; Eyjólfur Þorkelsson, bóndi og kona hans Steinunn Helga- dóttir. Sonur þeirra Samúel og fósturdætur, Guðríður Andrés- dóttir og Hildur Torfadóttir, dóttir Torfa í Gilstreymi í Lundareykja- dal og að lokum gömul kona köll- uð próventu kerling, sem hét Margrét, kölluð Manga. Hún hugs- aði um matargerö og þvoði alla þvotta. Mér fannst hún eiga illa ævi, enda var hún einstæðingur. Það er mikill munur á kjörum gamla fólksins nú og á því herrans ári 1925, en samt er mikiö verk óunnið i þeim efnum, en það kem- ur. í janúar og það sem af var febrúar hafði verið risjótt tíðarfar en lítill snjór á jörðu, þar til í byrjun febrúar. Á laugárdagsmorgni 7. febrúar kom Sveinn Pálsson bóndi í Landakoti með boð frá bílstjóran- um á mjólkurbílnum en hann hét Bergur Sigurösso.n, mesti gæða- maður. Boðin voru þess efnis að tvo menn vantaði til aðstoðar að koma bílnum áfram í snjónum, en mikið hafði snjóað aðfaranótt laugardagsins. Að skömmum tíma liönum lögðum við af staðfrá Landakoti, Bergur bílstjóri og fjórir mokarar með skóflur að vopni, en til að gera langa sögu stutta er þess eins að geta að eftir mikinn þrældóm komum við heim kl. 10 um kvöldið. En þennan dag hafði komið maður sunnan úr hverfum og sagði hann Samúel það í fréttum að daginn áöur hefði maður frá næsta bæ farið í heiðina að huga að kindum og hefði hann séð nokkrar kindur, sem hann hélt að væru frá Þórustöðum. Var þá ekki von á góður, því satt að segja var mér illa við að þurfa að fara í heið- Matthias Hallmannsson. öllu. Þá voru leyndar hættur við hvert fótmál svo að segja. Snemma á sunnudagsmongun kemur Samúel og vekur mig. Besta veður segir hann og bjart. Nú er þess að geta að Eyjólfur var minn húsþóndi, en ekki Samúel, svo ég spyr í hálfgerðum styttingi. ,,Er þetta skipun frá pabba þín- um?” Hann svaraði því ekki en fór ofan í eldhús. Ég hafði tokið við að klæða mig þegar Samúel fór. Svo fór ég líka ofan aö fá mér einhvern bita. Þeg- ar ég kem ofan í eldhús sitja þeir þar báðir, feðgarnir. Ég sá strax að Samúel var kominn í fýlu sem kallað er, því hann var mjög mis- lyndur og mjög vanþakklátur við mig. Aftur á móti voru gömlu hjón- in alltaf þakklát fyrir allt, sem ég vann, enda sannar mína sögu bréfið, sem Steinunn skrifaði móður minni þegar ég fór aftur heim, eftir árs dvöl hjá þeim. Sá vitnisburður hefur alltaf hlýjaðmér um hjartaræturnar. Eyjólfur hóf nú máls á því hvort ég teldi fært að huga að þessum kindum. Ég spurði hann hvernig honum litist á veðrið. Hann sagði: ,,Meðan hann er á suðvestan skiptir éljum, en ef hann gengur í norður þá má búast við því versta, en mundu mig um það ef hann brestur á, þá snúðu strax viö. Ég vil ekki hafa það á samvisku minni að senda þig í heiðina í vondu veðri, þegar þú ert ókunnugur í heiðinni." Nú var ekki eftir neinu að bíða. Ég lét á mig vettlingana, kastaði kveðju á fólkið og hélt til dyra, en í sama vetfangi kemur Manga gamla út úr hópnum og spyr hvort ég sé með góöa vettl- inga, en svarar sér sjálf og segir þetta séu gamlir og götóttir garmar. ,,En ég er hér með nýja og hafðu þá.“ Ég fann þá og hefi oft fundið það síðan að gjafmildin er mest hjá þeim snauðu. Sá snauði gefur af sínu allsleysi. Ég skipti um vettlinga og lagði svo af stað. Hundur var að sjálfsögðu með í för. Sámur hét hann, gulur að lit, tveggja ára gamall og vorum við miklir vinir, en í þessari ferð brást hann alveg. Þegar ég kom út fór ég að líta til veðurs, logn var á þessa stundina, en útlitið var sannast að segja uggvænlegt, allur himinn frá suð- vestri til norðurs var eins og bik og ýrði snjóhraglanda úr loftinu. Ég hélt nú af stað til fjalla, sem leið liggur. Við svokallaða Þómstaða- borg, sem er um það bil miðja vega milla bæja og Hrafnagjár byrjaði að snjóa og þegar ég er nýlega kominn yfir Hrafnagjá þá kom gusan, alveg eins og hendi væri veifaö, svarta bylur og ofsa- rok. Hefði ég nú fariö eftir fyrir- mælum húsbóndans þá bar mér að snúa strax við til byggöa. En það var ekki af óhlýðni við hús- bóndann að ég hélt áfram, heldur flaug mér í hug, ef élið birti um það leyti sem ég kæmist til bæja þá yröi ég lítill garpur talinn. En svo eftir stundarfjórðung eða svo gekk élið yfir og aftur varð skellibjart. Þá hló mér hugur í brjósti. En gleði mín varð skammvin, því eftir stutta stund rauk hann upp aftur og nú var vindátt breytt. í staðinn fyrir suðvestan var hann kominn á norðan og það var einmitt það sem Eyjólfur tók sérstaklega fram, að þá væri frekar von á vondu og samt hélt ég áfram, en ég fann það að þetta tiltæki mitt að halda áfram var ekki rétt ákvörðun. En hvað um það ég hélt áfram. Ég var meira en hálfnaður upp að Keili og þá myndi koma af sjálfu sér að snúa við. En í þessu sam- bandi vil ég geta þess að mig furð- aði oft og mikið á því að þessir Suðurhverfingar skyldu ekki stugga rollunum eitthvað áleiðis til ina, ekki síst þegar snjór var yfir ORÐSENDING sft frá Veisluþjónustunni Ipfc Verslunarmenn, atvinnurekendur o.fl. Pantið snitturnar á Þorláksmessu tímanlega. Gleöileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. íjúnusm Smáratúni 28, Keflavík— Sími 1777. FAXI-231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.