Faxi - 01.12.1982, Side 58
... ámað heilla ... ámaðheilla... ámað heilla ... ámað heilla...á)
HJÓNIN
GUÐRÚN OG
GUÐMUNDUR
ÁBALA
Á þessu ári urðu hjónin á Bala i
Miðneshreppi 80 ára. Afþví tilefni
brá ég mér suður að Bala og
ræddi við þau um ættir þeirra og
uppruna. Þegarkomið erað Bala,
má sjá að húsmóðirin hefur ekki
setið auðum höndum. Heimilið er
prýtt blómum og fagurri handa-
vinnu.
Guðrún Guðmundsdóttir er
fædd 12.7.1902 að Akrahóli i
Hvalsneshverfi. Móðir hennar,
Sigurbjörg Torfadóttir var fædd
að Kirkjuvogi, Höfnum. Faðir
hennar, Guðmundur Þorsteins-
son var fæddur að Akurhúsum í
Garði. Afþessu má sjá að Guðrún
er hreinræktaður Suðumesja-
maður. Tíu ára gömul fór Guðrún
að vinna fyrir sér og þá sem snún-
ingastúlka að Utla-Hólmií Leiru, til
Ingibjargar Ófeigsdóttur og Sig-
urðar Þóroddssonar. Árið 1916
fór hún suður að Bala sem vinnu-
kona. Þar liggja leiðir þeirra Guð-
rúnar og Guðmundar saman.
Guðmundur Guðmundsson er
fæddur 30.10.1902 að Hrauni i
Grindavik. Þarvoru foreldrarhans
i húsmennsku. Seinna fluttu þau
að Hrauntúni i Grindavík og
bjuggu þar þurrabúi þar til móðir
hans lést árið 1914. Foreldrar
hans voru Guðmundur Loftsson
frá Klasbarði i Landeyjum og
Guðlaug Sveinsdóttirfrá Gislakoti
undir Eyjafjöllum. Bæði ættuð úr
Ftangárvallasýslu.
Eftir lát móður sinnar fór Guð-
mundur til föðursystur sinnar,
Helgu Loftsdóttur og Daða Jóns-
sonar, manns hennarsem bjuggu
að Bala.
Arið 1925 giftustþau Guðrún og
Gumundur og hófu búskap aó
Bala. Árið 1935 fluttust þau til
Keflavíkur vegna þess að engin
útgerð átti að vera frá Stafnesi
þann vetur. En sjómennska var
aðal vinna Guðmundar að vetrin-
um. Hann réði sig sem landmann
á mótorbátinn Ólaf Magnússon.
Ekki höndluðu þau hamingjuna
við að flytjast til Keflavíkur. Á fyrsta
mánuði misstu þau bestu kúna
sína. Á gamlársdag var haldin
jólatrésskemmtun fyrir börn i Ung-
mennafélagshúsinu og fór Guð-
rún með börnin sín þangað. Var
hún ný farin heim með yngribö. n-
in, en tvö hin eldri voru á skemmt-
uninni þegar jólatréð sem varljós-
um prýtt, féll. Á sama augnabliki
var húsið alelda. Létust þar níu
manns og margir brenndust illa.
Þama misstu þau hjónin næst
elsta barn sitt, Sólveigu Helgu, sjö
ára. Þessi atburður er þeim ávallt
ofarlega í huga og eflaust öllum
Keflvíkingum sem hann muna.
Vorið 1936 fluttu þau hjónin aftur
suður að Bala og þar hafa þau
búið síðan.
Þau hafa eignast átta börn og
eru sjö þeirra á lífi. Allt mannvæn-
leg börn, sem hafa komið sér vel
áfram í lífinu. Þau eru: Guðmund-
ur Kristmann f. 1925, Sólveig
Helga f. 1928, Guðmundur Lofts-
sonf. 1929, Sigurður Bjarnason f.
1931, Sigurbjörg f. 1934, Guð-
laug Helga f. 1937, Sigrún Guðný
f. 1938, Sólmundur fíúnarf. 1943.
Barnabörn þeirra Guðrúnar og
Guðmundar eru orðin tuttugu og
sjö og barnabarnabörnin fjórtán.
Áður fyrr bjuggu Balahþnin stór-
búi á mælikvarða Suðumesja.
En eftir þvi sem árin færðust yfir
þau hefur búskapurinn dregist
saman.
Guðmundur hefur ávallt haft
áhuga á félagsmálum og sér-
stakan áhuga hefur hann sýnt
málefnum kirkjunnar. Hann hefur
verið í sóknarnefnd Hvalsnes-
sóknar í tugi ára og formaður í
mörg ár. Nú er hann meðhjálpari
og kirkjuhaldari Hvalsneskirkju.
Balahjónin geta horft til baka
með ánægju yfir ævistarfið.
Kæru hjón, ég óska ykkur og fjöl-
skyldu ykkar til hamingju með
þessi timamót og vona að við
megum njóta starfa ykkar i mörg
ár enn.
Halldóra Thorlacius
Auglýsing um umferð
t Keflavík
Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Keflavíkurog samkvæmtheimild í
65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, eru hérsettar eftirgreindar reglur
um umferð í Keflavík:
Biðskylda samkvæmt3. mgr. 48. gr. umferðarlaga verðurframvegisá
Skólavegi við Flugvallarveg, andstætt þvísem nú er.
Bannað er aó stöðva ökutæki eða leggja þeim á Skólavegi að norðan-
veróu á kaflanum milli Hafnargötu og Suóurgötu.
Bannaó er að stöðva ökutæki eða leggja þeim beggja vegna Skóla-
vegará kaflanum milli Suðurgötu og Sólvallagötu.
Bannað er aó leggja ökutæki á Skólavegi að norðanverðu á kaflanum
milli Sólvallagötu og Hringbrautar.
Hafnargötu milli Flugvallarvegar og Faxabrautar hefur nú verið skiptí
tvær akreinar, þegar ekið er til norðurs, og er framúrakstur því heimill
á þessum kafla.
Reglur þessar taka þegar gildi.
Lögreglustjórinn í Keflavík, 2. nóvember 1982.
Jón Eysteinsson
FAXI-238