Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1988, Page 11

Faxi - 01.01.1988, Page 11
talaði um þá sem vini sína. Fiski- miðin sem hann sótti mest mynda hring um Sandgerði: Hafnaleir- inn, Miðnessjór, Eldeyjarbanki, Kantar og Garðsjór. Allt kunn fiskimið, heimur út af fyrir sig, þar sem hann þekkti sig öðrum betur. Þar hefur aflast mikið um dagana. Oft var Magnús með einn aflahæsta bátinn ef ekki aflahæst- ur. Þótt starfsdagurinn væri ekki langur var dagsverkið mikið að vöxtum. Magnús gaf sér auk þess tíma til að sinna félagsmálum. Hann var í stjóm Útvegsmannafélags Suður- nesja. Störf hans þar vom mjög niikils metin og mikið tillit tekið til þess sem hann hafði til mál- anna að leggja. Stjóm félagsins þakkar störf hans og vottar fjöl- skyldunum báðum, em um sárt eiga að binda, innilega samúð. Eg flyt hér einnig samúðarkveðj- ur til fjölskyldnanna frá félögum fians í Vísi, félagi skipstjómar- ntanna á Suðurnesjum og síðast en ekki síst frá fjarstöddum ætt- mgjum hans í Bandaríkjunum. Sumir þeirra eru komnir langan veg til að minnast hans. Fjöl- skylda Magnúsar þakkar öllum sem orðið hafa að liði bæði þegar slysið varð og eins þá erfiðu daga sem á eftir fylgdu. Við biðjum góðan Guð að leggja nú sem ávallt líkn með þraut. Þeir sem komust af: Einar Magnússon, Gunnar Magnússon og Sverrir Víglundsson hafa allir greint skilmerkilega frá slysinu, ef það mætti verða öðmm að liði. bað er til fyrirmyndar. Björgunar- ntál sjómanna þurfa að vera í stöð- ugri endurskoðun, þótt við sjáum ekki slysin fyrir. Það er besta af- ntælisgjöfin á 60 ára afmæli Slysa- vamafélags íslands. Eg hef þá trú að sérhvert áfall eigi að vera sem nýtt upphaf. Við skulum lifa upprisumegin við krossinn og takast á við lífið. Þeg- ar talað er um að efla útgerð á Suð- umesjum verður það að helgum ásetning á stundum sem þessum. Löngunin til þess að takast á við lífið skiptir öllu máli. Þegar Magnús var með Andra í áratug, fyrir tíma radarsins, varð hann stundum að sigla upp að Eldey í svarta þoku til þess að ná áttum. Honum þótti alla tíð gott að hafa Eldey í augsýn. Ekkert hefði hann fremur kosið en að við næðum átt- um hér í dag, þrátt fyrir skugga sorgarinnar. Við skulum taka mið af Jesú Kristi, , .bjarginu alda“, svo þessi stund marki skuggaskil. Hver sem fylgir Kristi mun ekki ganga í myrkri. Leyfum nýárssól- inni að leggja smyrsl á lífsins sár. Við skulum lfta upp og lifa, full- viss þess að allt sem Guði er falið muni fara vel. Látnir félagar em í fylgd hans sem er upprisan og líf- ið. Við felum þá Guði til eilífs lífs. Vemm um leið minnug orða skáldsins er það segir: ,, Ég vildi geta gefid þeim, sem gjafar þarfnast mest. Sú gjöfin aðeins yrði að vera þessi, sem af öllum öðrum ótvírœðast ber. Að gefa veilum táp og trú og traust að bjarga sér. Hvar sem siðan leið hans lœgi um lönd og úfin höf þyrfti hann aldrei, aldrei framar aðra en þessa gjöf“. AMEN Ólafur Oddur Jónsson Njarðvíkurbær og Steindór Sigurðsson auglýsa fríar ferðir með Steindóri mánuðina jan., febr., mars 1988. FERÐAÁÆTLUN: Innri-Njarðvík Keflavík (Frá Seyluhverfi): (SBK): 7.53 * 8.40 8.50 9.40 10.05 10.20 10.40 10.55 11.15 11.30 1Z20 (Skólaferð: Endar við Grunnskolann) 13.15 13.35 * 13.50 14.05 14.40 15.00 15.25 15.40 16.10 16.45 17.15 17.30 Billinn er 5-7 iriin. frá brottför (l-Nj. eða Kvik) í Ytri-Njarðvik. * 18.50 (mánud., þríöjud., fimmtud.) frá íþróttah. Y-Nj. til l-Nj. * 19.20 (mánud., þríðjud., fimmtud.) frá l-Nj. til iþróttah. Y-Nj. * 21.35 (mánud. og þríöjud.) frá íþróttah. Y-Nj. til l-Nj. * Þessar feröir falla niöur frá 20/5 - 1/9 ’88. Aö öðru leyti gildir áætlunin út áríö. Nánari upplýsingar í símum 15444,16200. FAXI 11

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.