Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 16
ALDARAFMÆLI í HVALSNESKIRKJU
Þann 1. nóvember síðastliöinn,
var þess minnst að hundrað ár voru
liðin frá því að lokið var við bygg-
ingu Hvalsneskirkju og hún vígð, á
jóladagárið 1887.
Hátíðarguðþjónusta var haldin kl.
16, að viðstöddu miklu fjölmenni,
svo miklu að einungis hluti mann-
fjöldans komst fyrir í sjálfri kirkj-
unni. Því varð úr að í Hvalsneshús-
inu var komið íyrir sjónvarps-
skermum í nokkrum herbergjum,
þar sem fólk gat fylgst með athöfn-
inni og var þar þétt setið.
Áður er guðsþjónustan hóís gengu
hempuklæddir prestar ásamt frú
Halldóru Thorlacius sóknamefnd-
arformanni og forseta íslands frú
Vigdísi Finnbogadóttur sem var í
broddi fylkingar, til kirkju. Undir-
Vclunnarar Hvalsneskirkju gúju rausn-
arlegur gjafir í tilefhi afmœlisins. Hér á
myndinni ber sóknarpresturinn, sr.
Hjörtur Magni, stólu sem geftn var, en
hún er m.a. skreytt steinum úr landi
kirkjunnar. Á myndinni sjást einnig út-
skorin grafartól og á altarinu stendur
fagurlega skreyttur kross.
AEG-UMBOÐIÐ
Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af
heimilistækjum og handverkfærum frá hinu
þekkta AEG fyrirtæki.
Einnig rafvörur, ljós og lampa í miklu úrvali.
Einnig bjóðum við uppá ráögjafa- og
rafverktakaþjónustu.
RAFBÆR
HAFNARGÖTU 18 — SÍMI 14221
ritaður þjónaði fyrir altari og pró-
fasturinn sr. Bragi Friðriksson
predikaði. Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir söngkona, flutti stólversið,
„Friður á jöiðu“, eftir Áma Thor-
steinsson, ljóð e. Guðmund Guð-
mundsson. David Knowles annað-
ist orgelundirleik. En Hrafnhildur
er dóttir sr. Guðmundar Guð-
mundssonar fyrrum sóknarprests á
Útskálum og hefur hann þjónað
Hvalsnessókn um áraraðir.
Að lokinni messunni ávarpaði frú
Halldóra Thorlacius kirkjugesti
fyrir hönd sóknamefndar og bauð
til kaffisamsætis í Samkomuhúsinu
í Sandgerði. Þar var húsfyllir eins
og vænta mátti og nutu allir afmæl-
isgestir, þeirra höfðinglegu veitinga
sem þar vom fram bomar.
Iðunn Gróa Gísladóttir frá Hvals-
nesi, flutti fróðlegt erindi um Hvals-
neskirkju og sögu hennar og var það
mjög upplýsandi fyrir alla sem á
hlýddu. Krikjukór Hvalsneskirkju
sem hafði áður leitt safnaðargögn í
hátíðarmessunni undir stjóm
Frank Herlufsens organista, söng
nokkur lög og leiddi síðan íjölda-
söng.
Þá vom margir sem ávörpuðu
samkomuna og má þar nefna fyrr-
verandi sóknarprest sr. Guðmund
Guðmundsson og prófastinn sr.
Braga Friðriksson.
í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunn-
ar voru gefnir út áletraðir plattar
með mynd af Hvalsneskirkju. Frú
Halldóra Thorlacius afhenti nokkr-
um velunnumm kirkjunnar númer-
aða platta til eignar og má þar helst
nefna; sr. Guðmund Guðmundsson
fvr. sóknarprest, Guðmund Guð-
mundsson á Bala fvr. meðhjálpara,
prófastinn sr. Braga Friðriksson,
Guðrúnu Guðmundsdóttur ekkju
sr. Eiríks Brynjólfssonar, og Katr-
ínu Brynjólfsdóttur, systur sr.
Eiríks heitins en þær gátu þó
ekki verið viðstaddar og vom þeim
færðir plattamir síðar.
Kirkjunni bárust margar merkar
og rausnarlegar gjafir í tilefni þess-
ara tímamóta. Af munum sem gefn-
ir vom í kirkjuna sjálfa má nefna:
- Kross á altari sem gefinn var til
minningar um Guðrúnu Guð-
mundsdóttur frá Bala. Gefendur
vom Guðmundur Guðmundsson
frá Bala, böm þeirra og tengdaböm.
- Stóla, sem hönnuð var og ofin af
listakonunni Ingibjörgu Styrgerði
Haraldsdóttur. Gefendur vom fjöl-
skyldumar frá Hvalsnesi.
- Útskorin grafartól, gefin af Kjal-
amesprófastsdæm i.
16 FAXI