Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1988, Side 19

Faxi - 01.01.1988, Side 19
M/b Geir KE 31, smíðaður í Þýskalandi árið 1959 eftír teikningu Egils Þorfinnssonar. flytja flesta hluti inn og allt varð að kaupa bara eftir hendinni. Uti var aí'tur á raóti hægt að fá sent á stöðina tafarlaust allt sem um var beðið. Þegar égt.d. fylgdist með smíði bát- anna í Þýskalandi þá voru vélamar og allt sem með þurfti komið með góðum fyrirvara, meira að segja eld- hústæki og þess háttar hlutir. Efnið allt fyrir hendi tiltækt og úttalið. Danirnir voru skemmtilega sjálf- um sér nógir, þeir höfðu nú bara til að mynda stóra og mikla viðarsög, keyptu svo bara heilu eikarbolina úti í skógi, þar sem þeir voru boðnir upp. Tækin í tréskipasmíðinni sjálfri þarna úti voru ekkert meiri né fullkomnari en hérna. Aftur á ntóti stóðu þeir mun framar í stál- skipasmíði. Að vísu sameinuðu þeir þama í Þýskalandi það sem þeir gátu haft eins og verksmiðjuvinnu. Skipulagið jaðraði við ofskipulag. hað má marka af því að ég skaffaði þarna 36 teikningar viðvíkjandi hverjum bát. Allar þessar helstu teikningar eins og bandateikningu, bandaplanið alveg, kjöl og stefni, yíirbyggingu o.s.frv. Síðan teikn- uðu þeir bara alla hluti eins og t.d. röraleiöslur að vél með beygjum, flönsum og passanlegu boltum. Stýrishús voru algjörlega innrétt- uð uppi á plani og allt fulllrágengið úti sem inni. Bara eftir að tengja saman leiðslur eftir að komiö var á réttan stað um borð í bátunum. Þeir unnu þama á vöktum og þeim vannst vel. Þetta féll alll rétt og skipulga saman hjá þeint, ekkert skorti á það. >>Víða liggja vegamót“ I gegnum skipasmíðar mínar og teiknivinnu, sem lengst af var nú stunduð í hjáverkum, þá þekkti ég flesta formenn og báta á öllu svæð- >nu, ja svo að segja öllu landinu nema í Vestmannaeyjum. Þeir voru heima hjá sér og fóru svo lítið burt, enda að jafnaði sjálfum sér nógir með gjöful mið og viðhaldsþjón- ustu. Eyjamenn keyptu mikið af dönsk- um notuðum bátum. Það var helst Helgi Ben., sem lét smíða fyrir sig báta. Þeir í Djúpvík smíðuðu marga báta fyrir hann. Eftir að ég eignaðist bíl fór ég oft norður og austur og skoðaði þá norsku síldarbátana. Norðmenn- imir vom framarlega í öllum svona smáútbúnaði og frágangi í sam- bandi við síldveiðar. Hjá þeim sá ég ýmislegt sem ekki sást annars stað- ar. Umgengnin í bátum þeirra var alveg til fyrirmyndar. Horft um öxl Þegar ég byrjaði mínar skipasmíð- ar má heita að þessir bátar væru lausir við allt utan brýnustu nauð- synjar eins og vél, stýri, kompás, dekkpumpu o.þ.h. I lúkamum var eitt ljósastæði, kolaeldavél og annað eftir því. Ég held að fyrstu bátamir, sem komu með ljós í hverja koju hafi verið Ólafur Magnússon og Mummi. Og hann var með stálhús hann Mummi. Þá var, að ég man, búið að smíða á einn bát í Vest- mannaeyjum stályfirbyggingu. Lúkarinn í Mumma var lakkaður en ekki málaður eins og algengast var. Magnús Jónasson var þá lær- lingur hjá mér. Hann smíðaði inn- réttinguna í lúkarinn. Ég man vel eftir því. Magnús var nú alveg hreint úrvalssmiður og útsjónar- samur, þurfti hann því alla jafnan lítið á minni handleiðslu að halda. Magnús þessi fór til Reykjavíkur og er ennþá verkstjóri í Landssmiðj- unni. Lúkarskappinn á Mumma var fyr- ir miðju framan við mastur. Væri kappinn til hliðar var hættara við að sjór kæmist niður í bátinn um hann. Þetta er einn af leyndardómunum, svo hægt sé að hlaða skip sem mest. Það var á Hólmavík árið 1936, sem ég sá í fyrsta skipti hlaðinn sfld- arbát. Þá fannst mér bara stýrishús- ið og lítið annað standa upp úr. Bát- ur þessi var Vöggur úr Njarðvík, sem var mjög beinn á borðið Ég var í sumarfríi þegar þetta var og hafði farið einn míns liðs gangandi frá ísafirði yfir Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Ég gerði töluvert af því að fara gangandi á þessum árum og sá ég og lærði margt á því að ferðast á þann hátt. Makleg málagjöld Margar skemmtilegar minningar á ég úr slippnum. Þar var alltaf ágætis vinnuandi. Færeysku skipa- Framhald á bls. 34. Kappróðrarbátarnir, sem Egill smíðaði fyrir sjómannadagsráð í Keflavík. Gjaldheimta Suðurnesja er opin alla virka daga frá kl. 9.15—12.00 og 13.00—16.00. Til að byrja með tekur Gjaldheimta Suðurnesja aðeins við staðgreiðslu opinberra gjalda samkvæmt lögum nr. 45/1987. Önnur gjöld skal greiða hjá þeim aðilum sem hafa hingað til séð um innheimtu þeirra. Gjaldheimta Suðurnesja Grundarvegi 23, II hæð 260 Njarðvík Sími 15055 FAXI 19

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.