Faxi - 01.01.1988, Side 27
hverrar þjóðar er sjálfstæði hennar.
Við erum stolt af því að vera íslend-
ingar. Við leyfum okkur að njóta
sérkenna okkar og viljum varðveita
þau. íslensk tunga var eitt megin-
vopnið í sjálfstæðisbaráttu okkar
fyrr á tímum og málið stóðst
áhlaupið sem að því var gert á tím-
um danskrar embættismannastétt-
ar. Þó ekki væri nema af þeirri for-
sendu einni ber okkur skylda til að
varðveita tunguna og þar með slá
vörð um sjálfstæði okkar.
Því nefni ég þetta að á síðustu
misserum má segja að blikur hafi
verið á lofti. Nú er einangrun þess-
arar þjóðar norður í Dumbshafi á
mörkum hins byggilega heims rof-
in. Að okkur er sótt úr öllum áttum
í frumskógi fjölmiðlunar. Og þessi
atlaga smýgur til alls þorra þjóðar-
innar en ekki einungis til embættis-
manna líkt og áður fyrr. Ég heyrði
nýlega í ágætu útvarpserindi hvar
þessari ásókn ertendra áhrifa á ís-
lenska tungu var líkt við hinn
þekkta, gríska trjóuhest sem dreg-
inn var hægt en bítandi inn í málið.
Munurinn er bara sá að út úr þess-
um tijóuhesti stökkva ekki vígreifir
baráttumenn heldur kónar á borð
við Michael Jackson, He man o.s.frv.
Afleiðingamar láta ekki á sér
standa. Tölur frá bókasöfnum sýna
Við á Langbest
bjóðum upp á ýmsa rétti til að borða á staðnum
eða taka með heim, t.d. okkar vinsælu eldbökuðu
pizzur, chick king, kjúklingabita, hamborgara,
samlokur, fiskrétti. í hádeginu bjóðum við súpu
dagsins m/grófu brauði, fiskrétti og fl. Um helgar
erum við alltaf með eitthvað spennandi á
matseðlinum.
Hafnargötu 20, Sími 14777
Gísli 'lbrfason afhendir Þórdísi Þormóðsdóttur viðurkenningu fyrirgódan námsár-
angur.
að almennur bókalestur hefur
hmnið á síðustu ámm. Þar með er
til hliðar lagður sá kennari íslenskr-
ar tungu, bókin, sem þjóðinni hefur
best dugað fram til þessa. Málfar
yngra fólks einkennist í dag af átak-
anlegri orðfæð og skrípiorðum
ásamt erlendum slettum. Eigi fjöl-
skrúðugt málfar að bera vott um
djúpa rökræna hugsun þá má
spytja hvort þessi átakanlega orð-
fæð sé líka merki um hugsunarleysi
og deyfð. Við virðumst fljóta sofandi
að feigðarósi og höfumst fátt að.
Með því móti er tilvera okkár sem
sjálfstæðar hugsandi vemr í hættu.
Tilveru okkar, sem sjálfstæðir ein-
staklingar, er ógnað. Og ekki bara
okkar sem einstaklinga heldur líka
þjóðarinnar sem heildar. Því glatist
tungan er skammt í að sjálfstæði h'ði
undir lok eins og dæmin sanna.
Ágætu fyrrverandi nemendur, nú
hverfið þið á braut. Hvert á sitt
starfssvið. Okkur er ljóst að í raun-
inni höfum við hér í skólanum af-
skaplega lítið kennt ykkur en von-
andi veitt ykkur örhtlar leiðbeining-
ar þannig að þið getið staðið nokkuð
sjálfbjarga, hvort heldur er í frekara
námi eða við önnur störf. Við biðj-
um ykkur að hafa þessar leiðbein-
ingar í huga en umfram allt að bera
djúpa virðingu fyrir íslensku máli.
Menntun felur í sér að einstakl-
ingurinn, hinn menntaði einstakl-
ingur kunni að rísa undir nafni. Að
hann kunni að hugsa, að hann
kunni að njóta tómstunda og tala.
Þetta skulu vera lokaorð okkar til
ykkar um leið og þið hverfið á braut
og við ítrekum við ykkur að bera
djúpa lotningu fyrir íslenskri tungu
og að þar með halda vöku ykkar
sem sjálfstæðar manneskjur, ein-
staklingar í samfélagi þjóða.
Gæfan fylgi ykkur.
FAXI 27