Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Side 59

Frjáls verslun - 01.04.2004, Side 59
STJQRNUN-BREYTINGAR síst nýtist þekking þeirra og reynsla fyrirtækinu til framdráttar. Við erum ekki ein um þessa skoðun, því æ fleiri greinar hafa birst síðustu misserin, t.d. í Harvard Business Review, þar sem dæmi eru rakin um vel heppnaðar breytingar þar sem samráð við starfsfólk var fykilatriði. Virkir þátttakendlir Almennt er „samráð" skilgreint sem skipulagt ferli þar sem starfsfólki, einstaklingum og/eða hagsmunaaðilum er gefið tækifæri til að vera virkir þátttak- endur í tilteknu verkefni. Tilefnið getur verið stefnumótun, úrbætur á verklagi, lausn á ágreiningsmáli eða vinna að sam- eiginlegri sýn. Það er ekki sama hvernig þetta er gert. Tryggja þarf að breiður hópur ólíkra starfsmanna sé með, en ekki aðeins þeir framhleypnustu. Tryggja þarf að þátttakendur finni að borin sé virðing fyrir því sem þeir hafa til málanna að leggja og að það efli vinnugleði þeirra og áhuga á úrlausn viðfangsefnanna. Hvers eðlis eru breytinyar? Breytingum má almennt skipta í flóra flokka eftír eðli þeirra. a. Skipulagsbreytíngar. b. Breytingar vegna sparnaðar og niðurskurðar. c. Breytt verkferli. d. Umbylting á fyrirtækjamenningunni. Hver þessara flokka hefur sín sérstöku einkenni. Tvennt eiga allir flokkarnir þó sammerkt. Enginn þeirra er einfaldur i útfærslu og í öllum tilfellum er nauðsynlegt að taka tillit tíl þeirra einstaklinga sem eiga hlut að máli. Langalgengasta ástæða misheppnaðra breytinga á rætur í eðlislægum ótta og andstöðu fólks við breytingar. Þetta á ekki bara við um jafn víðtækar breytingar og samruna eða eigendaskipti. Mikilvægi starfsmanna í breytingum er tvíþætt Bæði er hætta á að breytingar valdi óvissu og kvíða sem þarf að bregðast við til að gera þeim kleift að sinna sínum störfum af kostgæini. Eins er mikils virði að nýta alla þá sérþekkingu sem undantekningarlaust er bundin í starfsmannahópnum. Hér kemur „markvisst samráð“ við starfsfólk til sögunnar sem öflugt tæki. Hvernig getur samráð hjálpað? Við vel útfært - markvisst - samráð er umijöllun stýrt þannig að hún verður bæði málefnaleg og í jafnvægi. Þátttakendur átta sig á nauðsyn breytinga, skynja ólík sjónarmið og þörfma fyrir málamiðlun. A móti skynja stjórnendur hugsanlegar hindranir, þarfir starfsfólksins og tækifæri á markaðnum. Starfsmenn eru þátttakendur. Samhugur og kraftur leysist úr læðingi og sátt um lausnir er líklegri. Dæmið frá Procter & Gamble Samráð við starfsfólk hefur skilað Procter & Gamble árangri. „Hlustaðu eftir þörfum viðskiptavinarins", er eitt grundvallaratriði markaðs- fræðinnar. Annars taparðu í samkeppninni. Þess vegna ætti líka að vera jafn augljós nauðsyn þess „að hlusta eftir þekkingu og reynslu starfsfólks" til að ná betri árangri. Procter & Gamble komust að því þegar fyrirtækið hafði tapað markaðshlutdeild og viðhorf starfsfólks til fyrir- tækisins hafði versnað til muna að þetta tvennt hafði ekki farið saman hjá fyrirtækinu. James R. Stengel markaðsstjóri réð þau Andreu L. Dixon og Chris T. Allen, prófessora í markaðsfræði frá háskólanum í Cincinnati, sem ráðgjafa til að styrkja innviði markaðssviðs og byggja upp markaðsstarf sem virtist vera í molum. Fljótlega kom í ljós að mikið skorti á samþættingu þekkingar, samvinnu og skilnings á eðli markaðsstarfs fyrirtækisins á milli deilda þess. Þar var vannýtt þekking og reynsla og samstarf lítið sem ekkert. Meira þyrftí því til til að árangur gæti náðst. Markaðstækni notuð inn á við Því var ákveðið að koma af stað umfangsmiklu samráðsverkefni, þar sem beitt var svipuðum aðferðum innan fyrirtækisins og beitt hafði verið áður við markaðssetningu á vörum útávið. Unnið var með starfsmönnum víðs vegar um heiminn til að greina hvar árangur hefði náðst, hvar þyrfti að gera betur og - hvað skipti mestu máli til að starfsfólkið gæti skilað árangri (Listening Begins at Home, James R. Stengel, Andrea L. Dixon og Chris T. Aflen, Harvard Business Review, nóvember 2003). Niður- stöður þessa starfs leiddu til mestu breytinga í markaðsstarfi fyrirtækisins í 60 ár, breytinga sem fljótlega skiluðu miklum árangri. Lærdómurinn var líka sá að það að virkja starfsfólk og hlusta á ráðleggingar þess er verklag sem þarf stöðugt að viðhafa hjá fyrirtækinu. Hvenær er ávinningur af samráði mestur? Ávinningurinn af samráði er mestur þegar leitað hefur verið eftir sjónarmiðum starfsmanna áður en ákvarðanir eru teknar. Þá er sótt í þann þekkingarbrunn sem er að finna í fyrirtækinu og hann nýttur við ákvarðanatöku. Ábyrgðartilfinning starfsmanna eykst um leið. Samráð við starfsmenn breytir þó ekki því að eftir sem áður eru endanlegar ákvarðanir og ábyrgð á höndum stjórnenda. Verið viðbúin stöðugum breytingum Margt bendir til að starfsmenn, sem hafa tekið virkan þátt í vel skipulögðu breytingaferli, eigi auðveldara með að aðlagast umhverfinu og glíma við ógnanir og tækifæri. Þess vegna er mikilvægt að loknum vel heppnuðum brejúingum að áfram séu til staðar tækifæri fyrir starfsfólkið til að koma skoðunum sínum og þekkingu á framfæri á virkan hátt og stuðla þannig að fram- förum. Þegar óbreyttir starfsmenn hafa fengið tækifæri til þátttöku í breytingarferli frá upphafi skapast traust milli þeirra og stjórnenda sem til langs tíma litið eykur aðlögunar- hæfileika og samkeppnisfærni fyrirtækisins. ŒJ 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.