Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 6
132
MORGUNN
liggja fleiri og fjölbreyttari bókmenntaafrek en flesta aðra.
Og jafnframt þessu, gæfuna mestu, heimilislíf svo fagurt
og friðsælt og farsælt, að ekki verður á betra kosið, í sam-
búð við ágæta eiginkonu og elskuleg börn og barnabörn,
sambúð, sem jafnan hefur minnt mig á: Verið hver öðrum
fyrri til að veita hinum virðing, hin föðurlega mildi, sem
ávallt lýsti sér í augliti hans og orðum, auðsveip virðing
barnanna og ástríki ykkar hjónanna, svo samhent og sam-
huga um öll áhugamálin, svo að hvort átti sinn skerf í
framkvæmd þeirra og hefði hvors hlutur orðið minni, ef
ekki hefði notið við þeirrar innilegu samúðar. Þetta er fljótt
yfir farið og ekki vildi ég með því ýfa söknuð yðar, en
lítillega minna á þær dýru endurminningar, sem þér
eigið, og ég nú svo hjartanlega vil taka þátt með yður í
að lofa og þakka guði fyrir, að hann gaf yður hann. Ég
finn með einlægri samúð og ég veit, að á mannlegan hátt
talað er sorgarefni yðar svo mikið. En það hefur verið t
samkomulag okkar vinanna hér, að tala ekki um sorg, þótt
dauðinn sé annars vegar, því að hann er ekki annað en
yfirför yfir á annað tilverusvið. Það er vissan, sem hann
varði svo miklu af lifi sinu til að veita okkur. Við ætlum
ekki að kveðja hann, ekki nema að láta orðið »kveðja« þýða
sama og að heilsa, heilsa honum, sem heimkomnum á
land lífsins. Við vonum að vera ekki slitin úr sambandi
við hann.
Og nú að síðustu örfá orð um endurminningar mínar,
sem ég einnig þakka guði minum fyrir, því að af öllum
gjöfum guðs eru fáar sem jafnast við þá, að eignast sann-
an vin, og hann var sannur vinur minn, sem ekkert taldi
mér of gott, sem hann gat í té látið og tók vægt og af-
sakandi á öllu sem mig brast. Á því finnst vinarþelið bezt.
Skólabræðrahlýja síðan við vorum því nær samtíða og
jafnaldrar í skóla hefur orðið að fullri vináttu á síðustu
20 árum, og einkum frá því ég fyrir 12 árum var hér í
fyrsta sinn á miðilsfundi og hef verið á flestum síðan, og
einnig síðan nær daglegur gestur hjer og notið þeirrar
1