Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 8
134
MORGUNN
vorra, að búa oss undir og geta náð takmarki lífs vors á
æðra tilverusviði. í Jesú nafni. Amen.
Faðir vor. Blessunarorð.
II.
Likræða í fríkirkjunni flutt af séra Árna Sigurðssyni.
»Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá og óljósri mynd, en
þá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá
mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orð-
inn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrent, en þeirra
er kærleikurinn mestur.« (1. Kor. 13, 12—13).
Öll munum vér kannast við þessi orð. Með þeim lýkur
13. kafla fyrra Korintubréfs, þar sem Páll postuli lýsir kær-
leikanum. Hann hefir áður sagt oss, að án kærleika væri
hann ekki neitt, enda þótt hann talaði tungum manna og
engla, hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma, ætti
alla þekkingu og hefði svo takmarkalausa trú, að færa inætti
fjöll úr stað. Þá hefir Páll og lýst kærleikanum fyrir oss,
að hann sé þolinmóður og góðviljaður, samgleðjist sann-
leikanum, breiði yfir allt, trúi öllu, voni allt, umberi allt.
Og loks segir hann oss síðast þetta, að þekkingin sé í
molum, og að vér sjáum allt óljóst, eh þegar hið fullkomna
komi, þá verði allt augljóst. Páll sjálfur, sem í ríkum mæli
var gæddur því, sem hann nefndi einu nafni anda-gáfur,
og var á vitranastundum sínum hrifinn inn í annan heim,
sá þar ósegjanlega dýrð og heyrði ósegjanleg orð,
hann kannast samt við að þekking sín sé í molum, og að
hann sjái allt óljóst. Og það verði fyrst, er hið fullkomna
kemur, að hann muni gjörþekkja, skilja og sjá allt, sem
enn er óljóst. En eitt er hann viss um: að af öllu góðu
og guðdómlegu á himni og jörðu sé kærleikurinn mestur.
Hvað Páll eigi við með þessari tímaákvörðun: »Þegar
hið fullkomna kemur«, virðist ekki geta verið vafamál.
Hann á þar við þá stund, er hann fer héðan úr heimi til
að vera með Kristi i dýrðinni. Hann á við eilífa fullkomn-