Morgunn - 01.12.1938, Síða 13
MORGUNN
139
þakka ég ástúðlega og bróðurlega vináttu hans. Ásamt
öðrum samherjum hans og félagsbræðrum þakka ég mikil-
væga og áhrifaríka liðveislu hans, veitta bindindismálinu
og öðrum mannúðar- og menningarmálum þjóðar vorrar.
Á heimilinu, sem Einar Kvaran er horfinn af, er mikið
skarð fyrir skildi. Hann var þar ævinlega sælastur, og gat
gert að sínum orðum máltækið enska: »Heimili mitt er há-
borg mín«. Með djúpri virðingu, þökk og ást hugsa börn-
in hans um sinn göfuga, góða og milda föður. Og með
hinni dýpstu samúð hugsum vér til bezta vinarins, sem hann
átti, hans ástríku, samhentu eiginkonu. Vér vitum mörg,
hvern þátt frú Gíslína Kvaran átti í starfi manns síns, vit-
um hvernig þau héldust i hendur um allt, svo að þar var
eitt hjarta og ein sál í hverju verki. Vér skiljum því sökn-
uðinn. Og vér vitum, hvað nú er huggun og gleði þeirra
heggja, þegar sýnilegum samvistum slítur um stund eftir
nær 50 ára ástríka sambúð, að það er sú heilaga vissa
þeirra beggja, að
»anda, sem unnast
fær aldregi
eilífð aðskilið.«
— Sterkasti þátturinn i trú Einars Kvarans var trú hans
á kærleika Guðs. Þá trú hafði andleg reynsla hans gefið
honum og staðfest í hjarta hans. Þá trú boðaði hann svo
í verkum sínum. Nú felum vér hann látinn guðs eilífa kær-
leiksvaldi, um leiö og vér þökkum fyrir líf hans og starf.
Vér biðjum að hann megi með sælum fögnuði sjá augliti
til auglitis, þegar hið fullkomna kemur, allt það sem hann
sá hér í skuggsjá og óljósri mynd, sjá það staðfest, sem
hann trúði sjálfur, að kærleikurinn er mestur í heimi. Vér
hlessum minningu hans, og biðjum honum sjálfum eilífr-
ar farsældar og fagnaðar í þeim ósýnilega heimi Guðs,»þarsem
öllum sannleiksþyrstum sálum svalar eilíf, himnesk vizkulind«.
Drottinn minn
gefi dánum ró;
hinum líkn sem lifa.