Morgunn - 01.12.1938, Síða 17
MORGUNN
143
olbogabörnunum — hafði dýpkað, kærleiksboðskapur krist-
indómsins hafði gripið hjarta hans enn sterkara en áður og
lotning hans fyrir lífinu hafði vaxið — og hún óx enn eftir
að sá merkilegi þáttur hófst í lífi hans, að hann kyntist
sálarrannsóknunum og gerðist, ásamt séra Haraldi Níels-
syni, forvígismaður þeirra með þjóð sinni.
Hann var þá vel miðaldra maður er hann kyntist þeim.
Hann las og varð meira en undrandi. Hann spurði og
spurði, barðist við harðar efasemdir og leitaði svars: Gat
það verið að þetta dýrlega æfintýr væri að gerast með
mönnunum? Hann var Þorsteini Erlingssyni sammála um,
að ef þetta æfintýri yrði sannað, væri ástæða til að taka
upp nýtt tímabil í mannkynssögunni frá þeim degi.
Ef einhver hyggur að sannfæring hans, í þeim efnum,
hafi verið léttu verði keypt, skjátlast honum stórlega. Hann
sagði mér einu sinni frá efasemdum sínum um þetta mál,
og stríði. »Ég var raunar aldrei hræddur um, að ég væri
að verða vitskertur«, sagði hann, »þó ýmsum öðrum kunni
að hafa komið það til hugar, en það var eðlilegt að mönn-
um gengi, í byrjun, erfiðlega að átta sig á jafnstórkost-
legri nýjung sem þessari«. Barátta hans við sjálfan sig og
fyrir sönnunum var ströng, enda er það ekkert smáræðis-
stökk úr raunsæismanni á Brandesarvísu og upp i sann-
færðan spiritista. En þegar sannfæringin var fengin gerð-
>st hann að nýju »sáðmaður í störum stíl, boðberi nýrra
hugsjóna, sköpuður frumlegra verðmæta og stríðsmaður«,
sem allir töluðu um. Gunnreifur lagði hann til orustunnar
°g lagði allt að veði: blaðamennskuhróður sinn, bókmennta-
heiður sinn og jafnvel mannorðið líka, ekkert var undan-
skilið, því að hér var um mikið mál að tefla, hér varð
hann eins og Torráður, sem tefldi í helli tröllkonunnar um
hf og dauða, — og þjóðin hlustaði, það var æfinlega hlust-
að þegar hann talaði, því að vitsmuni hans urðu allir að
taka til greina. Vitanlega sætti hann hörðum árásum úr
hópi andstæðinganna og kirkjunnar menn, margir, skáru
UPP herör gegn andatrúarvillunni, sem svo var nefnd, ég