Morgunn - 01.12.1938, Síða 20
146
MORGUNN
sýnilegum og ósýnilegum vinum, virtur og heiðraður af
þjóð sinni, meira en fJesíir menn aðrír, sáðinaðurinn, rnann-
vinurinn, hinn hógværi spekingur og einn áhrifamesti boð-
beri kristilegrar lífsstefnu i islenzkum bókmenntum. Friður
sé með honum og blessun yfir þjóðinni hans, sem mikils
manns má sakna.
Svo kveðjum við þig vinur: guð launi þér þitt mikla og
göfuga starf, launi þér fyrir smælingjana og fyrir hverja
sál, sem snild þín og samúð flutti líf og ljós; hann fái þér
engla sína til fylgdar og opni þér þá leyndardóma hinna
eilífu veralda, sem þú þráðir mjög að þekkja. Hans eilífa
ljós lýsi þér, þvi ljósið var þér kærast af öllu. Amen.
Minningarhátíðin í S. R. F. I.
Miðvikudagskveld 15. júní hélt Sálarrannsóknafélag ís-
lands hátíðlega samkomu í fundasal félagsins í Varðarhús-
inu til að heiðra minningu forsetans, prófessors Einars H.
Kvarans. Salurinn var fagurlega skreyttur blómum og fán-
um, og fyrir stafni yfir forsetastóli hékk stór mynd af
forsetanum í umgjörð af fánum, eins og sýnt er á mynd
þeirri er hér er prentuð, og blasti sú sýn við móti dyrum
og þótti hátíðlegt og tilkomumikið er fundarmenn gengu í
salinn. Yfir fundinum hvíldi hátíðleg þögn meðan athöfnin
fór fram, og fjálgleiki og mikil hluttekning yfir öllum fund-
armönnum. Öndvegissvæði salsins hægra megin frá dyruin
var skipað ekkju, börnum og öðru ástvinaliði forsetans, sem
boðið var til hátíðarinnar og fjölmennti á hana, þeir, sem
því gátu við komið. Vinstra megin var hljóðfærið, ræðu-
menn og aðrir fundarmenn og salurinn allur fullskipaður
félagsmönnum.
Athöfnin hófst með því, að ungfrú Emilía Borg, sem
stýrði söngnum, lék á flygilinn sorgarforleik og síðan fóru