Morgunn - 01.12.1938, Page 22
148
MORGUNN
Það eru 90 ár síðan spratt fyrsti vísir að nútíma sálar-
rannsóknunum, og það eru 35 ár síðan hann kynntist þeim
fyrst. Fyrri var ekki vakin athygli hans á þeim, þó að hann
hefði verið sílesandi og Iesið kynstrin öll af alls konar fræð-
um. Á því furðaði hann sig sjálfur. En svo hljótt hafði
verið um slíkt mál í heimsblöðum, tímaritum og fræðiritum
áratugi framan af. Þá fékk hann þó, nær því af tilviljun,
í hendur hina miklu bók Frederick William Henry Myers
um »Persónuleik mannsins og framhaldslíf hans eftir lík-
amsdauðann«. Og þá var hann þegar glaðvakandi, hóf
starfið og linnti ekki á því síðan.
Fyrir 20 árum stofnaði hann svo og hinn ógleymanlegi
samherji hans og vinur, prófessor Haraldur Níelsson, þetta
félag okkar. Og öll þau 20 ár eru það að eins örfáir fund-
ir, sem hann hefir ekki verið á og sjálfur stýrt. Það
átti ég við, er ég sagði, að nú væri þessi fundur ólíkur
öllum öðrum fundum okkar, er hann er hér ekki lengur í
líkamanum, þótt við efumst ekki um að hann er það í
andanum. Og ég sagði öllum öðrum fundum, því að þó
að hann hafi ekki getað komið á einstaka fundi, einkum
nú síðustu missirin vegna vanheilsu sinnar, þá höfum við
þó átt hann í nánd og getað og verið fúsir til að hlíta
fyrirsögn hans og óskum um allt skipulag og erindaflutn-
ing, andi hans hefir þó svifið yfir vötnunum og við kast-
að allri áhyggju okkar á hann, eins og allt væri gjört í
hans nafni, nærri því á hans ábyrgð. Hafi ég eitthvað flutt
fyrir ykkur, þá hef ég jafnan borið það undir hann og not-
ið leiðbeininga hans og bendinga, sem aldreí hafa brugðist
vegna reynslu hans og grundvölluðu þekkingar. Og sama
hygg ég að fleiri hafi gjört. Og þegar þetta á nú ekki að
vera framar, þá er það ekki að undra, þó að okkur setti
alla og allar hljóð, þegar einn morgun var á opinberum
byggingum dreginn fáni i hálfa stöng, og það flaug um
allan bæinn og á einum degi um allar byggðir land-ins:
Einar Kvaran er látinn.
Mér dettur í hug, að það eigi hér best við, sein hann