Morgunn - 01.12.1938, Síða 27
MORGUNN
153
Einar Kvaran elskaði af lifi og sál skáldskap og fagrar
listir, það hafði veitt honum svo mikinn unað. En hann
skoðaði ekki hug sinn um, að taka það í þjónustu þessa
málefnis og setja það efst, þegar hann sá að það var
sannleikur, hvað svo sem það hefði kostað.
Mál mitt yrði of langt, því að fleiri ætla að tala, ef ég
ætti að rekja hvernig hann hefir unnið þetta starf með
tímaritinu Morgni, með skáldritum sínum og öðrum ritum
og ræðum. Enda er yður það öllum kunnugt, og mun þó
enn verða um það margt rætt og ritað.
En nú er rödd hans hljóðnuð meðal vor og vér stöndum
eftir daprir og ráðviltir í bili.
Ég sagði áður, að margir góðir menn hefðu starfað með
honum, þótt þeir væru ekki nefndir hér. Ég hef þó þegar
nefnt aðalsamherjann próf. Harald Níelsson þvi að héðan
af verður varla svo nefnt nafn annars þeirra, að ekkí komi
hinn í hug og á varir.
En svo er það annar samverkamaður forseta vors, sem
hlýtur jafnan að vera samferða honum í huga vorum og
öllum minningum um hann, það er hans ágæta eiginkona,
frú Gíslína Kvaran. Okkur er öllum kunnugt, með hverri
frábærri tryggð og samhug hún hefir tekið þátt í öllum
störfum manns síns, lifaó sig inn í þau, átt þau með hon-
um. Ekki sízt hefir þetta átt sér stað í félagsmálum vor-
um, sem hún hefir unnið allt fyrir af lifi og sál, og ég
held nærri því, að okkur hefði þótt hver sá fundur van-
skipaður, væri hún þar ekki með honum, og mun það
sjaldan hafa komið fyrir, og væri hann veikur kom hún
þó, svo sem í hans stað. En þó er hitt ekki minna um vert,
sem þau hafa með fádæma óeigingirni lagt á sig á heimili
sinu fyrir þetta mál, lagt til húsnæði, kostnað og tíma án
ondurgjalds. Og þar má jafnvel segja, að hún hafi átt
bróðurhlut að, skipulagt flesta fundi og stjórnað þeim.
Kæra frú Kvaran, um leið og ég fyrir hönd félags vors
votta yður ásamt öllum ástvinuin yðar hjartanlega hlut-
tekningu í hinum mikla missi yðar allra, llyt ég yður hug-