Morgunn - 01.12.1938, Síða 28
154 MORGUNN
gróið þakklæti vor allra fyrir allt yðar göfuga starf við
hlið manns yðar.
Og nú flyt ég honum kveðju vor allra á þessari minn-
ingarstund, sem í jarðneskum skilningi er skilnaðarstund,
flyt honum djúpt fundna saknaðarkveðju félags vors. Og
sérstaklega bað mig varaforsetinn, sem hefir verið einn
hinn ágæti liðsmaður og stutt að trausti og útbreiðslu
málefnis vors, bað mig flytja á þessari stundu innilega
samúðarkveðju ástvinum hans, en honum samfagnaðar með
umskiftin til æðri starfa.
Ég flyt honum kveðju, ekki í þeim skilningi, að nú sé
hann allur.
Nú uitum uér fortakslaust, að það er samband milli heim-
anna, fortjald dauðans orðið gagnsætt, efnisþokurnar að
þynnast svo það sé hægra elskendum að finnast. Vér von-
um og biðjum af hjarta, að mega enn njóta sambands við
hann, eftir því sem náð guðs og máttarvöldum í þjónustu
hans þóknast að unna oss.
Ég er ekki gæddur náðargáfu skyggninnar; því sé ég
hann ekki meðal vor. Þó er mér sem ég viti af honum
hér hjá mér, og ég megi rétta honum hönd mína og ávarpa
hann:
Elskulegi vinur, ég flyt þér einlægar þakkir, þökk ást-
vina þinna fyrir allt hið ósegjanlega, sem þú varst þeim;
þökk þjóðarinnar og félags vors fyrir göfugt og göfgandi
starf þitt; mína eigin þökk fyrir dýrmæta, föiskvalausa
vináttu þína.
Guð fylgi þér á öllu brautum framhaldslífs þíns.
II.
Ræða ísleifs Jónssonar.
Kæra vina, frú Kvaran, börn þín og aðrir ástvinir. Verið
velkominl
Góðir félagsmenn og gestirl
»Að elska og minnast. Það tvennt liggur hvað upp að
öðru«.