Morgunn - 01.12.1938, Side 29
MORGUNN
155
Þessar setningar komu mér í hug, er ég vissi að ég átti
að mcela hér fáein orð í kvöld til minningar um hinn
elskaða foringja okkar. Þann foringja, sem við lærðum að
elska og virða, og sem við munum ætíð minnast, er við
hugsum um það málefni er sameinaði okkur.
Þessar setningar, er ég hafði yfir, eru aðaluppistaða í
einni af hinum yndislegu prédikunum Haralds Níelssonar.
En er við hugsum um það málefni, sem undanfarin 20 ár
hefir sameinað okkur í þessu félagi, þá getur ekki hjá
því farið að nöfn þessara tveggja manna tvinnist saman i
hugum okkar. Þó að þessir menn væru að ýmsu ólíkir þá var
þó starf þeirra svo samrunnið að varla verður annað nafn-
ið nefnt án þess að minnast hins.
Starf þessara tveggja manna, Haralds Níelssonar og
þess vinar okkar, sem við minnumst í kveld, forseta þessa
íélags frá stofnun þess og til dauðadags, var um langt skeið
svo samantvinnað um þetta málefni, að ef annar var
nefndur, kom nafn hins ósjálfrátt i hugann. Haraldur Niels-
son, Einar H. Kvaran, Einar H. Kvaran Haraldur Nielsson.
Þessi nöfn munu, að ég hygg, um ókomnar aldir, verða
greipt í vitund hinar íslenzku þjóðar, svo lengi sem hún
heldur áfram að tigna og tilbiðja guð og sendiboða
hans Jesúm Krist. sem hinn æðsta leiðtoga sinn í andlegu
lífi, svo lengi sem hún viðurkennir kærleikann og góð-
vildina, sem aðalgrundvöll lífsins og hið dýrmætasta afl,
sem með mönnunum býr, og jafnvel þótt okkur finnist, að
hans verði ekki vart eða að hann hverfi með öllu hjá ein-
stökum mönnum, þá sé hann þó ætíð falinn í manninum
°g muni — ekki að eins muni — heldur hljóti að koma fram,
hljóti að brjóta sér braut, jafnvel gegnum hina þykkustu skel
efnishyggjunnar og hið grófasta syndalíf, og þá sýna okk-
ur að það er að eins eitt, sem er eftirsóknarvert, að það
er að eins eitt sem vert er þess að lifa fyrir, og það er
haerleikurinn og guðseðlið i manninum. Svo mikið lögðu
þessir tveir menn á sig að koma þjóð sinni i skilning um