Morgunn - 01.12.1938, Síða 34
160
MORGUNN
gjarna starf í þágu þessa málefnis, og fyrir það óhemju
starf og tima, sem hann fórnaði þvi, eru nú til miðlar hér
á landi, sem geta brúað bilið milli heimanna fyrir leitandi
og syrgjandi menn. Hann var óþreytandi að leiðbeina. Hann
var óþreytandi að vara menn við hættunum, sem gætu
orðið á Ieið hinna leitandi manna.
Ætið hafði hann tíma til að sinna þessum málum. Ég
minnist þess aldrei, að hann kvartaði um erfiðleika, ef eitt-
hvað þurfti að gera þessum málum til eflingar. Alltaf var
húsrúm opið ef halda þurfti fund eiuhverjum til hjálpar, —
annaðhvort andlegrar eða líkamlegrar. — Allt var
látið víkja, því að hann taldi ætíð þetta mál æðsta mál-
efnið, og það málefnið, sem mest væri göfgandi að
vinna að. Hann taldi það hið »eina nauðsynlega«. Honum
fannst hann hafa fengið köllun frá æðri stöðum, og hann
hvikaði ekki frá henni til dauðadags.
Launin sem hann fékk fyrir þessi óhemju rniklu störf sín
voru að eins þau, að sjá gleðina á andlitum þeirra, sem
ég hefi áður minnst á. Finna hlýjuna í handtakinu er þeir
þökkuðu honum og finna ylinn, sem streymdi frá yztu
annesjum og innstu dölum til hans, því alstaðar á landinu
voru einhverjir sem höfðu mikið að þakka. Og nú, nú er
ég sannfærður um, — ef ég má viðhafa þau veraldlegu
orð — að gestkvæmt er hjá vini okkar, þar sem hann
dvelur nú, og er viss um að það eru margir, já ótal marg-
ir, sem þurfa að þakka honum fyrir brúna, brúna sem er
meira virði, já margfalt meira virði en stærsta og vegleg-
asta brú heimsins. Ég veit ekki, þegar hann samdi söguna
Brúin, hvort hann þá hefir rent grun í það, að mesti og
besti hlutinn af lifi hans sjálfs færi til þess að byggja
ævarandi brú milli heimanna, eða brú milli himins og
jarðar. Nýja brú milli guðs og manna.
Það eru sjálfsagt fleiri en ég, sem hafa orðið þess varir,
að fjöldi manna hefir talið víst, að Einar Kvaran hafi verið
vigður prestur. Það er ósjaldan, sem ég hefi orðið þess
var, að er menn hafa talað um hann og nefnt nafn hans,