Morgunn - 01.12.1938, Side 42
166
MORGUNN
að, nema að því leyti sem hið neikvæða viðhorf rrátt
til eilífðarmálanna gaf tilefni til í samræðum okkar, er
ósjálfrátt sveigðust að þeim. En það var eins og hinir
djúpsæju vitsmunir hans, hinn óviðjafnanlegi skilningur
hans á sálarlífi mannanna og vandamálum þeirra, hin óþrot-
lega samúð hans með þrautabörnum þjáninganna gæddi
hann einhverskonar töfraskyggni á þessu sviði. Mér fannst
eins og að hann sæi inn í leyndustu afkima huga mins,
en mér varð það einnig ljósast af öllu, að hann horfði
þangað með samúð og bróðurhug þess, er skildi allt. Og
þess vegna voru orð þau, er hann þá sagði við mig, sál
minni hið sama og ég hygg að frjódögg muni vera hálf-
visnuðu blómi.
Ég gleymi aldrei ástúðinni i svip hans og handtaki, er
við kvöddumst að því sinni. Ég fann þá, án þess að gera
mér fulla grein fyrir því það augnablik, að eitthvað var að
þiðna utan af sál minni, að ég gæti ekki komist hjá því
að taka mat mitt á mönnum til nýrrar athugunar, að
gagnrýna betur hina þegar mynduðu lífsskoðun mína. Ekki
svo að skilja að viðhorf mitt til lífsins og vandamála þess
breyttist allt í einu, nei, síður en svo, en þessi fyrsta sam-
verustund okkar gaf mér ný viðfangsefni til uinhugsunar, og
þó að engu öðru hefði orðið til að dreifa en henni einni,
þá nægði hún fyllilega til þess að gera mér hann ógleym-
anlegan. En ég átti eftir að koma þangað oftar og ég varð
nokkuð tíður gestur á heimili hans eftir þetta, sem æ sið-
an hefir í raun og veru verið eins og heimili mitt. Við
ræddum þá æfinlega um eilíföarmálin og honum tókst það
sem engum öðrum hafði tekist. Hann vakti mér nýjar
vonir. Hann beindi athygli minni að nýjum sjónarmiðum.
Hann sagði mér frá ljósi hinnar nýju opinberunar, hinni
endurfundnu þekkingu á veruleika ósýnilegs heims, er
mennirnir höfðu vanist á að nefna svo, ljósi þvi er sú
þekking væri að senda út yfir löndin inn í myrkur mann-
lífsins, á hinum lífgefandi mætti þess, er mennirnir teldu