Morgunn - 01.12.1938, Page 46
170
MORGUNN
athöfnum og framkvæmdum. Og það kunni enginn betur
að meta en sjálfur hann, sem komist hefir svo að orði um
hana: »Eins og hún var fyrst og síðust í öilum hugsunum
minum og framkvæmdum, svo er hún nú og verður um
eilífð alla«. En eitt ætti okkur að vera nokkurnveginn ljóst
er lengi höfum verið í þessu félagi, hve ómetanlegt og
verðmætt starf hún hefir unnið i þágu þessa málefnis, sem
félagsskapur okkar er myndaður utan um, starf er aldrei
verður þakkað að makleikum en ég trúi, nei ég veit það,
að einhverntíma munir þú, frú Gíslina Kvaran — uppskera
starfi þínu samboðin laun.
Ég vil biðja ykkur áheyrendur minir að votta henni ástúð
ykkar, virðingu og þakklæti með því að standa á fætur.
Með það í huga, er nú hefir verið sagt, er það ekki að
ástæðulausu að ég hefi komist s> o að orði að þær minn-
ingar mínar, sem við Einar H. Kvaran eru tengdar, verði
Ijósgjafi lífs míns á komandi árum, en þess oftar sem
ég hefi hugsað um, hve mikið ég á honum að þakka, þess
ákveðnara hefi ég fundið til þess, ekki sizt hina síðustu
daga við lok sýnilegra samvista okkar, að í andlegum við-
skiftum okkar hefi ég að eins haft eina hendina, þá er tók
á móti, en engu gat launað, finn engu að síður til þess,
þó að mér væri það æfinlega ljósast, að hann sem gefandi
æskti aldrei annara launa en þeirra að fá að gefa. Það
var þrá hans og löngun. Alla æfi var hann að gefa, gefa
þjóð sinni perlur og gimsteina í umgjörð sannrar listar,
verðmæti andlegra sanninda, er mennirnir á öllum öldum
hafa talið vera ljós sitt og lif.
Takmarkaður tími og vangeta sjálfs min veldur því að
mér hefir ekki tekist að bregða upp fyrir hugarsjónum ykk-
ar mynd minninga minna með þeim línum og litum, er
samvinnustundirnar með honum skilja eftir í huga mínum
og mér er heldur ekki unnt að lýsa því, er bar fyrir mig
síðasta miðvikudagskvöldið er hann dvaldi í þessum heimi
svo að í nokkru lagi sé eða í samræmi við veruleikann,
en það er þá bar fyrir augu mín má í raun réttri skoða