Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 58
182
MORGUNN
ekki vitað hvor af öðrum, svo að það sæist að ekki hefði
verið um innbyrðis áhrif að ræða milli okkar.
Eins atriðis verð ég að geta enn. — Ég hefi fengið það
staðfest, að H. B. stóð þannig í ganginum, að útilokað
var, að hann sæi inn í stofuna, þar sem líkkista E. H.
Kvarans stóð og húskveðjan fór fram. Steinveggurinn, sem
þarna var á milli, hefir því ekki orðið því til fyrirstöðu,
að hann sæi það, sem í stofunni gerðist, þ. e. a. s. á hinu
æðra sviði. Þetta gefur sýn þessari enn meira gildi, lyftir
henni upp yfir allan þennan takmarkaða efnisheim okkar,
svo að hann verður sjáandanum ekki til neinnar hindrunar.
Fyrir mér er þessi sýn svo merkileg, að um hana mætti
rita langt mál, og þeir tímar geta komið að það verði gert.
Að endingu vil ég geta þess, að flestallt í þessari sýn
Hafsteins er þannig, að algerlega er óhugsandi, að hann
hefði getað sagt svo nákvæmlega frá, ef hann hefði ekki
séð þetta greinilega, eða ef hann hefði ætlað að búa til
einhverja fagra frásögn af móttöku vinar okkar, E. H.
Kvarans. Sýn þessi er svo mikið bundin við ýmsan veru-
leika, að slíkt er alveg óhugsandi.
Að síðustu vil ég endurtaka það, að ég staðfesti í öll-
um aðalatriðum sýn Hafsteins við húskveðju E. H. Kvarans
sem rétta og samkvæma þeirri sýn, er ég sá sjálfur, og
hefir fyrir mér margfalt meira gildi fyrir það, að hann sá
hana einnig.