Morgunn - 01.12.1938, Side 59
MORGUNN
183
Einar Hjörleifsson Kvaran.
[Á útfarardag Einars H. Kvarans 28. maí eða næstu daga komu
tit í öllum íslenzkum blöðum, sem eg hefi séð, og líklega fleirum,
þótt eg hafi ekki séð þau, greinar og ritgjörðir um hann. Hefi eg
átta þeirra fyrir framan mig. Allar eru þær vel ritaðar og sumar
ágætlega. En sérstaka athygli vekur hversu þær allar stefna á eina
lund í því að lýsa yfirburðum hans sem skálds og rithöfundar í
öllum þeim mörgu greinum skáldskapar og annara ritstarfa, sem
hann lagði fyrir sig, og þeim áhrifum menningar og mannúðar, sem
hann hefir haft á þjóðina á sínum langa ritferli. Ber það ljósan
vott um, hve einróma álit og ástsældir hann hefir áunnið sér hjá
þjóðinni. í sambandi við þetta má einnig nefna vel ritaða þætti af
Einari H. Kvaran eftir Stefán Einarsson í nokkrum síðustu heftum
Eimreiðarinnar, sem bera hinu sama vott, og eru þessar ritgjörðir
allar góður hjálpargrundvöllur, er þar til hæfur maður ritar heiid-
arritgjörð um manninn, skáldið og sálarrannsóknamanninn Einar
H. Kvaran. Um leið og eg nefni þætti Stefáns þykir mér rjett að
leiðrétta það, sem þar er gefið í skyn, að ekki hafi verið miklir
gáfumenn í bekk Einars. Það getur ekki verið haft eftir honum.
Bekkurinn var talinn gáfumannabekkur, og ekki meira en tveir eða
Þrír undir meðallagi; annars alt góðir gáfumenn og tiltölulega
margir svo að af bar. Ekki er þar heldur rétt, að Hannes Þorsteins-
son (skjalavörður?) hafi komið í 2. bekk með Ólafi Davíðssyni.
Með honum kom í 2. bekk 1877 Hannes Lárus Þorsteinsson Fjalla-
þingaprestur.
Um Einar H. Kvaran hafa ennfremur komið margar lofsamlegar
greinar i útlendum blöðum, einkum Norðurlandablöðum, og af blöð-
um, sem eg hefi séð, í tveimur enskum, „Light“ og „Psychic News“,
°S einu frakknesku, „Revue spirite“, og sjálfsagt víðar, því að hann
Var víðkunnur orðinn í útlöndum bæði fyrir skáldrit sín, er þýdd
hafa verið, og fyrir sálarrannsóknirnar.
í framanprentuðum ræðum við útförina og minningarhátíðina í
S. R. F. í. er lítið getið æfiatriða og skáldrita hans, og ekki eru til-
tök að flytja hér allar greinarnar, sem um hann voru ritaðar. En
niargir munu óska að eiga kost á að kynnast einnig þessum atriðum
nokkru gjör, og búast við að finna upplýsingar um þau í tímaritinu
hans sjálfs, Morgni, eftir að það er komið í aðrar en hans eigin
hendur. Er því hér á eftir, með leyfi höfundarins, prentuð ritgjörð
Báls Steingrímssonar ritstjóra, sem birtist í dagblaðinu Vísi 28.
^naí, og auk annara atriða og lofsamlegra ummæla skýrði itarlegast.
•frá æfiferli hans og helztu ritum. Kr. D. 1