Morgunn - 01.12.1938, Page 60
184
MORGUNN
Einar Hjörleifsson Kvaran fæddist 6. desember 1859 að
Vallanesi í Múlaþingi. Voru foreldrar hans Hjörleifur
Einarsson (f 1910), síðar prestur og prófastur um langt
skeið, og fyrri kona hans, Guðlaug (t 1884) Eyjólfsdóttir
bónda á Gíslastöðum á Völlum, Jónssonar.
Síra Hjörleifur vígðist 1860 að Blöndudalshólum í Húna-
vatnssýslu, fekk Goðdali 1869 og loks Undirfell í Vatnsdal
1876. Hann var mætur maður, gáfaður og áhugasamur um
margt, skyldurækinn embættismaður, góður búhöldur,
víkingur til allra verka, örlyndur nokkuð og kappsfullur,
sáttfús og góðviljaður. Þótti Vatnsdælingum hann æ vaxa
með aldri og lífsreynslu.
Einar hóf skólanám haustið 1875 og lauk stúdentsprófi
1881. Sigldi þá til háskólans í Kaupmannahöfn og mun
hafa ætlað að lesa hagfræði og stjórnfræði.
En svo er að sjá, sem lítið hafi orðið úr þeim lestri. Hann
hafði kunnað illa skólavistinni hér í Reykjavík og sloppið
úr prísundinni „kalinn á hjarta“. Örgeðja mun hann hafa
verið á þessum árum og miklu viðkvæmari en almennt
gerist. Og nú var hann sloppinn undan okinu og orðinn
frjáls maður. Hann sökti sér niður í lestur hinna ágætustu
skáldrita, en skemmti sér annað veifið og naut lífsins í
fullum mæli.
Þegar til Hafnar kom, kynntist Einar fljótlega skáld-
bræðrum sínum hinum íslenzku er þar voru fyrir, þeim
Gesti Pálssyni, Bertel E. Ó. Þorleifssyni og Hannesi Haf-
stein. Fylgdu þeir allir kenningum Brandesar og dáðust
mjög að honum. Hann var þá tekinn að boða hið nýja „frelsi
andans“, og flutti kenningar sínar af mikilli snilld. Hann
varpaði hiklaust fyrir borð mörgu því, er mönnum hafði
verið heilagt, reif niður Vægðarlaust, hjó og lagði tveim
höndum og gætti þess lítt hvað fyrir varð. Hann kvaðst
hafa kosið sér það hlutskipti, að berjast undir merkjum
„sannleikans“, en sumum þótti ekki liggja í augum uppi,
að hann hefði fundið neinn nýjan sannleika.
Kenningum Brandesar var ekki allskostar vel tekið með