Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 63
MORGUNN
187
orustu við hann. Hann var hinn mikli meistari í því, að
gera málstað sinn sennilegan og snúa öllu í villu fyrir and-
stæðingunum. Sumar blaðagreinar hans voru ósvikin lista-
verk, og allar höfðu þær þann ómetanlega kost, að vera
skemmtilegar. Einhverju sinni heyrði ég mikilsmetinn and-
stæðing Einars lýsa yfir því við kunningja sinn, að flestar
stjórnmálagreinar hans væri „háskalega vel skrifaðar“.
Einar var bindindismaður hálfa ævina eða lengur og
vann bindindismálinu mikið gagn í ræðu og riti. Honum
þótti hver mannleg vera of góð til þess, að hvoma í sig
áfengi, spilla með því heilsu sinni, hryggja vini og vanda-
menn og sóa fjármunum í vitleysu. Flutti hann mörg er-
indi um skaðsemi áfengis og hvatti menn til bindindissemi.
Stórtemplar var hann um eitt skeið og mun þá sem ella
hafa unnið gott starf í þágu „Reglunnar“.
Meðal rita E. H. K., sem ekki eru skáldrit, má nefna
þessi: „Trú og sannanir“ og „Líf og dauði“, hvorttveggja
um sálarrannsóknir. Um stjónmál eru þessi rit hans: „Til-
drög stjórnarbótarinnar" og „Frjálst sambandsland“. Síð-
ara ritinu sneri Jón Sveinbjörnsson á dönsku og kallaði
„Danmörk og ísland“. Ferðasögu einni man ég eftir, er
nefnist „Vesturför“, en vel má vera, að rit hans af þessu
tæi sé fleiri. Hann hefir og snúið á íslenzku fjölmörgum
ritum erlendum og sumum harla merkum.
Skáldrit Einars H. Kvarans eru mörg og merkileg og
niunu lengi bera höfundi sínum fagurt vitni. Hann hefir
fengist við flestar eða allar greinir skáldskaparins, skrifað
langar skáldsögur, smásögur, æfintýr, leikrit og Ijóð. Og
alls staðar hefir honum vel tekist. Hann er eitthvert allra
ástúðlegasta skáldið, sem þjóð vor hefir alið að fornu og
nýju, snillingur í efnis-meðferð og óhvikull boðberi um-
burðarlyndis og kærleika. Hann elskar alla smælingja,
breiðir faðminn móti öllu, sem er undirokað, umkomulítið,