Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Síða 74

Morgunn - 01.12.1938, Síða 74
198 M 0 R G U N N veika, þeim veittist þá öruggur trúarstyrkur og þá ekki sízt við þau atvik lífsins, er mest reynir á trúartraustið, þegar sá eða þeir ástvinir, sem sárast er að skilja við, hverfa bak við fortjald dauðans ef til vill óvænt og svip- lega og hin aldagamla spurning hlýtur að vakna: Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur. (Job. 14,14). Ég hef sagt, að spíritisminn væri grundvöllur allra trú- arbragða, en þegar vér erum að ræða um andstöðu trúar- bragðanna, þá eru það vitanlega hin kristnu, vor eigin trúarbrögð, sem vér erum að fást við. Og spurningin yrði þá: Erum vér að einhverju leyti að ganga af trúnni með því að taka á móti þekkingu sálarrannsóknanna og aðhyll- ast í samræmi við þá þekking hinar spíritistisku skoðanir ? Að sjálfsögðu geta kristin trúarbrögð ekki verið and- stæð þeim áhrifum, sem vekja huggunarríka trú, þar sem hún áður var engin eða styrkja þá trú, sem áður var meira eða minna veik fyrir, og bilaði alveg þegar mest á reið, sem oft hefir komið fyrir. Andstaðan verður þá að vera byggð á því, að þessi á- hrif, þótt í sjálfu sér séu holl, séu að einhverju leiti þess eðlis, eða þannig fengin, að það samrýmist ekki kristilegri trú eða kristilegri kenning. En þá verður að taka fram, að ekki er víst, að það falli saman kristileg trú og kristileg kenning eða kennisetningar. Kristileg trú en,trú í anda Jesú Krists, en kenningin oft ófullkomin mannleg skoðun á því, hvað sé samkvæmt hans anda. Þess vegna skiftist kristin kirkja í svo margar deildir, og þess vegna eru kennisetningarnar svo mismunandi, því að andi Krists er ávallt hinn sami, en enginn hefir einkarétt á, að hans skilningur sé réttastur, þó að hver einn verði að meðtaka hann og færa sér í nyt í trú sinni og lífi eftir því, sem honum er veitt náð til. En vér skulum nú athuga örstutt þessar skoðanir spírit- ismans, að hve miklu leyti þær geta staðizt gagnvart krist- inni trú, eða hvort vér erum að ganga af trúnni. Á Englandi eru yfir 500 spíritistakirkjur í sambandi,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.