Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 76
200
MORGUNN
laust má vera henni til styrktar, og sannar aðal- grund-
vallarkenning hennar.
Og því verður ekki neitað, að svo er það enn, að kirkjan
og menn hennar í heild hafna og amast við þeirri hjálp,
sem þeim þannig gæti komið, og mundi styrkja þá í starfi
þeirra og fjölga kirkjugestum, sem nálega allstaðar er
kvartað um, að þeim fækki mjög. Mætti þá ætla, að vér eða
málstaður vor stæði ekki vel að þessu leyti, að það mætti
draga úr kjarki vorum og starfsgleði, er kirkjan í heild
væri oss andvíg. í»ó er það ekki svo, heldur hið gagn-
stæða, að það má vera oss hvöt, að þetta er nú víðast ef
ekki alstaðar að breytast, svo að varla heyrast nú framar
aðrar eins mótbárur, og bann í gamla testamentinu, eða
að allt eigi þetta að vera verk hins vonda.
Einkum er þetta svo í aðalheimkynnum spíritismans, öll-
um hinum enskumælandi heimi. Þar fjölgar þeim óðum
kirkjunnar mönnum, sem aðhyllast málið, sannfærast
stundum á fyrsta miðilsfundi, sem þeir koma á. Og þótt að
sjálfsögðu komi við og við árásir, sem farið er þó að draga
mátt úr, þá eru þar einatt til andsvara og málsvarnar ein-
mitt kirkjunnar menn mjög ákveðnir, sem hafa fengið aug-
un opin fyrir því, hvílíkt verðmæti kirkjunni hefir hlotn-
azt í sálarrannsóknunum.
Og sérstakt gleðiefni er oss það, að hin íslenzka kirkja,
vor eigin kirkja hefir frá upphafi sýnt góðan og vaxandi
skilning á málinu, og það frjálslyndi og víðsýni, sem hún
jafnan hefir verið kunn fyrir. Af þremur síðustu biskupum
vorum hefir einn tekið sjálfur þátt í starfinu og hinir tveir,
sem ekki hafa gjört það, hafa á sínum tíma minnzt máls-
ins með vinsamlegum orðum, enda verið kunnir að því, að
vera frjálslyndir menn.
Af prestum vorum nú eru allmargir ákveðnir fylgis-
menn, og það er haft fyrir satt, að þeir muni samtals
fleiri, sem eru málinu hlynntir, þó að því miður gæti þess
enn of lítið, að þeir taki það inn í boðskap sinn eða gjörist
leiðandi menn. Enda hafa sjálfsagt margir í fyrstu verið