Morgunn - 01.12.1938, Page 81
MORGUNN
205
Spurningunni: „Hvar stöndum vér?“ viljum vér þá að
síðustu svara: Vér stöndum þar, að þótt vér iiöfum nú svo
mikið misst, þá höldum áfram í Drottins nafni, eins og vér
hefðum ekkert misst.
Málefnið er Drottins, sent af honum stríðandi mannkyn-
inu til hjálpar og blessunar og einnig voi’ri litlu þjóð og
hverjum einum af oss.
Vér biðjum hann öll í sameiningu og hver í sínu lagi, að
leggja oss lið sitt framvegis eins og hingað til. —
Kristur minn guð.
[Þetta hjartnæma trúarljóð er eftir mann, sem áður átti enga
trú að styðjast við í lífinu, en á nú fyrir sálarrannsóknirnar og
eigin reynslu þann trúarstyrk, sem ljóðið ber vott um.]
Kristur, minn guð, ég ltrýp að fótskör þinni,
kyssi í auðmýkt í blessuð sporin þín;
láttu þinn anda stjórna sál og sinni,
sólnanna drottinn, líttu í náð til mín.
Styrk mína tungu að tala máli þínu,
treystu minn fót að stefna í rétta átt;
brennandi kærleik kveiktu í hjarta mínu,
kenn mér að setja markið nógu hátt.
Sendu mér geisla sólarheima þinna
svo að ég aldrei láti bugast neitt
lífsins í næðing’ nálægð þína finna,
nægan fá kraft ef sál mín verður þreytt.
Hvað skyld’ ég hræðast? Hvað má framar saka
kaldhæðni fjöldans, tötrar förumanns?
Ó, nei, ég veit þú vilt í faðminn taka
volaða, hrjáða, bróðir smælingjans.