Morgunn - 01.12.1938, Síða 91
MORGUNN
215
neinni hurð í íbúð hennar. Iiún gat eklti skilið, hvernig
kann væri þangað kominn — og stóð undrandi.
Þá kom enn þá einu sinni rödd Conan Doyles:
„Þetta er lykillinn minn“, sagði hann. „Hann er kominn
frá hurðinni á skrifstofu minni, sem ætíð er höfð lokuð
í Crowborough. Sendu eptir Denis syni mínum“.
Þetta var sönnun, ef staðhæfingin reyndist rétt. Hún
símaði til Denis til Crowborough í Sussex, og sagði honum
Þvað fyrir hefði komið.
Hann brá þegar við og ók á stað í bifreið, að finna hana.
Hann tók lykilinn með sér til Crowborough og símaði síðan
til miðilsins til að segja henni, að það væri áreiðanlega
iykillinn að skrifstofu föður síns.
Með andakrapti hafði Sir Arthur Conan Doyle flutt lykil
sinn í 40 mílna fjarlægð.
Þetta sannfærði frú Doyle, og eptir það varð þessi kona
sá miðill, sem skeyti komu jafnaðarlega í gegnum frá Sir
Arthur til konu hans og fjölskyldu.
Þýtt af Kr. D.
Bókarinngangur.
Eftir dr. Edivin F. Bowers.
ií árgangi Morgiins 1937, bls. 129, var birt erindi, sem var að
rnestu leyti teldð úr bók dr. Bowers: „Fyrirbrigðin í tilraunaher-
er8inu“. Hann er merkur læknir og vísindamaður, sem hefir ritað
ttiargar bækur um læknisvísindi og heilbrigðisfræði og þessa bók og
^leiri ura sálræn efni. Að bókinni ritaði hann inngang, sem ekki
var rúm fyrir í nefndu erindi, nema nokkrar línur úr honum. En
f10® því að lesendum Morguns mun þykja hann þess verður, að
anr> sé birtur allur, er hann prentaður hér í heilu lagi.]
Eftir að hafa kynt mér í þrjátíu og fimm ár og rann-
Sakað allar hinar mismunandi tegundir af sálrænum fyrir-