Morgunn - 01.12.1938, Síða 95
M 0 R G U N N
219
Iveim dögum eftir að stjórnarforseti Englands, Neville
Chamberlain, hafði flogið fyrsta sinn á fund Hitlers, ár-
angurslaust, svo að ekkert virtist vænka um friðarhorfur.
Yfir frásögninni staðhæfði ritstjórinn í stórletraðri,
fjögra dálka fyrirsögn:
England mun ekki lenda í ófriði.
Skeytin, sem blaðið birti, ásamt nöfnum stjórnenda og
ttiiðla, fara svo hér á eftir og dagsetningin, er þau komu
fram:
Wliite Eagle (stjórnandi miðilsins Grace Cooke).
Ég sé friðartíma blasa við. Ég sé enga styrjöld, sem
þetta land dregst inn í...Hinum enskumælandi þjóðum
er hlutverk ætlað — að flytja frið á jörðu. (17. sept. 1938).
White Hawk (stjórnandi Kathleen Barkel’s).
Ég hygg ekki að verða muni (fleiri stórfeldar styrjald-
*r á jörðunni). (3. sept. 1938).
Árum saman hefi ég sagt yður, að engin styrjöld muni
Verða í yðar landi, og ég endurtek það, að ekki muni til
styrjaldar koma. (19. marz 1938).
Moon Trail (stjórnandi Horace Hambling’s).
I mörg komandi ár er ekki að óttast að England lendi í
ófriði, og ef til vill aldrei. (13. ág. 1938).
Red Cloud (stjórnandi Estelle Roberts).
Það verður engin styrjöld sem England dregst inn í.
(17. sept. 1938).
Um England lykur mikill máttur. England lendir ekki
í ófriði mörg næstu árin. (6. ág. 1938).
Styrjaldir munu brjótast út, vegna þess að grafa hlýtur
1 kýlinu í Austurvegi. Það eru mánuðir síðan ég sagði það
^yrir....En England lendir ekki í ófriði. (4. apríl 1936).
Silver Birch (stjórnandi við samband Hannen Swaffers).
Óttist ekki. England lendir ekki í ófriði. Nærri mun
Verða stýrt, en þér þurfið ekki að óttast. (17. sept. 1938).