Morgunn - 01.12.1938, Page 97
M 0 R G U N N
221
Þetta land yðar hefir stórfelt hlutverk af hendi að inna,
því að það er ákvarðað til þess að taka forustuna í inn-
leiðslu friðarins og sömuleiðis í hindrun margra hörm-
unga, sem vofa yfir svo mörgum löndum. (27. ág. 1938).
Myrkrið er að víkja; ljós andlegs sannleika er að
renna upp yfir veröld yðar; dagur er runninn. Sólin er að
i’ísa og geislar hennar lýsa nú þegar heim yðar, því að
liinn nýi dagur er á lofti. (23. júlí 1938).
Þegar hjörtu allra mana voru full af ótta, þegar ófrið-
arskýin birgðu himininn, þá gátum vér rólega og hita-
laust sagt yður, að þér munduð ekki lenda í neinum ófriði.
(21. maí 1938).
Þetta land fer ekki út í neina styrjöld. Vesturlönd munu
i'nna af hendi sitt hlutverk í myndun nýrrar siðmenning-
ar. Það var ekki að raunalausu að vér hófum viðleitni vora
á vesturhveli jarðar. Á þeirri stundu, er allt virðist von-
laust og í fult óefni komið og örvæntingin þrammar um
þveran heim, þá sláum vér á strengi traustsins og segjum
að þetta sé ekkert annað en svipur líðandi stundar. (26.
marz 1938).
(Sjá meðfylgjandi ljósmynd af forsíðu blaðsins 17. sept.)’
Ritstjórinn hefir síðan sagt, að hefði nú stjórnend-
"num skjátlast í þessu, þá hefði jafnvel orðið völt sönn-
"nin fyrir framhaldslífi. Andaskeyti mundu þá hafa verið
álitin marklaus, allt málefni vort verið í húfi. Þetta er
þó vitaskuld ekki á rökum byggt.
I næsta blaði er hann þó enn þá öruggur um staðhæf-
lnS sína og traust á skeytunum. Það kom út 24. sept.,
^veim dögum eftir að Chamberlain hafði flogið annað sinn
a fund Hitlers, og hann hert þá svo á kröfum sínum, að
allir bjuggust við að ófriðurinn hlyti að skella á. Enda lýsti
þá Chamberlain yfir í parlamentinu, að hann sæi ekkert
að sinni, sem hann fengi meira að gjört.
I þessu blaði 24. sept. birtir ritstjórinn eptirfarandi bréf
f"á Harry Edwards, kunnum lækningamiðli:
»Ég dáist stórlega bæði að því hugrekki í blaði yðar og